Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016
Á Hrafnistu í Hafnarfirði taka bæði
íbúar og aðrir bæjarbúar, sem
koma þangað í dagvistun, þátt í
skipulögðu íþróttastarfi sem þar fer
fram. Íþróttakennarar, iðjuþjálfar,
sjúkraþjálfarar og annað aðstoðar-
fólk sinnir þjálfuninni sem að sögn
Helenu Jónasdóttur íþróttakennara
er ekkert „dúllerí“ þrátt fyrir háan
aldur iðkenda. Þeir eru á aldrinum
70-103 ára.
„Það er þvílíkur munur á því fólki
sem stundar leikfimina með okk-
ur. Það er magnað að fylgjast með
því. Margir sem koma í dagvistun
hafa kannski verið heima lengi og
ekki haft mikið að gera. Þeir hafa
hreyft sig lítið, svo kemur það hing-
að í starfið til okkar þrisvar í viku,
er innan um annað fólk, ræðir mál-
in og æfir sig á fjölbreyttan hátt.
Það styrkist mjög fljótt, jafnvægi
eykst, fólk slasast síður, það yngist
og hressist og getur þar af leiðandi
búið lengur heima hjá sér,“ segir
Helena sem sannarlega hefur séð
jákvæða breytingu á líðan fólks á
þeim 15 árum sem hún hefur sinnt
starfi sínu á Hrafnistu. „Þrátt fyrir
að hér búi veikt fólk, eru allir svo
hressir að biðlistarnir til að kom-
ast að hér á Hrafnistu bara lengj-
ast og lengjast,“ segir Helena glöð
í bragði.
Stuð í sundi
Íþróttastarfið fer meðal annars
fram í vel útbúnum tækjasal og í
heitri sundlaug auk þess sem úti-
ganga og pútt er stundað yfir sum-
artímann. „Sundlaugin er góð til
að teygja á fólki og aðstoða þá sem
eru vatnshræddir. Margir hafa ekki
farið í sund síðan þeir voru ósynd
börn. Ég fer ofan í með þeim og geri
æfingar og aðstoða. Svo er ég með
vatnsleikfimi 4 sinnum í viku. Um
jólin er svo sérstakt sérrísund þar
sem við fáum einhverja fræga til að
syngja á meðan vatnsleikfimin er í
gangi. Þá flýtur sérrí og konfekt um
á bökkum í lauginni og það er fullt
af áhorfendum og allir dansa og
syngja. Raggi Bjarna og Þor geir Ást-
valds koma fyrir þessi jól og það er
mikill spenningur fyrir því og búist
við um 100 manns í sundlaugina.“
Helena ásamt íbúum á Hrafnistu. Myndir | Rut
Engin „geymsla“ fyrir eldra fólk
Biðlistar á Hrafnistu
í Hafnarfirði lengjast
og lengjast því
fólkið sem þar býr
stundar margskonar
líkamsrækt og lifir
lengur fyrir vikið.
Helena Jónasdóttir
íþróttakennari segir
sérrísundið um jólin
og hjólastólaballið
sérstaklega vinsælt.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
ritstjórn@frettatiminn.is Í hverri viku kemur zumba danskennari sem kennir „brjálaðan dans“ að mati
fólksins á Hrafnistu sem þó fyllir ávallt tímann.
Matartíminn
Allt um hátíðamatinn
auglysingar@frettatiminn.is | gt@frettatiminn.is | 531 3300
Matartíminn
Þann 17. desember