Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 30
Þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum,
klæðningum og einingum
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
styrkur - ending - gæði
HÁGÆða DaNSKar
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15
heillandi. Það var sérstakur iðnað-
ur í kringum þessa tækni en það var
ekki alltaf talað mikið um tæknina.
Þessir listamenn komu ekki fyrir í
„kredit-listanum“. Þetta fór dálítið
leynt og menn vildu ekki gefa upp
hvernig brellurnar voru gerðar.“
Blómamyndir
Heiti sýningarinnar, Simulcra,
merkir eftirmynd. „Það sem mér
finnst svo heillandi við þessa tækni
er að hún er svo einföld. Málaðri
glerplötu er stillt upp frami fyrir
rýminu þar sem sjónhverfingin á að
eiga sér stað og síðan er tekin mynd
af henni. Þannig blandast veruleiki
og blekking saman. Það er allt bogið
við þetta og verkefnið er eiginlega
ómögulegt. Að láta hlutina svífa
og taka út burðarvirki. Hins vegar
er það augnablikið þegar þú horf-
ir á myndina og ákveður að trúa
henni sem ég hef sérstakan áhuga
á. Áhorfandinn býr lygina til.“
Annar þáttur í verkunum eru
blómamyndir og uppstillingar, sem
samkvæmt aldagamalli hefð raðast
neðar í stigveldi listanna en lands-
lag og mannamyndir. „Fólk segir
enn með nokkrum hneykslunar-
tóni: „Hvað, ertu að mála blóm?“
Hollenskar blómamyndir fyrri alda
hafa heillað mig, ekki síst eftir að
ég áttaði mig á því hve rækilega
þær voru samsettar. Í þeim voru
blóm saman á mynd sem blómstr-
uðu á sitt hvorum árstímanum og
málarar unnu þessar myndir út frá
skissum. Þarna í þessum raunsæju
blómamyndum var samt ákveðið
óraunsæi á ferðinni. Uppstillingarn-
ar fjalla engu að síður um líf, dauða
og tímann, sem eru auðvitað grund-
vallaratriði í allri mannlegri skynj-
un og vitanlega oft í listinni líka.“
Persónuleg sýning
„Ég er bara á mörgum stöðum í
einu,“ segir Elín Hansdóttir þegar
hún er spurð að því hvort hún geri
út frá Reykjavík eða Berlín nú til
dags, en í Berlín bjó hún lengi og
hafði bækistöð. Síðustu þrjú og
hálft ár hefur hún hins vegar eink-
um stundað list sína hér á landi.
„Mér líkar ágætlega að vera hér
en aðstæður hafa breyst. Ég er
orðin móðir. Drengurinn minn
er þriggja og hálfs árs, en ég gekk
með tvíbura og annar drengjanna
vaknaði aldrei. Í framhaldi af slík-
um atburðum fer maður að hugsa
meira um hringrás lífsins og það
hefur sín áhrif á hugsun manns og
auðvitað verkin líka. Þessi sýning
er þannig persónulegri en margar
aðrar, þó það skipti kannski ekki
máli fyrir hinn almenna áhorfanda,
heldur bara mig. Það er sérstakt að
komast í svona náin tengsl við líf og
dauða og það hefur auðvitað áhrif á
mann,“ segir Elín.
Fyrir Elínu er mikilvægt að taka
áhættu í verkum sínum. Hún hefur
í mörgum verka sinna smíðað flókn-
ar innsetningar inn í rýmið en þessi
sýning virðist lágstemmdari en
mörg fyrri verk hennar en hún seg-
ist samt alltaf vilja ögra sjálfri sér.
„Ég upplifi það alltaf að ég sé að
hoppa út í djúpu laugina þegar ég
sýni ný verk og í þessu tilfelli finnst
mér ég eiginlega vera að hoppa út í
Atlantshafið í stormi og í myrkri. En
það er það sem er skemmtilegt við
þetta. Það er ekkert öruggt í mynd-
list.“
30 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016
Svífandi blóm og fallin súla
„Það er augnablikið þegar þú
horfir á myndina og ákveður að
trúa henni sem ég hef sérstakan
áhuga á,“ segir Elín Hansdóttir.
„Áhorfandinn býr lygina til.“
Myndir | Rut
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Elín Hansdóttir er ljómandi ánægð
með að blaðamaður skilur ekki mik-
ið þegar hann stígur inn úr rign-
ingunni og inn í rýmið í i8 galleríi
við Tryggvagötu til að líta nýjustu
verk hennar augum. Nýjasta sýning
listakonunnar, Simulcra, er komin
upp á veggina. Á myndunum getur
að líta blómvönd sem svífur í lausu
lofti í sal gallerísins. Það eru nokkr-
ar útgáfur af sömu blómunum, sem
virðast þorna og hrörna meir og
meir á hverri mynd. Blómin virð-
ast svifa á sama stað og burðarsúlan
í salnum, sem hefur verið þurrkuð
út. Burðarvirkinu hefur þannig ver-
ið skipt út fyrir blóm.
Tækni frá Hollywood
„Ég er alltaf ánægð þegar fólk þarf
að íhuga og velta fyrir sér skynj-
un sinni frammi fyrir verkunum
mínum,“ segir Elín. „Hér er ég að
nota gamla aðferð sem var not-
uð í kvikmyndum fyrri tíma og
reyndar nokkuð lengi fram eftir
í Hollywood. Á ensku heitir þetta
ýmist „matte painting“ eða „glass
painting“ en þar var glerplötum
stillt upp fyrir framan stöðuga
kvikmyndavél en á glerplöturnar
var málað mjög raunsæislegt mál-
verk sem gegndi því hlutverki að
bæta við atriðum, landslagi eða
arkitektúr, inn í sjónramma mynda-
vélarinnar. Þessa tækni nota ég hér
til að breyta rýminu, þurrka út eina
súlu og láta blóm svífa.“
Elín segir að í kvikmyndum fyrri
ára hafi tæknin oft verið notuð til
að spara peninga, til dæmis í kvik-
myndaframleiðslu á heimsstyrjald-
arárunum, en tæknin kom lengi
við sögu í Hollywood, til dæmis í
upprunalega StarWars þríleiknum.
„Þessi tækni gerði mönnum kleift
að búa til umhverfi sem var óhugs-
andi að smíða og það finnst mér
Í nýrri og
persónulegri
sýningu í i8 galleríi
nýtir Elín Hansdóttir
sér myndbrellutækni
sem var notuð
áratugum saman
til að gabba augað í
Hollywoodmyndum.
Upp vakna
spurningar um
skynjun okkar, líf og
dauða og framgang
tímans.
„Þessi tækni gerði
mönnum kleift að búa
til umhverfi sem var
óhugsandi að smíða og
það finnst mér heillandi.
Það var sérstakur iðnaður
í kringum þessa tækni en
það var ekki alltaf talað
mikið um tæknina. Þessir
listamenn komu ekki fyrir
í „kredit-listanum“. Þetta
fór dálítið leynt og menn
vildu ekki gefa upp hvern-
ig brellurnar voru gerðar.“