Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 stéttaskipting. Leikskólar hér eru sambærilegir leikskólum fyrir betra fólk, annars staðar er bara litið á það sem „day-care,“ segir Nichole sem byrjaði í námi í leikskólafræð- um meðfram vinnunni á leikskóla auk þess að vinna við skúringar. „Þetta er ekki óvenjulegt fyrir inn- flytjendur, það eru margir foreldrar að vinna á tveimur stöðum,“ Þegar ég byrjaði að vinna á leikskóla var ég bara með 90 þúsund í laun eft- ir skatt. Til að ná upp í 150 þúsund varð ég að skúra.“ Áhuginn kviknaði virkilega á Múlaborg þar sem mikið var lagt upp úr einstaklingsmiðaðri menntun en þar voru börn inn- flytjenda, börn með fötlun o.s.frv. „Maður lærir hve mikilvæg bernsk- an er og þar sem er gott fyrir einn er ekki gott fyrir næsta. „Það var skapandi,“ segir Nichole en í henni blundar mikil þörf fyrir sköpun af hvers konar tagi og hefur hún með- al annars lengi dreymt um að starfa við kvikmyndagerð. Börnin lykillinn að tengslum Að búa í Breiðholtinu var alger- lega ný reynsla fyrir Nichole sem hafði ýmist búið í einbýlishúsi eða hipstera-íbúðum í Boston: „Fyrir mig var þetta svolítið, hvert er ég komin? Samgöngukerfið var ekki það sem ég þekkti.“ Garðar var hins vegar stoltur af því að vera úr Breiðholti svo ekki kom annað til greina en að búa í hverfinu. „Þetta tók svolítinn tíma, ég sá mig fyrir mér að vera niðri í bæ en nú vil ég ekki annars staðar búa.“ Nichole hefur tekið miklu ástfóstri við hverf- ið sitt. „Þetta er svona lítið þorp, ég finn það að þetta er minn blettur, þetta svo dásamlegur staður til að vera á, þar sem svo mikil þróun og þar er svo mikil fjölbreytni,“ segir Nichole, sem tekið hefur virkan þátt í samfélaginu í Breiðholti og gengst upp í því að vera Breiðhyltingur. Pawel varð hins vegar að rótgrón- um Vesturbæingi: „Ég hef gengið hefðbundna íslenska Vesturbæj- arleið – Melaskóli, Hagaskóli, MR. En ég sleppti Hagaborg því ég var of gamall,“ segir Pawel og hlær. „Á þeim tíma var ekki mjög mik- ið af Pólverjum eða útlendingum á Íslandi. Mín persónulegu tengsl, vinatengsl og pólitísku tengsl voru við Íslendinga. Ég þekkti ekki mikið af Pólverjum á Íslandi, ég geri það núna þegar ég á barn í pólska skól- anum í Breiðholti. Við erum með frábæra búð, kaffihús, skóla og svo kirkju en ég er reyndar ekki kaþ- ólskur. Þetta eru tengsl sem ég hef elt eftir að hafa átt barn. Óörugg með íslenskukunnáttu sína „Ég er ótrúlega stolt. Það var tími sem mér fannst erfitt að vera inn- flytjandi, ég skammaðist mín fyr- ir hvernig ég talaði íslensku,“ seg- ir Nichole, spurð hvernig tilfinning það sé að vera fyrsti innflytjandinn sem nær kjöri í alþingiskosningum. Hún nefnir reynslu úr kosningabar- áttunni þar sem hún hoppaði inn í pallborðsumræður á síðustu stundi sem teknar voru upp og sýndar í sjónvarpi en ýmist var hlegið að ís- lenskunni hennar eða hún fékk bar- áttukveðjur fyrir að gefast ekki upp. „Ég er að mælast inn á þing og það er fólk að hlæja að mér, hvað gerist þegar ég fer í pontu,“ segir Nichole sem hefur þó komist yfir þær áhyggjur: „En núna er ég ótrúlega stolt. Í heiminum er mikil andúð á hægri vængnum, t.d í mínu heima- landi,“ segir Nichole og er umhugað um kjör Trump og upplifun barna sinna sem fatta ekki samhengið og hafa meðal annars áhyggjur af ömmu sinni og afa, ósköp venju- legum Bandaríkjamönnum. „Því finnst mér mikilvægt að þau upplifi að móðir þeirra sé fyrsti innflytj- andi til að taka sæti á þingi. Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mín börn. Foreldrar barna á leikskólanum voru líka mjög stoltir.“ Ljóst er að þessi staðreynd skipt- ir Pawel örlítið minna máli: „Ég hef aldrei spilað þetta sem stóran part af ástæðu fyrir því að ég fari á þing, ég hef lagt áherslu á borg- araleg réttindi og frjáls viðskipti en það gleður mig að vera þessi fyr- irmynd, það eru aðrir krakkar af erlendum uppruna sem sjá mig og það er sannarlega tækifæri fyrir þá og þau þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af uppruna sína. Vera almenn fyrirmynd með því að vera þarna á þingi.