Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 46
Súkkulaði úr Vínberinu gleður og kætir Landsins mesta úrval af súkkulaði. Unnið í samstarfi við Vínberið Verslunin Vínberið var stofnuð árið 1976 og hefur verið við Laugaveg 43 alla tíð. Í upphafi var verslun- in rekin sem matvöruverslun og rekur nafn sitt til vínberja sem þá voru fátíð sjón í búðum. Eftir að lágvöruverslanir komu á markað- inn, breyttust forsendur til rekstr- ar kaupmannsins á horninu og ákvað eigandinn, Logi Helgason, að breyta búðinni í sérvöruversl- un með konfekt og sælgæti. Á 40 ára afmæli verslunarinnar, sem var í apríl á þessu ári, tók næsta kyn- slóð við búðinni og er hún nú í eigu sonar Loga og tengdadóttur, Guð- rúnar Völu Davíðsdóttir, sem rekur verslunina. Sífellt eitthvað nýtt í boði Sérgrein Vínbersins í dag er, eins og flestum er kunnugt, súkkulaði af öllum gerðum. „Við leggjum mikið upp úr því að eiga eitthvað fyrir alla, hvort sem það er mælt í inni- haldi, magni, gæðum eða verði og erum við sífellt að reyna að bæta við okkur nýjungum,“ segir Guðrún Vala. Í Vínberinu ná súkkulaðistafl- arnir til lofts og þar er lítið mál að fá valkvíða af bestu sort. Til að mynda má þar finna landsins mesta úrval af súkkulaðiplötum. „Við setjum það upp í nokkurs konar „bóka- safn“. Þar er hægt að nálgast hvítt-, mjólk- ur-, dökkt- og súkkulaði með áferð eða innihaldi, frá flestum af þekktari merkjum í heiminum í dag, meðal annars Godiva, Neu- haus, Venchi, Lindt, Belgian og fleira,“ segir Guðrún. Súkkulaðibakki hinn nýi eftirréttur Nýjung í Vínberinu er sér- valið úrval af súkkulaðiplöt- um „frá baun til plötu“. „Vinir okkar hjá Cocoa Runners í Bretlandi hafa sett þetta saman. Þar er gíf- urlegt úrval af hand- verkssúkkulaði þar sem kakóbaunin er rakin frá bónda, vinnsluaðferð- ir eru í hávegum hafðar og inni- haldslýsing í flestum tilfellum 2-3 orð. Þetta eru súkkulaðiplötur frá öllum heiminum meðal annars Akesson frá Madagaskar, Friis Holm frá Danmörku, Dandelion og Dick Tayolor frá Bandaríkjunum, Hoja Verde í Ekvador, Marou frá Víetnam, Pump Street Bakeri frá Bretlandi, Solomons Gold frá Nýja Sjálandi og að sjálfsögðu Omnom frá Íslandi.“ Guðrún segir súkkulaðibakk- ann raunar vera hinn nýja eftirrétt og margir sem komi gagngert til þess að kaupa súkkulaði til þess að bjóða upp á eftir góða máltíð. „Það er virkilega gaman að bjóða upp á súkkulaðismakk með því að bera saman súkkulaði frá mismunandi heimsálfum og finna muninn, t.d. milli kakóbauna frá Madagaskar og Suður-Ameríku. Jólasveinarnir duglegir að kíkja Fyrir jólin fyllist búðin af jólavörum í Vínberinu sem og öðrum vörum sem oft er ekki hægt að nálgast á öðrum tímum ársins. „Hjá okkur er mikið úrval af konfektkössum í öllum stærðum og gerðum, sem er skemmtilegt að gefa í gjafir, bjóða gestum upp á, eða gleðja vini og ættingja með. Konfektborðið okkar er mjög vinsælt, þar getur maður valið sér þá mola sem manni líst best á hvort sem það eru skemmti- lega skrautlegar handgerðar truffl- ur, konfekt frá Neuhaus, Gudrun, eða Hafliða Ragnarssyni. Við erum alltaf að bæta í tilbúnar gjafapakkn- ingar sem er auðvelt að grípa með sér og að sjálfsögðu er hægt að leggja inn pantanir hjá okkur. Svo eru jólasveinarnir duglegir að kíkja til okkar, enda margt skemmtilegt til sem gleður krakkana.“ Brim á ótrúlega stóran hóp af fastakúnnum á öllum aldri sem kjósa frekar flottar, vandaðar og þægilegar Element Flex buxur sem eru fáanlegar í um 50 litum. Yngri töffara deildin sem býður upp á fatnað fyrir 6 til 14 ára og hefur aldrei áður verið eins yfirfull af nýjum vörum. Flott snið ásamt miklum gæðum einkenna götu-úlpurnar í Brim og ekki skemmir verðið en þær kosta frá kr. 17.990.- til kr. 24.990.- Hér hefur ávalt verið lögð rík áhersla á fallegar skyrtur og peysur. 6 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016MIÐBORGIN Landsins mesta úrval af súkkulaðiplötum. Konfektborðið þar sem hægt er að handvelja uppáhalds molann eða prófa eitthvað nýtt. Myndir | Hari Hefur þú komið í kjallarann? Meira en 300 fermetrar af vönduðum og flottum fatnaði. Unnið í samstarfi við Brim Hvort sem þig eða þinn vantar snyrtilegan fatn-að fyrir hátíðarnar eða langar að gefa mjúkan pakka með fallegu innihaldi þá er full ástæða til að kíkja í kjallarann að Laugavegi 71. Þegar komið er á neðri hæðina í Brim opnast nýr heimur sem er fullur af glæsilegum fatnaði. Myndir | Hari Brim býður upp á mikið úrval af vönduðum skófatnaði á hagstæðu verði. Þar finnur þú verslunina Brim sem hefur verið starfrækt síðan 1998 og enn eru margir sem hafa ekki uppgötvað 300 fm. kjallara verslunarinnar. Hér má finna ótrúlega flott úr- val af vönduðum fatnaði og fylgi- hlutum á mjög sanngjörnu verði en niðurfelling tolla ásamt sterk- ari krónu hefur verið tekið alla leið á þessum stað.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.