Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 64
Alla laugardaga Leitin að jólunum í 12. sinn Leitin að jólunum, eftir Þorvald Þorsteinsson og Árna Egilsson, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið var fyrst sýnt árið 2005 og hefur verið sýnt yfir 300 sinnum. Elva Ósk Ólafsdóttir er ein af leikurum verksins í ár. Stjörnu-Sævar í endurprentun áður en fyrsta upplag kom til landsins Útgefandinn hefur ekki séð viðlíka vinsældir á 20 ára ferli. Er ekki gráupplagt að fá sér lögg af glögg? Hægt er að finna heimildir um heitt kryddað vín allt aftur til Rómar til forna. Þessi görugi drykkur gengur undir nöfnum eins og glögg, glühwein og mulled wine og undir fjölmörgum öðrum nöfn- um víða í Austur-Evrópu og Suð- ur-Ameríku þar sem hann er einnig drukkinn á veturna, ekki síst yfir hátíðirnar. Milli landa er glöggin ólík en á það þó sameiginlegt að uppistaðan er heitt vín og krydd. Hér er okkar útgáfa af bragðgóðri glögg sem er dásamlegt að ylja sér með í desember. Jólaglögg 1 flaska rauðvín 3 kanilstangir 3 stjörnuanís 1 ½ tsk. kardimommur 3 msk. saxaðar möndlur ½ appelsína, skorin í sneiðar 2 msk. púðursykur Setjið allt nema appelsínu og púðursykur saman í pott og hitið varlega við meðalhita, ekki sjóða. Bætið púðursykri við í smá- skömmtum, eftir smekk. Hitið í u.þ.b. 15 mínútur, bætið appelsínu- sneiðunum út í síðustu mínúturnar. Berið fram volgt, veiðið kanilstang- irnar, kardimommurnar og stjörnu- anísinn upp úr, ef vill, það er þægi- legra að drekka glöggina þannig. Nýtt fjölskylduspil Út er komin ný og fjölskyldu- vænni útgáfa af spurningaspil- inu BezzerWizzer. Um er að ræða auðveldari útgáfu en þá fyrri sem inniheldur 2000 nýjar spurningar í sextán mismunandi flokkum. Best er að börn leiki á móti full- orðnum þar sem börnin fá að velja úr mismunandi svarmöguleikum en þeir fullorðnu verða að finna réttu svörin upp á eigin spýtur. Sem fyrr geta leikmenn stolið uppáhalds- flokki andstæðinganna, eða svarað spurningum þeirra og sýnt fram á að þeir séu mesti besservisserinn í sinni fjölskyldu. „Þjóðin elskar þennan dreng, það fer ekki á milli mála,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, um Sævar Helga Braga- son, Stjörnu-Sævar, sem sló í gegn á Bókamessunni í Hörpu. Sævar blandar sér nú í jólabóka- flóðið með bók sinni Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. „Honum var ætlað að standa þarna í klukkutíma og kynna bókina en áhuginn var slíkur að hann var alla helgina meðan á messunni stóð. Eins og þið greinduð frá í Fréttatím- anum fengum við fyrstu sendingu af bókum hans með hraðsendingu frá Finnlandi fyrir Bókamessuna. Eftir að við sáum áhugann fórum við strax að skoða mögulega endur- prentun með hraði, þrátt fyrir að fyrsta upplag væri í raun ekki komið til landsins. Pappírinn var því miður uppurinn í landinu en við fund- um svipaðan pappír með aðstoð prentarans og náðum því að staðfesta endurprentun sem kem- ur hingað fyrir jól. Það hefur ekki gerst á 20 ára ferli mínum í útgáfu að pöntuð hafi verið endur- prentun áður en fyrsta prentun er komin í búðir,“ segir Egill Örn. Endurprentunin verður fjögur þúsund eintök og heildarupplag Stjörnu- Sævars verður því komið á tíunda þúsund eintök. Stjörnu-Sævar hefur hrifið þjóðina með sér í áhuga á alheiminum og sá áhugi sést í vinsældum nýrrar bókar hans. Hellishólar Má bjóða þér að halda árshátíð - afmæli - ndarboð eða einhvern fögnuð? Fáðu tilboð hjá okkur í síma 487 8360 eða sendu okkur línu og við svörum innan 24 tíma hellisholar@hellisholar.is Við bjóðum upp á frábæra gistingu á Hellishólum. Hótel Eyjafjallajökull 18 herbergi Hellishóla gistiheimili 15 herbergi 2 veitingasalir með skjávarpa og hljóðkerfi 24 sumarhús šlvalið til ndarhalda eða annara samkvæma. Kynntu þér okkar frábæra vetrarverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.