Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Hótelkeðjurnar hafa hagnast um allt að tvo milljarða króna Ólafur Torfason rekur eina stærstu og arðbærustu hótelkeðju landsins, Íslands- hótel, en lífeyrissjóðir komu inn í fyrirtækið árið 2015. Grand hótel Reykjavík er eitt af hótelum fyrirtækisins. Hagnaður nokkurra hótela á Íslandi frá 2010 til 2016 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Samtals Arður Íslandshótel 100.035 170.050 222.886 379.255 550.954 613.074 2.036.254 432.000 KEA hótel 37.056 99.464 86.095 139.152 136.349 263.172 761 288 363.500 Hótel Rangá 194 75.579 171.519 104.550 92.783 56.615 501.497 227.000 Miðbæjarhótel/Centerhótels ehf. -356.980 479.033 39.480 87.930 45.979 148.865 444.307 0 Icelandairhotels 152.956 -213.27 -71.247 -24.654 116.039 -23.852 -64.028 0 *Hagnaður í þús. króna Ferðaþjónusta Íslandshótel er sú hótelkeðja sem skilað hefur mestum hagnaði í ferðamanna- góðærinu á Íslandi frá árinu 2010. Rekstur Hótel Rangár hefur geng- ið ævintýralega og skilað rúmum hálfum milljarði í hagnað. Friðrik Pálsson segir ómögulegt fyrir hótelin í landinu að lækka hjá sér verð á gistingu út af sterku gengi krónunnar. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Ríflega tveggja milljarða króna hagn- aður hefur verið á rekstri Íslandshót- ela, einnar stærstu hótelkeðju lands- ins, síðastliðin sex ár. Mestur var hagnaður fyrirtækisins í fyrra, eða ríflega 613 milljónir króna. Hagnað- ur hótelkeðjunnar hefur farið hækk- andi á liðnum árum, var tæplega 223 milljónir árið 2012, nærri 380 millj- ónir 2013 og ríflega 550 milljónir króna árið 2014. Íslandshótel eiga og reka sautján hótel um allt land, meðal annars Grand Hótel í Reykjavík og Fosshót- elkeðjuna. Stærsti eigandi Íslands- hótela er Ólafur Torfason með tæp 75 prósent en fjárfestingarfélag líf- eyrissjóðanna, sem er í stýringu hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu, kom inn í hluthafahópinn í fyrra og á 22 prósenta hlut. Talsverð umræða hefur ver- ið í íslensku samfélagi síðastliðna mánuði að verðlag á þjónustu og vörum, sem miðað er við ferða- menn, sé orðið allt of hátt. Vefsíð- an túristi.is sagði til dæmis frá því þann 10. desember síðastliðinn að samkvæmt samanburði vefsíðunnar trivago.com sé hótelgisting í Reykja- vík sú þriðja dýrasta í Evrópu, á eft- ir Monte Carlo í Mónakó og Genf í Sviss. Meðalverðið fyrir tveggja manna herbergi í Reykjavík er 23 þúsund krónur nóttin í desember. Þann 10. desember sagði vísir.is frétt um bresk hjón sem kvörtuðu mjög undan verðlaginu á Íslandi og sögðu þau að þeim hefði liðið eins og þau væru á valdi fjárkúgara hér á landi. Spurningin sem vaknar er eðlilega sú hvort þessi þróun muni leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins ef þessi styrking krónunn- ar heldur áfram. Ársreikningar Íslandshótela sýna ágætlega þá uppsveiflu sem verið hefur hjá fyrirtækjum í ferðamanna- iðnaðinum á Íslandi. Fyrirtækið var með tekjur upp á nærri 6,9 milljarða í fyrra, á eignir upp á 26 milljarða króna og skuldar 16 og var með rúm- lega 500 starfsmenn í vinnu. Félagið borgaði út 200 milljóna króna arð til hluthafa árið 2014 og ráðgerði að greiða út 100 milljóna arð í ár. Ársreikningar ýmissa annarra hótela á Íslandi segja svipaða sögu og ársreikningar Íslandshótela þó hagnaðurinn sé ekki jafn mikill. Þannig hefur tiltölulega lítið fyrir- tæki eins og Hótel Rangá við Hellu á Suðurlandi – starfsmannafjöldinn er um 50 eða um 1/10 af starfsmönn- um