Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 26.11.2016, Síða 24

Fréttatíminn - 26.11.2016, Síða 24
Jól á slökkvistöð „Pabbi vann vaktavinnu í slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli þegar ég var lítil stelpa og þurfti stundum að vinna á jólum. Í stað þess að við myndum hanga einar heima um jólin (þetta var áður en systkini mín komu í heiminn) ákvað mamma ein jólin að renna í Reykjavík og vera á aðfangadagskvöldi með systur sinni og henn- ar fjölskyldu. Veðrið var slæmt en við vorum á eðal Ford Bronco og lögðum á Reykjanesbrautina. Ferðin sóttist hægt, blindbylur og læti og við lúsuðumst áfram í kófinu. Við Straumsvík fór allt í strand. Broncoinn pikkfastur og útlit fyrir að við myndum eyða aðfangadagskvöldi í Bronco á brautinni! En sem betur fer var okkur komið í skjól í slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Þar eyddum við svo aðfangadagskvöldi með þeim sem voru á vakt, úðuð- um í okkur Machintosh og skoðuðum slökkvibíla. Þegar líða fór á nóttina rættist úr og við komumst til frænku í Reykjavík. Þessi jól reyndust svo eftirminnileg að nú, rúmum 40 árum síðar, man ég þetta kvöld í smáatriðum og brosi í kampinn.“ Hulda G. Geirsdóttir dagskrárgerðarkona 24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Jólaflóðhestar „Mín jól eru föst í forminu og ég hef aldrei verið sérlega ævintýragjarn í jólahaldi. Ég fer bara vestur á Ísafjörð og svo bara byrjar að snjóa. Í mesta lagi fer rafmagnið. Við erum hins vegar mikil piparkökufjölskylda og tök- um piparkökugerð alvarlega. Ein saga varpar ljósi á það hvernig öðruvísi jólahefðir verða til. Fyrir piparkökurn- ar notuðum við alltaf sömu formin, sum voru eiginleg kökuform en önnur komu úr leirdóti og rötuðu inn í eld- hús. Hjá okkur bjó Jónas, frændi minn frá Akureyri, einhleyp- ur maður um þrítugt þegar ég var á unglingsaldri. Hann var búinn að búa hjá okkur í fimm ár og borða piparkökur öll jól þegar hann spurði allt í einu upp úr þunnu hljóði: „Af hverju í ósköpunum búið þið til jóla- flóðhesta?“ Við sprungum úr hlátri en þá hafði flóðhestaform úr leirdótinu ratað í piparkökugerðina en enginn mundi hvernig eða hvers vegna. Eftir þetta var öllum öðrum formum lagt og eftir það bara gerðir jólaflóðhestar, heill her af þeim.“ Greipur Gíslason verkefnastjóri Alls konar jól og ekki alltaf gleðileg Aðventan er hafin, svo blikkum við nokkrum sinnum augum og það koma jól. Hátíðin eru fastmótuð í hugum okkar flestra. Þegar þau ganga í garð á allt að vera komið í fastar skorður. Í gegnum árin tökum samt eftir því að jólahaldið þróast hjá okkur og einstaka sinnum getur eitthvað farið úrskeiðis. Fréttatíminn fékk nokkrar sögur af alls konar á jólum. Þessi húseigandi er líklega með allt á hreinu um jólin, en samt veit maður aldrei. Óperujól „Jól fjölskyldunnar hafa oft verið erlendis. Afslátturinn af kröfun- um var mikill jólin 2007 þegar ég þurfti að syngja í óperunni „Meist- arasöngvararnir frá Nürnberg“ í Halle í Þýskalandi. Það reyndist erfitt að finna íbúð fyrir okkur og að lokum fannst lítil kytra með nægilega mörgum rúmum fyrir fjölskylduna. Á aðfangadagskvöld var lítið ferðagervijólatré í stað glæstra lifandi trjáa fyrri ára, enginn ham- borgarhryggur þar sem enginn var ofninn í eldhúsinu og sjálfur varð ég að fara varlega í jólamatinn því daginn eftir beið mín aðalhlutverk í fimm klukkutíma óperusýningu. Þrátt fyrir þessa annmarka tókst okkur að eiga gott aðfangadags- kvöld en ég get vel játað að jóla- dagur var ekki sá léttasti sem ég hef lifað, enda er Wagner enginn léttavara. Drengirnir þrír, sem þá voru 7, 9 og 13 ára, virtust áhugasamari um óperuna en við áttum von á. Þeim var boðið að mæta og horfa á fyrsta þátt en gætu síðan farið í íbúðina til að njóta gjafanna sinna. Þeir vildu ekki fara heim eftir fyrsta þáttinn og sátu alla fimm klukkutímana og tuttugu mín- úturnar og fylgdust með pabba sínum þjösnast í gegnum hlutverk Walters von Stolzing.“ Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari Trjálaust í Aix „Ég hef líkast til verið 10 að verða 11 ára og bjó þá í Aix en Provence, mamma var í doktorsnámi og námslánin komu mjög seint þetta ár. Þau komu reyndar svo seint að við komumst ekki í að kaupa jóla- tréð fyrr en á aðfangadag. Eitthvað var orðið lítið um jólatré í borginni en mamma brá á það ráð að taka leigubíl milli jólatrésala. Við þræddum bæinn en fengum ekki tré og leigubílstjórinn var farinn að finna til með okkur. Við komum seint heim og jólatrélausar. Í minn- ingunni voru þetta ömurleg jól, ég komst aldrei almennilega í jólaskap og jólin í Frakklandi voru, miðað við íslensku jólin sem ég hafði upp- lifað árinu áður, mjög óhátíðleg.“ Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir verkefnastjóri Hangikjötið dýra „Eins og fleiri sem ólust upp á landsbyggðinni man ég vel þegar raf- magnið fór oft á aðfangadag í gamla daga. Ég er alin upp í Ólafsvík og þetta gerðist þegar síst skyldi rétt áður en allt varð heilagt. Vatnið var hitað með rafmagni þannig að jólabaðið var stundum kalt. Síðar vorum við búsett á sveitabæ á Jótlandi. Í næsta húsi bjuggu eldri bændahjón sem voru dálítið eins og afi og amma barnanna. Við fengum, eins og fleiri Íslendingar, sendingu með alls konar góðgæti að heiman fyrir jólin. Þar var auðvitað hangikjót sem við vorum mjög spennt fyrir að borða og vildum leyfa bændahjónunum góðu að njóta með okkur. Við bjuggumst við því að þau yrðu himinlifandi en þetta voru pen hjón sem samt áttu erfitt með að leyna því að þeim fannst hangikjötið alls ekki gott. Mér þótti þetta hundfúlt og ákvað að bjóða óvönum aldrei aft- ur upp á svona fínirí, dauðsá eftir þessu dýrmæta hangikjöti. En þetta segir manni að það er ekki svo sjálfsagt að færa hefðirnar milli landa.“ Rakel Sigurðardóttir þjónustufulltrúi lÍs en ku ALPARNIR s Erum flutt í Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Opið föstudaga 10-18 og laugardag 11-15 BLACK FRIDAY 25% afsl. af öllum vörum í verslun 50% afsl. af völdum skóm og bakpokum Erum flutt í Ármúla 40

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.