Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 26.11.2016, Page 4

Fréttatíminn - 26.11.2016, Page 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Hagnaður Arður Hækkun eiginfjár Veiðigjöld (m.kr.) (m.kr.) erl.mynt og/eða krónum (m.kr.) 1. HB Grandi hf 6.289 2.629 27,014 m.evr./ 3.818 m.kr. 1.098 2. Samherji Ísland ehf. 3.298 1.759 10,890 m.evr./1.539 m.kr. 729 3. Þorbjörn hf. 232 48 1,419 m.evr./201 m.kr. 173 4. Fisk-Seafood 1.816 211 1.604 m.kr. 240 5. Vinnslustöðin hf. 1.406 1.131 2,695 m.evr./381 m.kr. 505 6. Rammi hf. 1.560 106 10,736 m.evr./1.517 m.kr. 123 7. Skinney-Þinganes hf. 1.641 600 1.041 m. kr. 448 8. Brim hf. 629 0 3.267 m.kr. 191 9. Vísir hf. 1.015 0 1.220 m. kr. 135 10. Hraðfrystihúsið Gunnvör 665 175 491 m. kr. 95 11. Síldarvinnslan hf. (samstæða) 6.103 2.437 27,7 m.evr/3.915 m.kr. 729 12. Nesfiskur hf. 1.310 0 1.106 m.kr. 84 13. Útgerðarfélag Akureyringa ehf. 1.751 0 12,387 m.evr/1.751 m.kr. 66 14. Gjögur hf. 687 160 5.471 m.kr. 181 15. Ögurvík 457 0 402 m.kr. 66 16. Jakob Valgeir ehf. 832 0 832 m.kr. 50 17. Ísfélag Vestmannaeyja hf. 1.482 1.555 -2,3 m.dol/-298 m.kr. 680 18. Bergur Huginn ehf. 643 0 643 m.kr. 49 19. Loðnuvinnslan hf. 1.963 98 1.764 m.kr. 155 20. KG fiskverkun ehf. 545 20 560 m. kr. 32 Samtals: 34.324 10.929 31.225 mill.kr. 5.829 20 stærstu útgerðarfélögin 2016/2017 og ársreikningar þeirra 2015 I. Útgerðirnar eru teiknaðar upp eftir aflahlutdeild þeirra á yfirstandandi fiskveiðiári, 2016/2017 II. Tölulegar upplýsingar um útgerðirnar og rekstur þeirra - allt nema veiðigjöldin - eru teknar upp úr ársreikningnum þeirra. Frettatíminn hefur ekki kannað eða baktryggt sanngildi þessara talna og ber ekki ábyrgð á þær séu réttar. III. Veiðigjöldin sem félögin greiddu fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 eru fengin af vef Fiskistofu Sjávarútvegur - Ávinningur hluthafa var 42 milljarðar króna í fyrra en greidd veiðigjöld námu 5.8 milljörðum. Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni í Grindavík segir gengisstyrkingu krónur koma illa við útgerðirnar og að veiðigjöldin megi ekki hækka. Stjórnmála- flokkarnir togast nú um að fram- tíðarskipulag kvótakerfisins. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Eigendur tuttugu stærstu útgerðar- fyrirtækja landsins fengu rúmlega 36 milljörðum króna meira í ávinn- ing af notkun sinni á aflaheimild- um íslensku þjóðarinnar í fyrra en þeir greiddu ríkinu fyrir afnotin af þessari auðlind. Þetta kemur fram í úttekt Fréttatímans á ársreikn- ingum tuttugu stærstu útgerðarfé- laga landsins í fyrra. Samanlagðar ávinningur eigenda útgerðanna, reiknaður út sem arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum til hluthafa og hækkun eiginfjár þeirra, nam sam- tals rúmlega 42 milljörðum króna á meðan veiðigjöldin sem útgerðirn- ar tuttugu greiddu voru bara rétt rúmlega 5.8 milljarðar króna. Fréttatíminn sagði frá í byrjun október hver hagnaður, arðgreiðsl- ur, hækkun eiginfjár og veiðigjöld sautján stærstu útgerða landsins hefði verið í fyrra. Síðan þá hafa útgerðirnar þrjár sem eftir stóðu af þeim tuttugu stærstu skilað árs- reikningum sínum. Þetta eru Skinn- ey-Þinganes á Höfn í Hornafirði, Vísir í Grindavík og Hraðfrystihús- ið Gunnvör í Hnífsdal. Veiðigjöld þessara 20 stóru útgerða voru lang stærsti hluti þeirra veiðigjalda