Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016
Þrennir tvíburar ræða
um lífið og tilveruna
við Fréttatímann.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Rífast um Coca Puffsið
Ég held það sé öðruvísi að vera tvíburi. Maður rífst meira yfir minni hlutum. Eins og hver á að klára Cocoa Puffsið eða eitt-
hvað þannig,“ segir Kári, sem er 17
ára, um samband sitt og tvíbura-
bróður síns, Unnars.
„Við erum náttúrulega nákvæm-
lega jafn gamlir, í sama skóla og
vinahópi. Ef við förum eitthvað þá
förum við saman. Maður er alltaf
að bíða eftir hinum,“ bætir Unnar
við.
Hann segir margt gott fylgja
því að vera tvíburi. „Maður hefur
alltaf einhvern til að vera með. Það
kemur fyrir að við séum óvinir,
rífumst, en við erum oft líka góð-
ir vinir. Ef við rífumst þá er það
ekkert alvarlegt. Sættumst eftir
klukkutíma.“
Kári tekur til máls: Ég fæ stund-
um alveg leið á Unnari en læt mig
bara hafa það. Gæti ekki ímyndað
mér lífið án þess að vera tvíburi.
„Ég gæti alveg ímyndað mér lífið
án þess að vera tvíburi. Eða frekar
hvernig það væri, því maður á
marga vini sem eru það ekki og
sér hvernig þeir hugsa bara um sig
en ekki aðra. Maður hugsar mikið
um hinn ef maður er tvíburi. Ef
einhver spyr: Eigum við að fara í
sund? Þá segi ég, jaaá, ég þarf að
spyrja Kára.“
Mættu báðar í Lucky
Records bol
Þær Júlíana og Lilja eru 17 ára og ganga báð-ar í Menntaskólann við Hamrahlíð. „Við höfum alltaf fylgst mikið að en
eigum okkur alveg okkar eigið líf,“
segir Lilja. „Ég er á félagsfræði-
braut í MH og vinn á Prikinu. Er
eiginlega alltaf að vinna en þar
fyrir utan hangi ég mikið á Prikinu
ef ég er ekki á vakt. Við erum ein
stór fjölskylda sem erum þar.“
„Já, ég er á málabraut og vinn á
Sæta svíninu,“ segir Júlíana.
„Um daginn fór ég niður í vinnu
til Júlíönu og áður en ég vissi kom
einhver samstarfsmaður hennar
með síma og vildi taka mynd af
okkur. Sorry,“ segir Lilja og horfir
til systur sinnar. „En mér fannst
geggjað vandræðalegt að hann
væri að taka einhverja tvíbura-
mynd.“
Júlíana kinkar kolli. „Það er
svolítið þreytandi hvernig allir
hugsa um okkur Lilju sem hluta af
hvor annari. Eins og við séum ekki
sjálfstæðir einstaklingar. Annars
höfum við lent í öðru vandræða-
legu. Einu sinni mættum við báðar
í Lucky Records bolum í skólann.
Það var frekar óþægilegt og ég
sagði við Lilju að hún skyldi fara
heim og skipta. Hún féllst ekki á
það þannig önnur okkar var í boln-
um á röngunni. Það tók örugglega
enginn eftir þessu nema við.
Vita hvað hitt hugsar
Við vitum oftast hvað hitt er að hugsa með því að horfa á hvort ann-að. Erum bestu vinir, mætti segja. Ég vinn í
Skaftafelli, úti á landi, en þegar
ég er í bænum þá hittumst við og
erum í góðu sambandi,“ segir Þór-
unn Lilja um sig og tvíburabróð-
ur sinn, Friðrik Má.
Hún segir þau stundum
finna á sér að hinu líði illa
jafnvel þó þau séu ekki á
sama stað. „Það er mjög
skrítið hvernig við finnum
það á okkur. Stundum
hringir hann í mig eða
öfugt og spyr hvernig
mér líði. Þá svara ég
kannski að mér líði
ekkert það vel.“
Þau segjast vera
afar samrýnd og
jafnvel þó þau eigi
önnur systkini þá
eigi þau í sérstöku
sambandi. „Við
erum ekkert það
lík nema bæði með
jafnaðargeð og svip-
aðan húmor. Að öðru
leyti erum við svaka
ólík. Samt erum við
bestu vinir. Jöfnun
hvort annað út.“
Tvíburamyndir eru vandræðalegar
Kári og Unnar rífast stundum en
sættast iðulega eftir mesta lagi
klukkutíma. Mynd | Rut
Júlíana og Lilja eru samrýndar
en segjast þó sannarlega eiga sér
eigið líf. Mynd | Rut
Þórunn Lilja og Friðrik Már eru mjög
ólík en samt bestu vinir. Mynd | Rut
Falleg
jólatré
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is
Fáðu þér sígræna gæðajólatréð
- sem endist ár eftir ár!
Skátarnir hafa nú um árabil selt Sígræna jólatréð
og prýða þau nú þúsundir ánægðra heimila.
Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera
mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám.
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• 10 ára ábyrgð
• Stálfótur fylgir
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Helgar kl. 12-18