Fréttatíminn - 26.11.2016, Blaðsíða 56
Morgunn
Það jafnast ekkert á við að vakna vel
sofinn á laugardagsmorgni, fara fram
úr og laga kaffi og ná í blöðin sem
liggja í pósthólfinu þínu frammi
á gangi. Vertu viss um að þú
eigir gott súrdeigsbrauð
sem þú getur borðað í
morgunmat með osti
eða jafnvel eggjum.
Hádegi
Nú eru prófin víst á næsta leiti
og þó þú hafir ekki farið beint að
læra í morgun þá er það allt í lagi.
Komdu þér bara hægt og rólega
í gírinn. Þó þér finnist prófatím-
inn þungbær þá muntu líta til
baka seinna og hugsa:
æ, þetta var svo góður
tími. Njóttu þess að læra.
Kvöldmatur
Taktu þér pásu frá lær-
dómnum og eldaðu
mat sem krefst fyllstu
einbeitingar svo þú
gleymir þér alveg. Lasagna
eða ítalskt rísottó er gott á dögum sem
þessum. Kíktu svo niður í bæ og fáðu þér
einn drykk með einhverjum sem fær til
þig til að hlæja hátt. En bara einn drykk.
LAUGAR-
DAGS
ÞRENNAN
Fólkið mælir með…
Kristín Anna
Guðmundsdóttir
Teiknimynd: Um þess-
ar mundir er Zootopia
í miklu uppáhaldi
hjá mér. Þarna tekst
þeim hjá Disney að
blanda barna- og full-
orðinshúmor virkilega vel saman.
Útiflík: Það er nú ekkert annað en
íslenska ullin.
Heitur drykkur: Vanalega finnst
mér best að fá mér cappuccino en
núna fyrir jólin er ægilega gott að
stoppa í Te og kaffi og fá sér einn
jóladrykk. Þar er Grýla í miklu
uppáhaldi.
Sigríður María
Lárusdóttir
Teiknimynd: Ég hef
aldrei verið mikið fyrir
þessar týpísku teikni-
myndir en hef hins vegar alltaf
dýrkað Mr. Bean og komst í feitt á
sínum tíma þegar ég uppgötvaði
teiknimyndaseríu frá Herra Baun.
Ekkert tal og topp húmor, svo ein-
falt og hressandi.
Útiklæðnaður: Í þessum kulda mæli
ég með fóðruðum leðurskóm, hlýir
og smart, við góða stóra úlpu eða
kápu. Stór ullartrefill eða feldur
um hálsinn er næs og nettir belg-
vettlingar. Á kollinn vinn ég frekar
með hettur en húfur, minna press-
að hár – meiri hamingja.
Heitur drykkur: Te er dásemdar-
drykkur. Revitalise frá Pukka með
smá mjólkurdreitli út í hefur verið
í miklu uppáhaldi upp á síðkastið.
Hlakka líka til að fá mér chai latte
á kósí kaffihúsi í miðbænum í
jólastemmaranum. Kanill og negull
eru jólin í drykkjarformi fyrir mér.
Björk Viðarsdóttir
Teiknimynd: Ég mæli
með nær öllum Studio
Ghibli teiknimyndun-
um, en uppáhaldið
mitt er Howls Mov-
ing Castle. Myndin er
mjög sjónræn, og hefur
verið talsett á ensku af frábærum
leikurum.
Útiklæðnaður: Þegar kalt er í
veðri og stormur úti er gott að
eiga góða úlpu. Þó mín sé sjö ára
þá sjást árin varla á henni og ég
hlakka til þegar það fer að koma
vetur.
Heitur drykkur: Te er að koma
mjög sterkt inn hjá mér á þessu
ári og einn koffínlaus bolli á
kvöldin róar mann niður fyrir ljúf-
an svefn.
Nýjar umbúðir
sömu gæði
Spirulina BLUE
P e r f o r mance
Heilbrigð lífræn lausn full
af næringarefnum, gefur
góða orku og einbeitingu
allan daginn.
Þreyta, streita
og orkuleysi?
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30
FÖSTUDAG, LAUGARDAG & SUNNUDAG
25.-27. NÓVEMBER
30%
af ÖLLUM
jólavörum og jólaljósum
30%
af ÖLLUM mottum
40%
af ÖLLUM púðum
60%
af STOOL fellikoll
40%
af VÖLDUM
sængum og koddum
30%
af ÖLLUM kertum
FRIDAY-helgi
30-60%
SPARAÐU
af völdum vörum