Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 52
52 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Snjallsímar hafa stóraukið ferð- ir okkar um samfélagsmiðla. Og með stóraukinni viðveru á stöðum eins og facebook, twitter eða instagram er ný tegund af meðferð komin fram á sjónarsviðið, meðferð við samfélagsmiðlafíkn. Hver kannast ekki við að kíkja í símann stuttu eftir að vekjara- klukkan hringir til að missa nú örugglega ekki af neinu sem er að gerast í heiminum, eða þín- um heimi réttara sagt. Hvað eru vinirnir að gera, borða eða segja síðan í gærkvöldi og hvað áttu að læka í morgunsárið. Flest get- um við viðurkennt að þetta tekur sífellt meiri tíma frá okkur, en erum við háð? Það er svo sem löngu vitað að samfélagsmiðlar hafa breytt líf- erni okkar til frambúðar en þeir eru víst farnir að breyta lífi okkar svo mikið að fjöldi fólks í Banda- ríkjunum, þar sem facebook-notk- un er með þeim hærri í heimin- um, er farið að leita sér hjálpar. Meðferðarstöðvar poppa upp um allt land og aðallega er það fólk á aldrinum 18—28 ára sem sækir sér hjálpar, karlar í meira mæli en konur. Meðferðin tekur oftast um 45 daga og fer oftast fram uppi í sveit og að sjálfsögðu er engin nettenging á svæðinu. Enn er engin meðferð við samfélags- miðlafíkn í boði hér á landi en áhugasamir geta byrjað á því að slökkva á nettengingunni heima hjá sér og fengið sér gamlan takkasíma í stað snjallsíma. Ein leiðin til að vita hversu langt mað- ur er leiddur í samfélagsmiðlafíkn er að spyrja sig hvort það séu nei- kvæðar hliðar á netnotkuninni, og ef svo er, heldur maður samt áfram? |hh Meðferð við samfélagsmiðlum Enn er engin meðferð við samfélagsmiðlafíkn í boði hér á landi en áhugasamir geta byrjað á því að slökkva á nettengingunni heima hjá sér og fengið sér gamlan takkasíma í stað snjallsíma. „Ég fann fyrir pressu þegar fréttir bárust af Guðna með buffið og hugsaði með mér; ég verð að gera eitthvað gott. Birtist heilsíðuviðtal við konu sem elskar buff og opna um buff í Mogganum,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, myndlistarnemi við Listaháskóli Íslands, um loka- verkefnið sem hún byrjaði á rétt fyrir stóra buffmálið. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Þetta er lokaverkefni annar-innar. Kennararnir sögðu að við ættum að skrifa stuttan texta um það sem við vildum gera og tóku kókómjólk sem dæmi en þá minnt- ist ég þess þegar ég fór í Húsdýragarðinn með litlu systur minni fyrir tveimur árum og var alls ekki skemmt. Við mér blöstu Cocoa Puffs-lestin og börn með buff á höfðinu merktum fyrirtækj- um. Það viknaði reiði innra með mér sem hefur setið í mér síð- an: Buff! Ég hata buff. Ég verð að gera ver- kefni til að losna við reiðina.“ „Ég byrjaði að safna buffum frá fyr- irtækjum, gefins buff frá Eimskip og 10/11 og á meðan á söfnuninni stóð mætti forsetinn með buffið og allt sprakk í loft upp. Var sem betur fer með góðgerðarbuff frá Alzheimer- -samtökunum en ekki frá fyrirtæki. Ég keypti auðvitað eitt. Svo hringdi ég í konuna sem elskar buff og við hittumst í kaffi og áttum gott spjall. Eftir það hófust tilraunirnar. Setti buff utan um striga. Ógeðslega ljótt. Prófaði síðan að klæða mig í það, taka myndir þar sem ég dansaði og pósaði. En það var ekki fyrr en ég sá myndirnar sem ég tengdi þær við eitthvað sögulegt, klassík og tísku. Grace Jones eða egypsku drottn- inguna Nefertiti. Myndirnar eru kunnuglegar.“ „Og nú stilli ég þessu upp. „Mona Lisa – style“. Set í ramma og upp á vegg. Er alveg búin að taka buffið í sátt. Búin að vera með það einhversstað- ar á líkamanum alla vikuna. Það eina sem mér líkar ekki er þetta „branding“ fyrirtækja sem kristallast þegar maður fer í Húsdýra- garðinn og horfir á saklaus, bláeygð börnin.“ Var á undan Guðna með buffið Svipar til egypsku drottningarinnar Nefertiti. Síðasti McDonalds borgarinn og algengasti afmælisdagur Íslendinga Nú er nýkomin út bókin Fánýtur þjóð- legur fróðleikur. Bókin inniheldur staðreyndir fyrir alla landsmenn sem gæti komið sér vel í komandi jólaboð- um. Fréttatíminn tók saman fimm skemmti- legar staðreyndir úr bókinni: • Síðasti íslenski McDonalds hamborgarinn er geymd- ur á Bus Hotel Reykjavík. Þjóðminjasafnið afþakkaði að geyma hann. • Í sjö ár, frá 1983-1990, fæddist engin stelpa í Gríms- ey, bara strák- ar. • Til eru 18 ís- lensk manna- nöfn sem enda á -rr, en þau eru; Almarr, Annarr, Fjalarr, Heiðarr, Hnikarr, Ísarr, Knörr, Ormarr, Óttarr, Snævarr, Steinarr, Styrr, Sævarr, Vest- arr, Ýrr, Þórr, Ævarr, Örvarr. Öll nöfnin eru einnig til með einu r-i, nema Knörr. • Andrés Önd kom fyrst út á ís- lensku árið 1983. Áður hafði hann aðeins verið í boði á dönsku. • Mesti hiti sem mælst hefur á landinu eru 30,5 gráður. Það var 22. júní árið 1939. • 27. september er algengasti afmælisdagur íslendinga. „Nú ætla ég að stilla þessu upp. „Mona Lisa – style““
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.