sem g reidd voru 36 milljarðar í vasa 20 stærstu útgerðanna Skinney-Þinganes borgaði 600 milljóna arð til hluthafa sinna í fyrra en helstu stjórnendur útgerðarinnar á Höfn sjást hér á mynd. Skinney hefur á síðustu árum keypt upp kvóta af öðrum útgerðum, meðal annars útgerðina Auðbjörgu í Þorlákshöfn, og hefur stækkað talsvert. í ríkissjóð í fyrra. Heildarveiði- gjöld fiskveiðiárið 2014/2015 voru 7.7 milljarðar króna en 6.9 millj- arðar fiskveiðiárið 2015/2016. Eitt af fyrstu verkum fráfarandi ríkis- stjórnar Sjálfstæðisf lokksins og Framsóknarflokksins eftir að hún tók við stjórnartaumunum árið 2013 var að lækka veiðigjöldin sem ríkisstjórn Samfylkingarinn- ar og Vinstri grænna hafði komið á. Fiskveiðiárið 2012/2013 námu veiðigjöldin 12,8 milljörðum króna, nærri sex milljörðum króna meira en fiskveiðiárið 2015/2016. Miðað við tölurnar um hagnað útgerðanna og hversu mikið af fé verður eftir inni í þeim eftir greiðslu veiðigjaldanna virðist vera sem út- gerðirnar ættu að geta greitt hærri veiðigjöld. Eiríkur Tómasson, hlut- hafi og framkvæmdastjóri Þorbjarn- ar í Grindavík, segir hins vegar að hann telji veiðigjöldin ekki mega hækka. „Við þurfum að endurnýja bátana hjá okkur sem eru upp und- ir 50 ára gamlir. Við gætum endur- nýjað togarana á 15 árum ef það væru ekki tekin af okkur þessi auð- lindagjöld. Þjóðin sættir sig hins vegar ekki við að fá ekkert greitt fyrir þetta þannig að maður sættir sig bara við það þó ég telji að pen- ingunum væri betur varið öðruvísi. Við erum hins vegar að horfa á 30 prósent styrkingu krónunnar og við getum ekki borgað meira í dag þó maður sætti sig auðvitað við það sem manni er sagt að borga á með- an maður getur það.“ Eitt af því sem stjórnmálaflokk- arnir á Alþingi hafa togast á um í stjórnarmyndunarviðræðum síð- ustu vikna er framtíðarskipulag sjávarútvegsmála og hvernig eigi að taka gjald fyrir notkun útgerð- anna á aflaheimildum. Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð hafa öll talað fyrir upp- boðsleiðinni svokölluðu á meðan Vinstri grænir vilja helst einfald- lega bara hækka veiðigjöldin sem útgerðirnar borga í stað þess að fara í róttækar kerfisbreytingar á kvóta- kerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fráfarandi stjórnarflokkar sem lækkuðu veiði- gjöldin, vilja hins halda fiskveiði- stjórnunarkerfinu og gjaldtökunni fyrir aflaheimildirnar óbreyttri. Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Martein Jóhannesson í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga sautján ára stúlku í september árið 2014. Hann hótaði að raka af henni hár- ið ef hún léti ekki að vilja hans. Það var Barnaverndarnefnd Reykja- víkur sem kærði málið upprunlega til lögreglunnar, en stúlkan hafði þá verði í umsjón barnaverndar frá fimm mánaða aldri. Marteinn, sem hefur ítrekað komist í kast við lögin vegna of- beldis- og fíkniefnamála, nauðgaði stúlkunni eftir að hún kom heim til hans ásamt þremur öðrum mönn- um. Ósætti varð á milli mannanna og Marteins sem varð til þess að hann vísað þeim á dýr. Því næst dró hann stúlkuna óviljuga inn á baðherbergi og hótaði að raka hárið af henni ef hún hefði ekki við hann munnmök. Stúlkan grét á meðan á munn- mökunum stóð, en þegar Marteinn tók eftir því reiddist hann og nauðg- aði henni. Sjálfur neitaði hann sök og sagð- ist ekki hafa hótað