Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016
ör á sál. Hún tengir fljótlega við
bestu vinkonu látnu konunnar –
en fljótt verður munurinn á þeim
skýr; leitin að réttlæti er bara hluti
af sorgarferli vinkonunnar – jafnvel
hálfgert aukaatriði, aðalatriðið er
að hún á aldrei eftir að sjá bestu
vinkonu sína aftur og úrskurð-
ir dómstóla munu engu um það
breyta. Þetta er eðlileg sorg, sorg
sem maður ber virðingu fyrir.
Sorg Lísu verður fljótlega eitt-
hvað andstyggilegt, sorg sem
breytist í ofsa og hefndarþorsta.
Hún er við öll, við þessi stóri
meirihluti, sem sáum turnana
hrynja, sem sáum fréttir af inn-
rásinni í Bataclan tónlistarhöllina
í París – við öll sem þekktum enga
sem dóu – en fannst þetta samt
persónulegt. Af því að þetta var í
fréttunum, af því að við höfðum
komið sem túristar til Parísar eða
New York, jafnvel búið þar.
En þetta er ekki okkar sorg, þetta
snýst ekki alltaf um okkur. Jafnvel
þótt það sé manneskja í harmleikn-
um miðjum sem við rákumst á í
örskotsstund og önnur sem heitir
sama nafni. Við oftúlkum heims-
viðburðina eftir eigin nefi, setjum
okkur sjálf í aðalhlutverkið – hvar
varst þú þegar turnarnir féllu?
Þetta er saklaus spurning fyrir
flesta, mögulega status á Facebook
og franskur fáni í prófílmynd. En
sumir þurfa meira. Sumir þurfa
hefnd eða réttlæti, hvað sem það
kostar – í bræði yfir örlögum fólks
sem því fannst það eiga að þekkja.
Fjarri heimsins harmi
Það er auðvelt að sjá Lísu sem Am-
eríku – unga þjóð á gelgjunni sem
lætur allt snúast um sjálfa sig og
særir alla í kringum sig, sleginn
blindu gagnvart afleiðingum eig-
in gjörða. Eða sem Vesturlönd öll,
sem eru orðin svo fjarri verstu
hildarleikjum heimsins að þau
grípa öll hálmstrá til þess að halda í
þá mennsku og göfgi sem við tengj-
um ennþá við þjáninguna, það eru
allir að leita að sínu Víetnam, sínu
Auschwitz, til þess að glæða líf sitt
merkingu – þótt vitaskuld viljum
við bara hugmyndina um þján-
inguna, ekki öll óþægindin sem
fylgja alvöru stríðum og alvöru
hungursneyðum.
Þetta er mynd um okkur, sem
líður stundum illa en skortir alvöru
harm, harm sem við getum kom-
ið orðum að. Þess í stað heimtum
við hlutdeild í sársauka annarra,
förum að eigna okkur sársaukann
– umfram heilbrigða hluttekningu
og samúð. Leitum að réttlæti út
fyrir gröf og dauða, jafnvel þótt
það gagnist engum. Hefnd fyr-
ir aðra, útrás fyrir eigin hefndar-
þorsta.
Og þótt Donald Trump hafi bara
verið bisnessmaður með asnalega
klippingu þegar myndin var gerð
þá bergmálar hún samt í hausnum
á manni eftir koningar. Því Lisa er
líka bara týnd lítil stelpa í heimi
þar sem allir tala í kross. Hér hlust-
ar enginn, fólk bíður bara færis að
fá tækifæri til að tala sjálft. Heimur
þar sem við kunnum ekki lengur
að tala saman er heimur þar sem
lýðræðið er ónýtt og borgir hatast
við sveitir og sveitir og Vesturlönd
hatast við Austurlönd og gamall
rasismi og karlremba húkka sér
far með öllum þessum óhugnaði.
Úlfurinn og Borgari Kane
En Trump er víða. Hann er til
dæmis fjarverandi lykilpersóna í
síðustu mynd tékkneska leikstjór-
ans Jan Nemecs, Úlfurinn við Vín-
viðargötu. Ég gæti sagt ykkur að
ég búi rétt hjá þessari götu – en
þá væri ég að láta þetta snúast
um sjálfan mig, þannig að ég segi
bara í staðinn sögu Nemec. Hann
var með frægari leikstjórum tékk-
nesku nýbylgjunnar – en á meðan
kollegar á borð við Milos Forman
og Jiri Menzel öðluðust áfram-
haldandi frægð, annar í Ameríku
og hinn í Tékkóslóvakíu, þá yfir-
gaf Nemec heimalandið og týndist
hálfpartinn í Bandaríkjunum.
