Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 43
Leirlistaverkum varpað á gamla Moggahúsið Njóttu leirlistar í miðborginni á aðventunni. Listaverk Sýningin dregur upp mynd af þeim marg- breytileika og grósku sem einkennir ís- lenska leirlist í dag. Þrátt fyrir að veðrið úti sé ekki beint jólalegt þá er jólastemning í mið- bænum og ýmis afþreying í boði fyrir gesti og gangandi. Það eru ekki bara verslanir og veitingastaðir sem laða fólk að heldur líka listsýningar og viðburðir. Leirlistafélag Íslands hefur í ár fagnað 35 ára afmæli sínu með fjölda viðburða. Nú er komið að síð- ustu afmælisviðburðum ársins, en um er að ræða sýninguna Spor sem verður bæði í anddyri Hönnunar- miðstöðvar Íslands í Aðalstræti 2 og á veggjum gamla Morgunblaðs- hússins í Aðalstræti. í Hönnunarmiðstöð Íslands eru verk heiðursfélaga Leirlista- félagsins, þeirra Gests Þorgríms- sonar, Sigrúnar Guðjónsdóttir og Steinunnar Marteinsdóttur, sett fram. En á hliðum Morgunblaðs- hússins sem snúa inn í Bröttugötu og Fischersund er varpað upp myndasýningu á verkum félags- manna. Myndasýningarnar draga upp mynd af þeim margbreytileika og grósku sem einkennir íslenska leirlist í dag og stikla á stóru í sögu félagsins á þeim 35 árum sem það hefur verið starfandi. Sýningin opnar 16. desember kl. 17 í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Aðalstræti 2 og á veggjum Aðalstrætis 6-8. Sýning á verkum heiðursfélaga í Hönnunarmiðstöð Íslands stendur til 29. desember en myndasýningin á veggjum gamla Morgunblaðshússins stendur til 23. desember. Það er því tilvalið gefa sér smá tíma til að njóta listar á milli þess sem jólagjafir eru keyptar. Og ef búið er að ganga frá gjafakaupum þá er um að gera að rölta um bæinn, skoða jólaljósin, kíkja á listsýningar og næra andann. passað vel upp á verð og álagn- ingu. Það hefur verið markmiðið frá upphafi og erum við duglegar að lækka verð og halda álagningu í lágmarki.“ Áttu þér einhverja jólasiði sem tengjast verslun eða undirbúningi jólanna? Er verslunarfólk kannski of upptekið í búðunum til að geta einbeitt sér að jólaundirbúningi heima? „Áður en ég opnaði verslunina varð ég að fara í miðbæinn allavega einu sinni yfir hátíðirnar. Hér er alvöru stemningin og hér finnurðu hinn sanna kaupmann á horninu. Núna þessi jól verður Hanna, 10 ára dóttir mín, með mér í búðinni á að- fangadag. Ég fer alltaf á jólatónleika og í leikhús í desember. Ég reyni að breyta á hverju ári með tónleika. Í ár varð Baggalútur fyrir valinu og þeir voru algjörir æðibitar. Svo ætla ég að skella mér á Bláa hnöttinn á annan í jólum.“ Átt þú þér einhverjar eftirlætis- búðir eða veitingastaði sem þú get- ur mælt með? Það er komið svo mikið af veitingastöðum í bænum að það er ekki verra að fá smá inn- herja-upplýsingar... „Ég elska ævintýrabúðir, líkt og ég kýs að kalla mína búð. Mér finnst Hrím líka vera algjör ævintýraversl- un. Þar er alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Það er samt eiginlega hræðilegt að fara þangað inn. Mað- ur kaupir alltaf eitthvað! Lang, lang, lang besti hamborgar- inn í bænum er á Íslenska barnum Ingólfsstræti. Þjónustan hjá þeim er líka alltaf til fyrirmyndar. Ef þú ætlar að gera vel við þig er Matarkjallarinn málið. Besti maturinn, besta þjónustan og þeir eru ekki að okra heldur. Mjög sann- gjarnt verð. En eitt best geymda leyndarmál- ið í miðbænum eru núðlurnar á Mai Thai, beint á móti Hlemmi. Þar er tælenskur markaður og ekki er langt síðan að þar inni var opnað smá veitingahorn. Ég fæ mér alltaf Pad Thai núðlurnar með grænmeti. Það klikkar aldrei.“ Jólaveisla í Skúmaskoti Skúmaskot er hönnunar- og listagallerí rekið af tíu listakon- um og hönnuðum og þar er hægt að fá fjölbreytt handverk. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Skúmaskoti upp á síðkastið og nýir meðlimir hafa bæst í hópinn. Af því tilefni ætla aðstandendur gallerísins að bjóða til jólaveislu í dag, fimmtudag, á milli 16 og 22 að Skólavörðustíg 21a. Búið er að útbúa fallegan jólaglugga og setja Skúmaskot í hátíðlegan jólabún- ing. Boðið verður upp á hvítvín og piparkökur og söngkonan Kristj- ana Arngrímsdóttir syngur nokk- ur lög fyrir gesti. 3 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 MIÐBORGIN Frá Mið- og Suður Ameríku Arial reg. 8 pt Línubil 10Ylur og krydd frá Gvatemala. Jólailmur, hlátrasköll og gott kaffi. Hátíðakaffi kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.