henni en viður- kenndi að hann hefði sagt í hálfkær- ingi að hann ætti að raka af henni hárið. Marteinn var síðast dæmdur í átta mánaða fangelsi á síðasta ári fyrir að hafa misþyrmt nítján ára gömlum pilti í Kópavogi ásamt Kristjáni Markúsi Sívarssyni, en mikið var fjallað um málið í fjöl- miðlum, þar sem félagarnir voru sakaðir um að hafa gefið piltinum Barnavernd kærði nauðgun á skjólstæðingi sínum Árásin fékk mikið á stúlkuna sem var í umsjón barnavernd- ar þegar Marteinn nauðgaði henni. Mynd | Getty smjörsýru og rafstuð í kynfærin. Í lok dómsins segir að ráða megi af framburði stúlkunnar að verkn- aðurinn hefði fengið mjög á hana. Vitni sem hafði þekkt stúlkuna um árabil sagði hana hafa grátið mikið þegar hún lýsti því sem gerst hefði, sem væri ólíkt henni þar sem hún léti lítið uppi um líðan sína. Mart- einn er ennfremur dæmdur til þess að greiða stúlkunni milljón í miska- bætur. | vg Líklega munu ríflega 4000 sækja sér aðstoð Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands segir umsóknir líklega verða á þriðja þúsund. Fátækt Líklega fækkar umsókn- um þeirra sem sækja um aðstoð um jólin, samkvæmt tilfinningu hjálparstarfsmanna. Engu að síð- ur má búast við um að á fimmta þúsund umsóknir um aðstoð berist til þriggja helstu hjálpar- stofnananna þessi jólin. „Umsóknum hefur farið fækk- andi hjá okkur, nema reynd- ar á Norðausturlandi,“ segir Vil- borg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og umsjónarmaður innanlandsstarfs kirkjunnar, en síðast voru þær 1450, þar á bak við voru um 4000 einstaklingar. Hún segist ekki hafa neinar skýringar á reiðum höndum hversvegna það hafi orðið lítilshátt- ar fjölgun á umsóknum frá Norð- austurlandi, en segir mikinn mun megi finna á öðrum svæðum, svo sem Reykjanesinu, þar sem at- vinnuleysi fer minnkandi. „Það munar mikið um það,“ segir Vilborg sem segir ástandið nú skárra en það var fyrir örfáum árum, þegar umsóknir voru vel yfir tvö þúsund. Í samtali við Ásgerði Jónu Flosa- dóttur hjá Fjölskylduhjálp Íslands kemur fram að stofnunin hafi gefið 30 þúsund matargjafir á síðasta ári, eða um 2500 í hverjum mánuði sé reiknað meðaltal niður á mánuði. Flestir sækja um aðstoð um jólin og segir Ásgerður að þeir verði lík- lega vel á þriðja þúsund. Þá hefur Mæðrastyrksnefnd þegar fengið um 500 umsóknir, en þar er búist við 1300 umsóknum. Varlega áætl- að má gera ráð fyrir að þessar þrjár hjálparstofnanir fái á fimmta þús- und umsóknir í ár, samanlagt. | vg Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að kæra niðurstöðu áfrýjun- arnefndar samkeppnismála til héraðsdóms. Nefndin snéri úrskurði Samkeppniseftirlitsins 21. nóvember síð- astliðinn en eftirlitið hafði sektað Mjólkursamsöluna um ríflega 400 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Var Mjólkursamsalan meðal annars sektuð fyrir að misnota mark- aðsráðandi stöðu sína. Það gerðu þeir með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, það er hrámjólk, á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar, Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélag þess, fengu sama hrá- efni á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði. | vg Neytendamál Kæra niðurstöðu auglysingar@frettatiminn.is | 531 3310 þann 2. desember Blaðauki um jólaskraut

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.