Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 26.11.2016, Síða 22

Fréttatíminn - 26.11.2016, Síða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 HARPA silfurberg sunnudag 4. desember kl. 14:00 Miðar á harpa.is, í miðasölu Hörpu og á tix.is stóRsveit ReykjAvíkuR Jólafjör með Góa i í Jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna Stjórnandi og útsetjari: Haukur Gröndal Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac „One Week Flat“ Minnkar þembu og vindgang Stólaleikfimi og villtur dans „Stólaleikfimin er á hverjum degi og er mjög vinsæl en þar gerum við alls kyns hörkuæfingar, að mestu leyti sitjandi svo allir geti tekið þátt. Ég svitna oft sjálf við þetta, þetta tekur á! Í útigöngunni eru tvær vegalengdir í boði og það er fyrst og fremst félagslegt þótt við séum að setja tóninn fyrir okkar eigið kvennahlaup sem við höld- um hvert sumar. Þá seljum við boli og gerum þetta að alvöru hlaupi. Síðast voru um 100 þátttakendur. Í útigöngunni spjöllum við mikið en marga vantar fólk til að tala við þar sem aðstandendur eru æ upp- teknari.“ Auk þess segir Helena að mikill spenningur sé á sumri hverju fyrir púttkeppninni við bæjarstjórnina og önnur elliheimili. Í hverri viku kemur zumba danskennari sem kennir „brjálaðan dans“ að mati fólksins á Hrafnistu sem þó fyllir ávallt tímann. Helena kennir svo hefðbundinn dans og stóladans tvisvar í viku. „Það geta og eiga all- ir að dansa, það er svo gott. Jafnvel þótt þú dansir við göngugrindina þína.“ Þá er heljarinnar harmon- ikkuball á Hrafnistu með miklu stuði á hverjum föstudegi. Gefandi forvörn fyrir eldra fólk „Starfið hér er frábær forvörn. Við vitum að það er mun minna um slys og meira um gleði. Allir græða. Fólk fær sína stundatöflu með hreyfingu sem hentar og er eftir áhugasviði þess. Þetta er ekki bara geymsla fyrir eldra fólk heldur sjúkraþjónusta og félagsleg og lík- amleg örvun.“ Helena segist alltaf reyna að vera hress og lífleg við fólkið sem hún segir einnig vera afar gefandi við sig. Líka andlegur árangur En það er ekki bara líkamlegi þátturinn sem skiptir máli í því að rækta sig. Helena kennir einnig slökun, hugleiðslu og stólajóga. „Margir hér eru vissulega kvíðn- ir, eru að gera upp lífið og eru að hugsa mikið. Andleg leikfimi hjálp- ar til við að hreinsa slíkt en hér er engin sálfræðiþjónusta,“ segir Hel- ena sem augljóslega gegnir mörg- um hlutverkum í aðhlynningu íbú- anna. „Þetta eru vinir mínir. Við spjöllum mikið og maður fær sög- ur frá fólkinu sem byggði landið og hefur lifað tímana tvenna. Það er frábært samfélag hér og þótt við séum að æfa okkur er félagslegi þátturinn ekki síður mikilvægur. Margir mæta bara á lakkskónum í salinn í smá tíma og ræða málið með súkkulaðimolann með sér. Það er alveg jafn árangursríkt.“ frettatiminn.is „Þetta eru vinir mínir. Við spjöllum mikið og maður fær sögur frá fólkinu sem byggði landið og hefur lifað tímana tvenna. „Sundlaugin er góð til að teygja á fólki og aðstoða þá sem eru vatns- hræddir. Margir hafa ekki farið í sund síðan þeir voru ósynd börn.“.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.