Íslandshótela – skilað ríflega 501 milljóna króna hagnaði frá 2010 til 2015. Langstærsti hluthafi þessa fyr- irtækis er Friðrik Pálsson með tæp- lega 83 prósent. Á sama tímabili hafa 227 milljónir króna verið greiddar út í arð til hluthafa eða nærri helming- ur hagnaðarins auk þess sem hótel- ið hefur keypt hlutabréf í sjálfu sér af hluthöfum. Miðað við eignarhald Friðriks á hótelinu í dag þá hefur hann fengið rúmlega 188 milljónir króna af þessum arði. Friðrik segir aðspurður að um- ræða um hátt verð á hótelgistingu á Íslandi, eins og til dæmis á vefsíðu Trivago, sé villandi að því leytinu til að verði í íslenskum krónum sé breytt í erlendar myntir til sam- anburðar. Vegna styrkingar krón- unnar þá sé verðið í erlendum myntum hærra jafnvel þó hótel- eigandinn hafi ekki hækkað verðið í íslenskum krónum. Friðrik seg- ir að í sínu tilfelli þá gefi hann upp verð á gistingu hjá sér í erlendum myntum en ekki í krónum og fyrir hann lækki því verðið á gistingu í krónum talið þegar krónan styrk- ist. „Þó Íslendingar hækki verðið ekki neitt verður verðið alltaf hærra fyrir ferðamanninn. Það hefur ekk- ert lækkað í aðföngum sem heitið getur fyrir hóteleigandann. Hótel- eigandinn er líka að taka á sig 12 til 15 prósenta launahækkun í krón- um talið. Til þess að hægt væri að lækka verð í íslenskum krónum þá þarf eitthvað annað að lækka á móti. Þessar forsendur eru ekki staðar.“ Aðspurður um hvort hann sé að selja sína þjónustu fyrir of hátt verð, miðað við hagnaðartölur og arðgreiðslur út úr Hótel Rangá, seg- ir hann: „Nei, ég er ekki að selja þjónustu of dýrt. Það þarf stöðugt að vera að bæta í, fjárfesta meira, bæta gæði því það eru stöðugt vax- andi kröfur. Það er eins með ferða- þjónustuna og sjávarútveginn og allar aðrar atvinnugreinar: Til þess að þær geti vaxið og dafnað þá þarf að ganga vel. Bisniss sem ekki geng- ur vel hefur ekki tök á að borga góð laun eða standa undir eðlilegri upp- byggingu.“ Friðrik Pálsson, sem rekur Hótel Rangá við Hellu, segir að það sé ómögulegt að hótel- eigendur lækki hjá sér verðið þegar krónan styrkist svo mikið eins og raunin er nú. Snæbjörn ákærður Lögreglumál Snæbjörn Stein- grímsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Smáís, áður Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur verið ákærður af héraðs- saksóknara. Snæbjörn var kærður af stjórn Smáís til sérstaks sak- sóknara árið 2014 vegna meintra brota sem stjórnin taldi að hefðu viðgengist í fjölmörg ár. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Smáís var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir rúmlega tveimur árum. Við gjaldþrotaskipti kom fram að ástæða skiptanna var meint brot Snæbjarnar en hann var fram- kvæmdastjóri samtakanna á árun- um 2007 til 2014. RÚV greindi frá því árið 2014 að stjórn samtakanna hefði staðhæft í gjaldþrotaskipta- beiðni að ársreikningar félagsins hefðu verið falsaðir og bókhald van- rækt um árabil. Jafnframt var stað- hæft að opinberum gjöldum hefði ekki verið skilað með réttum hætti. Stjórnin sagði auk þess að samtökin hefðu ekki talið fram til skatts frá árinu 2007. Samkvæmt gjaldþrota- beiðni kom þetta fram við fram- kvæmdastjóraskipti í samtökunum haustið 2014. Allt þetta hafi leitt til þess að fé- lagið hafi orðið ógjaldfært. Félag- ið var að lokum lagt niður og nýtt félag, Frísk, Félag rétthafa í sjón- varps- og kvikmyndaiðnaði tók við gæslu hagsmuna rétthafa. Ákæran á hendur Snæbirni fæst ekki afhent þar sem birtingu henn- ar er ekki lokið. Málið verður þing- fest 21. desember næstkomandi. Saksóknari í málinu, Ásmunda Björg Baldursdóttir, kvaðst ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi. Ákærður af héraðssaksóknara. Dómsmál Fyrirtaka er fyrirhuguð í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Landsbankinn sækir mál gegn trúboðsstöðinni Omega og hjónunum sem eiga reksturinn. