Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 18
VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. 18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Aðgát skal höfð í nærveru sálar Eitt magnaðasta ljóð um mann-leg samskipti í íslenskri bók-menntasögu er vafalítið Ein-ræður Starkaðar eftir Einar Benediktsson: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Kjarninn í boðskap Einars er þessi: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Í þessum orð- um felst þörf áminning sem á sérstaklega við um málefni sem hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og á brýnt erindi til okkar allra og það er hatursorð- ræða – sérstaklega með tilliti til nútíma- samskiptamiðla. Þótt illmælgi og hatursfullt tal hafi alla tíð fylgt mannkyni með einum eða öðr- um hætti, hefur umræðan um það orðið sífellt háværari á síðustu árum. Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt ekki sú að hatur hafi aukist í heiminum, heldur er skýr- inganna frekar að leita í því að möguleik- ar okkar til að tjá það, verða vitni að því og jafnvel verða fyrir því hafa stórauk- ist, einkum með tilkomu internetsins og samfélagsmiðla. Þótt internetið sé ekki nema 15-20 ára gamalt í þeirri mynd sem við þekkj- um, hefur það breiðst svo hratt út og er orðinn svo snar þáttur í daglegu lífi okkar að við eigum erfitt með að ímynda okk- ur hvernig heimurinn var áður en það kom til sögunnar. Sennilega er internetið einhver áhrifamesta uppgötvun mann- kynssögunnar, sambærileg við uppgötv- un hjólsins, prentvélarinnar, gufuvélar- innar, ljósaperunnar og bílsins. Flest okkar nota netið á hverjum degi – skoða vefsíður til að sækja upplýsingar um allt milli himins og jarðar, senda og sækja tölvupóst, læka og deila á samfélagsmiðl- um, lesa og skrifa blogg, stytta sér stund- ir á netleikjasíðum, senda smáskilaboð, tísta, snappa o.s.frv. Í stutt máli: Tilkoma netsins gerir okkur kleift að eiga í sam- skiptum við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er – þvert á öll landamæri. Þótt netbyltingin hafi fært okkur stórkostleg tækifæri fylgja henni líka freistingar og hættur: Alls kyns netáreiti fer vaxandi og við getum gleymt okkur tímunum saman á netinu í stað þess að sinna námi og vinnu eða eiga raunveru- legar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Líðan okkar og sjálfstraust get- ur m.a. orðið háð viðbrögðum annarra á netinu. Einnig verða mörkin á milli einkalífs og opinbers lífs sífellt óljósari með útbreiðslu netsins. Þannig geta einkaskilaboð, persónulegar færslur og myndir, sem ekki eru ætlaðar öðrum, allt í einu verið komnar út um allt – líka til þeirra sem þær eiga alls ekkert erindi við. Þetta landamæraleysi netsins leggur á herðar okkar ríkar skyldur og ábyrgð – þar á meðal að við gætum orða okkar og breiðum ekki út eða tökum undir nei- kvæð eða óviðeigandi ummæli um aðra. Þegar slíkt gerist er það kallað hatursorð- ræða. Hatursorðræða er niðrandi, ógn- andi eða hatursfull ummæli um einstak- linga eða hópa og þau beinast oft að tilteknum eiginleikum þeirra, s.s. kyni, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða trú. Við höfum flest eða öll orðið vitni að hatursorðræðu í einhverri mynd, hvort sem það er kvikindislegt grín, einelti, hefndarklám eða fordómafull umræða um innflytjendur. Oftast beinist haturs- orðræða að þeim sem með einhverjum hætti standa höllum fæti, eru öðruvísi, gefa höggstað á sér eða geta ekki varið sig. Það er hugleysi að finna til sín með því að taka þátt í slíku eða fela sig á bak við nafnleysi netsins. Sé hatursorðræðu beitt með kerfis- bundnum og endurteknum hætti er það nefnt hatursáróður. Mörg dæmi eru um slíkt í sögunni og er það þekktasta sjálf- sagt hatursáróður nasista gegn gyðing- um, blökkumönnum, fötluðum, samkyn- hneigðum og fleiri hópum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar sem endaði með því að milljónir saklausra borgara voru myrtar. Dæmin eru miklu fleiri og í reynd er hatursáróðri beitt í öllum stríðs- átökum. Því miður má sjá ýmis teikn á lofti um að hatursáróður sé að breiðast út á okkar tímum. En sem betur fer eru líka dæmi um að tekist hafi að sigrast á hatursáróðri fyrri tíma. Þannig ákváðu Þjóðverjar að axla ábyrgð og draga lær- dóm af helförinni og er í stjórnarskrá þeirra lagt blátt bann við hvers kyns nas- istaáróðri og kynþáttahyggju. Annað dæmi úr samtíma okkar er af- staðan til samkynhneigðra. Það eru ekki mörg ár síðan samkynhneigðir þurftu að vera í felum með kynhneigð sína fyrir alskyns fordómum og hatursummælum, líka hér á Íslandi. Þetta hefur sem betur fer gerbreyst. Eins og ég gat um áðan skiptir miklu máli að við sýnum ábyrga nethegðun, hvort sem við erum börn, unglingar, foreldrar, kennarar eða aðrir. Lykilat- riði í því sambandi er að við gerum okk- ur grein fyrir því hvernig hegðun okk- ar á netinu kemur öðrum fyrir sjónir og leggjum okkur fram um að koma fram við aðra af nærgætni og virðingu. Þetta er í reynd meginstef í siðaboðskap allra stóru trúarbragðanna: Komum fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. En við berum ekki aðeins ábyrgð á því sem við sjálf segjum og gerum, heldur erum við að vissu leyti einnig ábyrg fyr- ir orðum og gerðum annarra með því að láta okkur ekki standa á sama þegar við verðum vitni að hatursorðræðu, sitj- um ekki hjá þegar einstaklingar eða hóp- ar verða fyrir aðkasti, heldur þorum að stíga fram, grípum inn í og stöðvum slíkt atferli. Tökum upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín og leggjum þannig okkar skerf af mörkum til að gera sam- félagið betra og útrýma hatursorðræðu. Því hatur gerir aldrei annað en að ala af sér meira hatur – á sama hátt og aðeins kærleikur getur af sér meiri kærleik. Höfum alltaf í huga, ekki síst nú á að- ventunni, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Byggt á hugvekju sem var flutt í Nes- kirkju, sunnudaginn 11. desember 2016. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Þetta landamæraleysi netsins leggur á herðar okkar ríkar skyldur og ábyrgð – þar á meðal að við gætum orða okkar og breiðum ekki út eða tökum undir neikvæð eða óviðeigandi ummæli um aðra. Þegar slíkt gerist er það kallað hatursorðræða.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.