“ Staðreyndin að hann sé innflytjandi hefur þó aðra merk- ingu: „Mér hefur verið sagt að ég hafi sjónarhorn sem er ólíkt þeim sem hafa alltaf búið á Íslandi. Ég hef tvö ríki sem ég get borðið saman. Ég er stundum hræddur við aðra hluti en Íslendingar, ég er hræddari t.d. við ríkisafskipti. Íslendingar gera líka t.d. ráð fyrir að þó ríki geti sum hver verið klaufsk séu þau í eðli sínu góð.“ Lífsýni fyrir ríkisborgararétt „Móðir mín fékk ríkisborgara- rétt með lögum árið 1996 og ég fylgdi með. Við biðum örlítið því það var verið að gera breytingar á mannanafnalögum um að útlendingar þyrftu ekki að taka upp íslenskt nafn. Ég var reyndar búinn að hugsa upp íslenskt nafn, annað hvort Steinar eða Smári,“ segir Pawel en breytingar á lögum flæktust enn meira fyrir Nichole sem kom frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins: „Ferlið var flókið, reglur voru alltaf að breyt- ast. Ég var enn að sækja um dval- arleyfi tveimur árum eftir að ég var gift en svo þegar ég fékk ekki svar spurðist ég fyrir og þá var mér sagt að ég þyrfti ekki dvalarleyfi.“ Einnig bendir Nichole á að það var miklu meira sem einstaklingar utan EES þurftu að ganga í gegnum „Ég þurfti að gefa lífsýni.“ Núna eru þau hins vegar kom- Ég fell fyrir starfinu, íslenskir leikskólar eru allt öðruvísi en banda- rískir, þar er svo mikil stéttaskipting. Leikskólar hér eru sambærilegir leik- skólum fyrir betra fólk, annars staðar er bara litið á það sem „day-care,“ Nichole Leigh Mosty in í þau stöðu að geta veitt öðrum þennan sama rétt: „Ég hafði ekki hugsað út í það. Þetta er frábært, sú reynsla sem ég hef fengið nýtist mér í starfinu og það er vel við hæfi að taka svona ákvörðun,“ segir Nichole en Pawel tekur þeirri staðreynd á sama hátt og starfi sínu almennt: „Það er eins og með allt annað, það er erfitt að ganga inn í þennan sal án þess að fyllast auðmýkt. Maður tekur ákvarðanir um hvað er leyft og hvað er bannað, hver fer í fang- elsi (óbeint) og hver ekki, hver fær ríkisborgararétt og hver ekki.“ Valdi Viðreisn eins og Sjálfstæðis Leiðir þeirra Pawels og Nichole í íslenskum stjórnmálum hafa verið ólíkar: „Ég var í Sjálfstæðisflokkn- um frá 1999 þar til fyrir nokkrum mánuðum,“ segir Pawel. „Ég var alltaf pólitískt þenkjandi og mig langaði til að taka þátt í stjórnmál- um. Leiðin til þess er að ganga í stjórnmálaflokk. Svo var ég mis- virkur þar, skrifaði t.d. á Deigluna, var í stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. En það hafa alltaf verið hlutir við Sjálfstæðisflokk- inn þar sem ég er á öndverðum meiði við marga, t.d. Evrópumál. Það hefur aldrei verið leyndarmál. Þegar kemur flokkur sem stendur mér nær hjarta í langflestum mál- um þá fer ég þangað. Á sama hátt og ég valdi mér flokk sem féll best að mínum skoðunum árið 1999 þá valdi ég mér flokk sem fellur best að mínum skoðunum árið 2016. Ég geri það ekki af úlfúð eða reiði við Sjálfstæðisflokkinn.“ Nichole var á hinn bóginn upp- götvuð fyrir störf sín á Ösp: „Ég var beðin um að taka sæti á lista hjá Samfylkingunni en hugsaði, nei þetta er allt of stórt, þetta er ekki fyrir mig. Þá kom Björt framtíð og bað mig um að vera með,“ segir Nichole sem hafði á tilfinningunni að hún væri almennt eftirsótt þar sem hún væri innflytjandi. Ég ég bara spurði: „Eruð þið að biðja mig um að vera á listanum af því ég er innflytjandi?“ Þau sögðu nei, við erum flokkur sem er enn í mótun. Við höfum fylgst með störfum þín- um á leikskólanum og okkur líka vinnubrögðin. Það var svona gras- rótarfílingur yfir þessu, svo ég hugs- aði, hvað væri það versta sem gæti gerst?“ Blaðamaður bendir henni á að hún gæti jú endað á Alþingi en ljóst er að núna eru spennandi tím- ar framundan, bæði fyrir Nichole og Pawel. Pawel og Nichole koma úr ólíkum áttum. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Í fullkomnu flæði Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.