Þessi lokamynd hans, sem aðr-
ir kláruðu, er ævisögulegur búta-
saumur - og við sjáum meðal
annars þegar Nemec reynir að nota
Tékka-kortið til að fá fund með
Ivönku, hinni tékknesku þáverandi
eiginkonu Trump. Fyrsti fundur-
inn gengur nógu vel til þess að fá
annan fund – en þá lætur Ivanka
hann fá eintak af The Art of the
Deal, áletrað af Donald sjálfum.
Þegar hann spyr svo um fjármögn-
unina þá svarar Ivanka að Trump
hafi engan áhuga á bíómyndum.
Nemec hendir bókinni vitaskuld
í ruslið á leiðinni út – og í senunni
kristallast bæði hvernig listamenn
þurfa að sleikja valdið upp og hvað
valdið getur verið kúltúrlaust. Það
er þó ekki alveg sannjarnt gagn-
vart Trump – sem reyndist þegar
á reyndi ágætis kvikmyndagrein-
andi.
Heimildamyndagerðarmaður-
inn Errol Morris ætlaði einu sinni
að gera bíómynd þar sem hann
filmaði fræga einstaklinga á borð
við Mikhaíl Gorbatsjof að tala um
klassískar bíómyndir. Myndina
kláraði hann aldrei – en það er
samt hægt að finna myndband
á youtube af Trump að tala um
Citizen Kane. Meira segja af sæmi-
legri visku, mun meiri visku en
birtist í kosningabaráttunni. Hann
talar um að myndin fjalli í raun um
söfnun auðs – og eftirköstin af því.
„Ég held myndin kenni þér að
auður er ekki allt. Því hann hafði
auðinn en hann öðlaðist ekki ham-
ingjuna,“ segir Trump og heldur
áfram: „Senan þar sem borðið verð-
ur stærra og stærra og það verður
lengra og lengra á milli hans og
konunnar hans, ég get skilið það. Í
raunveruleikanum einangra auðæfi
þig frá öðru fólki. Þetta eru varnar-
viðbrögð,“ bætir hann svo við – eða
eins og fráfarandi forsætisráðherra
Íslands orðaði það; „Það er flókið að
eiga peninga.“
En það er eitthvað ljóðrænt við
að uppálhaldsmynd auðjöfursins
Trump sé mynd sem í raun er
gagnrýni á menn eins og hann,
mynd sem var þögguð niður á sín-
um tíma. Svo er bara að sjá hvað
Trump mun takast að þagga niður
næstu fjögur árin.
Lisa fær tiltal frá stærðfræði-
kennaranum sem hún er skotin í.
Jan Nemec fer frá því að snúa sig út úr yfir-
heyrslu hjá kommúnistaleiðtoga yfir í að betla
peninga frá kapítalistanum Ivönku Trump.
Systkina-
dramað
You Can
Count on
Me kom
Kenneth
Lonergan á
bíókortið.
Það eru ekki bara kvikmyndagagnrýnendur heimsins sem elska Citizen Kane,
Donald Trump gerir það líka.
Og þótt Donald Trump
hafi bara verið bisness-
maður með asnalega
klippingu þegar myndin
var gerð þá bergmálar
hún samt í hausnum á
manni eftir koningar.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
etu
r b
re
ys
t á
n f
yri
rva
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
78
3
65
Frá kr. 69.995
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 69.995 m.v. 2
fullorðna í gistingu.
29. janúar í 7 nætur.
Frá kr. 66.995
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 66.995 m.v. 2
fullorðna í gistingu.
2. janúar í 9 nætur.
Frá kr. 99.995
m/morgunmat innif.
Netverð á mann frá
kr. 99.995 m.v. 2
fullorðna í gistingu.
2. febrúar í 7 nætur.
Frá kr. 69.995
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 69.995 m.v. 2
fullorðna í gistingu.
10. febrúar í 7 nætur
Jólapakki
Jólapakki
Jólapakki
Jólapakki
Gran Canaria
& Tenerife
Gefðu jólapakka
í vetrarsól
Frá kr.
66.995
Bókanlegt
til 24. des.
TENERIFE
GRAN CANARIA
Bókaðu fyrir 24. desember
Bókaðu fyrir 24. desember
Bókaðu fyrir 24. desember
Bókaðu fyrir 24. desember
Jólapakki er góður kostur fyrir þá sem vilja komast í sólina á hagkvæman hátt! Þegar bókaður er Jólapakki
felur það í sér að þú kaupir flugsæti ásamt gistingu. Því
fyrr sem þú bókar, því meiri möguleiki er á betri gistingu
þar sem vinsælustu gistingarnar bókast fyrst.
Jólapakkar eru í boði á brottförum 2. janúar - 24. mars og
pakkarnir eru í 7-9-12-13-14 nætur eftir brottförum.