Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016
nægja hafði verið beggja vegna
markanna með járnplöturnar sem
voru bókstaflega í bakgarðinum á
mörgum heimilum, því voru sums
staðar reistir rimlaveggir, flestir
um 3–5 metra háir. Þetta gerðist
í stjórnartíð G.H.W. Bush og Bills
Clinton.
Í kjölfar fríverslunarsamningsins
NAFTA-TLCAN (North American
Free Trade Agreement – Tratado
de Libre Comercio de América del
Norte) milli Kanada, Bandaríkj-
anna og Mexíkó, sem var undir-
ritaður árið 1994, flosnuðu margir
smábændur upp í Mexíkó, og
ekki bætti úr skák hrun pesóans
í Mexíkó 1995. Atvinnuleysi jókst í
Mexíkó, enn fleira fólk sótti norður
á bóginn án tilskilinna pappíra og
ekki stóð á eftirspurn eftir vinnu-
krafti í Bandaríkjunum.
Hervæðing landamæranna
1. desember 2000 varð Vicente
Fox forseti Mexíkó og mánuði
síðar settist G.W. Bush í forseta-
stól Bandaríkjanna. Þeir hittust
oft næstu árin og hugðust „opna“
landamærin og koma á svonefnd-
um gestasamningi, fyrirkomulagi
sem tæki mið af Bracero-samningn-
um sem var í gildi milli landanna
frá 1942 til 1964 þegar skortur var á
vinnuafli í Bandaríkjunum; samn-
ingurinn kvað á um að Mexíkan-
ar gætu farið til Bandaríkjanna og
unnið þar um tiltekinn tíma. For-
setarnir lögðu áherslu á að löndin
væru vinaþjóðir, þeim varð tíðrætt
um gömul tengsl landanna; sögu-
leg, menningar- og efnahagsleg.
Það var vilji mexíkönsku stjórn-
arinnar að undirrita slíkan samn-
ing í árslok 2001 en fáeinum dög-
um áður en af því gat orðið, hinn
11. september, breyttist staðan í
einni svipan. Í stað þess að „opna“
landamærin voru allmargir banda-
rískir hermenn sendir á vettvang
til liðs við landamæraverði með
það fyrir augum að hindra komu
hryðjuverkamanna úr suðurátt.
Forsetarnir komust hvorki lönd né
strönd með fyrirætlanir sínar. Aft-
ur á móti samþykkti Bush í lok árs
2006 frumvarp (Secure Fence Act)
þess efnis að reisa 1.080 km vegg
eftir landamærunum. Var horft
til Palestínu-múrsins og átti fyrir-
hugaður veggur að vera 5–8 metra
hár, ýmist einfaldur eða tvöfald-
ur. Á tilteknum svæðum við hlið
„gömlu“ veggjanna átti að reisa
nýjar girðingar, og hafa þær tvö-
faldar eða þrefaldar. Einnig voru
áætlanir um „sýndarveggi“ með
alls kyns tækninýjungum þar sem
átti að nota radara, skynjara, fald-
ar myndavélar, ljóskastara, skanna
og dróna – og landamæravörðum
fjölgaði úr 2.000 í 21.000. Upp úr
þessu er oft talað um hervæðingu
landamæranna.
Nýir veggir og girðingar sáu fljót-
lega dagsins ljós, sérstaklega milli
Arizona og Sonora og á ýmsum
stöðum í Texas meðfram fljótinu.
Efniviðurinn var ýmist járnplötur,
rimlar eða steinsteypa. Einnig
voru settar „hindranir fyrir fara-
tæki“ sem eiga að koma í veg fyr-
ir ferðir eiturlyfjasmyglara. „Fljót-
andi grindverki“ var komið fyrir á
Algodones-sandöldunum sem lagar
sig að breytilegum sandinum og
„sýndarveggjum“ komið á laggirn-
ar. Kostnaðurinn var gífurlegur,
8–10 milljarðar dollara. Og nú er
svo komið að þessir tálmar ná yfir
meira en 1.000 km.