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það er verið að þjarma að þeim,“ segir Sveinn Skúlason, lögmaður Omega Kristniboðskirkju og hjón- anna Eiríks Sigurbjörnssonar og Kristínar Kui Rim, sem eiga og reka sjónvarpsstöðina Omega, sem sjón- varpar boðskap Krists allan sólar- hringinn. Málið varðar í raun mynt- körfulán sem var tekið fyrir hrun og stökkbreyttist eftir að krónan hrundi. Rekstrartekjur stöðvarinn- ar eru í raun eingöngu frjáls fram- lög áhorfenda, og því má segja að þarna sé um viðkvæman rekstur að ræða sem má illa við áföllum. Sveinn segir það í raun afrek hjá hjónunum að hafa náð að byggja upp sjónvarpsveldi sitt, enda verið að í yfir tuttugu ár. Þá er óhætt að fullyrða að Omega sé eina íslenska sjónvarpsstöðin sem hefur farið í útrás, en Omega má einnig finna í Noregi og Bretlandi. Sveinn segir Landsbankann hafa sýnt af sér óbilgirni, en samningar náðust um skuldir stöðvarinnar, sem stökkbreyttust í hruninu, á síð- asta ári. Vandinn var þó að veðleyfi fékkst ekki, sem gerði það að verk- um að bankinn setti eldri skuldir í innheimtu, svo úr urðu tvö dóms- mál. Annað þeirra hefur þó verið samið um, en hitt verður tekið fyr- ir í dag. „Við erum hinsvegar að ná lendingu varðandi seinna dóms- málið núna,“ segir Sveinn sem bæt- ir við: „Bankinn var ansi óvæginn, eins og hann gekk nokkuð harka- lega gegn mörgum fyrirtækjum og einstaklingum eftir hrun.“ Aðspurður hversu háar upphæðir sé deilt um, segist Sveinn ekki hafa heimild til þess að upplýsa um það. Hann áréttar hinsvegar að sjón- varpsstöðin hafi gengið lengi, hún sé rekin með lágmarksfjölda starfs- manna, „og á margan hátt er ótrú- legt hvað þeim hefur tekist að halda þessu gangandi,“ bætir hann við. Landsbankinn þjarmar að Omega Eiríkur Sigurbjörnsson hefur predikað á Omega í yfir 20 ár og rekið ásamt eigin- konu sinni. Innanhúskönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skart- gripum sem hurfu úr hirslum hennar bar engan árangur. Héraðs- saksóknari rannsakar lögregluna vegna málsins en lögregla lagði hald á téða skartgripi við rannsókn á máli Viðars Más Friðfinns- sonar, fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Viðar kærði lögreglu til héraðssaksóknara í september þegar það kom í ljós, við þingfestingu máls gegn honum vegna meiriháttar skattalagabrota, að skartgripirnir fundust ekki þegar héraðssak- sóknari hugðist verðmeta þá. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fór fyrir inn- anhúskönnun á málinu. Viðar Már var ákærður fyrir meiriháttar skattalagabrot og fer aðalmeðferð í málinu fram í maí á næsta ári. Lögregla lagði hald á ýmis verðmæti við rannsókn málsins svo sem vörubíla, reiðufé, bát, fasteignir og umrædda skartgripi sem voru haldlagðir á heimili Viðars í október árið 2013. Verðmæti skart- gripanna hleypur á milljónum króna en um er að ræða Rólex-úr, hringi og hálskeðjur. | hjf Finna ekki skartgripina Lögreglumál GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA www.weber.is WEBER Q 2200 og Q 3200 eru komin í verslanir

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.