Í tíð Obama hefur ekki heyrst
mikið um þessi mál þótt áfram
væri haldið að reisa veggina, en
aldrei hefur jafn mörgum ver-
ið vísað úr landi og í stjórnartíð
hans, eða tveimur og hálfri millj-
ón manns, aðallega Mexíkönum.
Ótal spurningar
Við sitjum uppi með margar
spurningar varðandi múrinn hans
Trumps. Hvernig ætlar hann að
reisa múr á verndarsvæði Tohono
O ódham-fólksins þar sem banda-
rísk lög gilda ekki? Mörkin voru
dregin þvert í gegnum land þess
– 140 km – með Guadalupe-samn-
Gaddavírsgirðing milli Sonora og Arizona. Mynd tekin 2001.
Nú er hár veggur á þessu svæði. Mynd | Kristín Guðrún Jónsdóttir.
Landamærin ná langt út
í sjó á mörkum Tijuana
í Mexíkó og San Ysidro,
Bandaríkjunum.
Fljótið Río Bravo-Río Grande
í Big Bend Þjóðgarðinum.
Við sitjum uppi með margar
spurningar varðandi múr-
inn hans Trumps. Hvernig
ætlar hann að reisa múr
á verndarsvæði Tohono
O´odham-fólksins þar sem
bandarísk lög gilda ekki?
Gamlar járnplötur úr Persaflóastríðinu. Arizona-Sonora. Mynd | Kristín Guðrún Jónsdóttir.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
6–
34
07
Hvaða tækifæri fá innflytjendur til náms og starfa? Hvernig
getur fjölbreyttur og dýrmætur mannauður innflytjenda nýst
samfélaginu betur?
Dagskrá
Tónlistarflutningur
Wei Lin Sigurbjörnsson
Setning málþings
Formaður Rauða krossins, Sveinn Kristinsson
Opnunarerindi
Forsetafrú Eliza Reid
Mat á menntun – störf við hæfi. Hafa innflytjendur sömu
tækifæri, hverjar eru helstu hindranir?
Davor Purušić lögfræðingur
Að lifa og starfa á íslensku. Tækifæri innflytjenda
með litla formlega menntun.
Amal Tamimi, stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri Jafnréttishúss
Hlé
Fyrirkomulag Norðmanna við mat á menntun erlendis frá
Sóley Jónsdóttir, ráðgjafi við móttöku flóttafólks í Noregi
Starfsfólk af fjölþjóðlegum uppruna. Hver er samfélagsleg
og siðferðileg ábyrgð atvinnurekenda?
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA
Umræður í hópum – hvernig getum við gert betur?
Hópstjórar: Claudie Ashonie Wilson, héraðsdómslögmaður. Elva Jóna Gylfadóttir,
starfsþróunarstjóri HB Granda. Fjóla María Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Marina Quintanilha e Mendonca, kennari, túlkur
og fulltrúi Fjölmenningarráðs Reykjavíkur. Mirela Protopapa, deildarfulltrúi hjá
Þjónustumiðstöð Breiðholts. Paul Fontaine, fréttastjóri Grapevine. Rúnar Helgi
Haraldsson, forstöðumaður Fjölmenningarseturs á Ísafirði. Sabine Leskopf,
varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, sérfræðingur
hjá Menntamálaráðuneyti. Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur og formaður
Fjölmenningarráðs Reykjavíkur.
Fundarstjóri: Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Málþingið er öllum opið – enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar á raudikrossinn.is. Málþingið fer
fram á íslensku en niðurstöður þess verða aðgengilegar
á íslensku og ensku á raudikrossinn.is.
Mannauður innflytjenda
Málþing Rauða krossins 29. nóvember kl. 13–17
í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, Reykjavík.
13.00
14.10
14.30
15.20