Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Íslendingar vilja tala um sjálfsvíg vandamanna Silke Schurack, meistaranemi í mannfræði við Háskóla Íslands, segir að allt bendi til þess að sjálfsvíg séu algengari á Íslandi en öðrum Norðurlöndum. Mynd | Rut Sjálfsvíg Íslendingar vilja tala um sjálfsvíg vina og vandamanna en vita oft ekki hvert þeir eiga snúa sér. Þetta segir Silke Schurack, meistaranemi í mannfræði við Háskóla Íslands, sem vinnur nú rannsókn á sjálfsvígum á Íslandi, viðhorfum til þeirra og hvað tek- ur við fyrir aðstandendur. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Hluti af rannsókn Silke er net- könnun þar sem eftirlifendur lýsa upplifun sinni af sjálfsvígi. Á fáein- um dögum hafa um 70 til 80 manns svarað könnuninni um reynslu sína af sjálfsvígi. Hún segir að þessi hluti rannsóknar sinnar sé á frumstigi en ljóst sé að almenningur sé bæði mjög jákvæður og áhugasamur um að ræða upplifun sína af sjálfsvíg- um í nærumhverfi sínu. Silke segist hafa tekið sérstaklega eftir því að börn virðast gleymast þegar kemur að sjálfsvígi innan fjölskyldu. Margir þeirra sem hafa svarað könnun Silke eru nú full- orðnir en voru börn þegar sjálfsvíg átti sér stað. „Það sem ég er búin að sjá í þessum svörum er að það vant- ar upplýsingar um hvar er hægt að fá hjálp. Það virðist vera að börn séu skilin út undan. Fullorðnu fólki sé frekar sinnt en það virðist vera að það vanti úrræði fyrir börn. Þetta er það sem ég hef tekið eftir en þetta er hrá niðurstaða og ég á eftir að fara í gegnum þetta. Ég þarf að sjá hvort að þetta sé ennþá svona eða hvort þetta hafi lagast með tím- anum,“ segir Silke. Silke segir að sjálfsvíg á Íslandi séu talsvert falin, bæði í umræðu og tölfræði. „Það er svolítið erfitt að finna þessa tölfræði. Oft er ekki alveg ljóst hver er orsök dauðsfalla, hvort það hafi verið slys eða sjálfs- víg, sérstaklega þegar áfengi eða dóp kemur við sögu. Tölfræðin gef- ur ákveðnar vísbendingar en hún sýnir alls ekki heildarmyndina,“ segir Silke. Hún segir allt benda til þess að sjálfsvíg séu algengari á Íslandi en öðrum Norðurlöndum. „Sjálfsvígs- tíðnin hér er frekar há en það er alltaf erfitt að segja hvort hún sé meiri eða minni. Þetta fer alltaf upp og niður. Stundum eru þetta um þrjátíu tilfelli á ári en getur orðið allt upp í fjörutíu, fimmtíu. Svo eru það skekkjumörkin sem koma ekki fram í þessu, dauðsföllin eru kannski fleiri, um það bil 10 á ári en ekki er alltaf vitað hvort það eru slys eða sjálfsvíg,“ segir Silke. Silke segir að eitt einkenni á viðhorfi Íslendinga til sjálfsvíga sé að þau stafi ávallt af einhvers konar andlegum veikindum. Að viðkom- andi hefði ekki fallið fyrir eigin hendi ef hann hefði fengið aðstoð. Það viðhorf sé ekki sjálfgefið og sé raunar ekki þannig víðs vegar um heiminn. Eitt dæmi um það sem Sil- ke nefnir er sjálfsvíg hælisleitanda sem bar eld að klæðum sínum við húsnæði Útlendingastofnunar í Víð- inesi á dögunum. „Þetta er tegund af sjálfsvígi sem okkur í vestrænni menningu myndi ekki endilega detta í hug. En þetta er ákveðin leið sem tengist því hvaðan hann kem- ur. Þetta er tegund af mótmælum eins og til dæmis Tíbetar gera til að mótmæla kínversku stjórninni. Þeir kveikja í sér og það er ákveðin leið til að tjá sig. Þetta er sjálfsvíg sem er kannski ekki illa séð á mörgum stöðum. Hann var að fórna sér fyr- ir þennan málstað. Þessi tegund af sjálfsvígi finnst ekki í okkar samfé- lagi eða það er í það minnsta ekki talað um það. Hér í okkar samfé- lagi er margt sem tengist geðrænum vandamálum sett undir einn hatt. En þetta er ekki alltaf svona auð- velt. Nú var þessi hælisleitandi að kveikja í sér og það var strax komið fram að hann vantaði sálfræðiað- stoð en það er kannski ekki alveg rétt. Hann vantaði kannski mann- úðlega aðstoð. Hann vildi bara fá venjulegt líf,“ segir Silke. „Þetta er sjálfsvíg sem er kannski ekki illa séð á mörgum stöðum.“ Fangelsismál Með nýjum lögum um húsnæðisbætur sem ganga í gildi um áramótin verður föngum á áfangaheimilinu Vernd gert kleift að fá húsaleigubætur. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, segir að það sé mikið framfaraskref fyrir fanga að eiga kost á húsaleigubótum þar sem margir fangar stundi sjálfboða- vinnu til að eiga kost á fara á Vernd. Leiga á Vernd er 65 þúsund krónur á mánuði og er skilyrði að menn séu í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi segir að margir fangar hafi ekki efni á því að fara í nám og taki því að sér sjálfboðavinnu til að geta klárað af- plánun utan fangelsis. „Þetta getur þýtt það að fleiri fangar geta farið á áfangaheimili og sumir jafnvel haldið áfram ein- hverju námi en hingað til hafa flest- ir fangar ekki náð að halda áfram námi vegna fjárhags. Mjög margir fangar á Vernd vinna sjálfboða- vinnu og fá því aldrei laun nema þá helst fjárstuðning frá sveitarfé- lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Fangar fá húsaleigubætur Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Sjáumst á Jólatorginu MIDBORGIN.IS OPIÐ TIL KL. 22 Á JÓLATORGINU OG Í VERSLUNUM TIL JÓLA Fáðu hátíðarskapið beint í æð á Jólatorginu á Hljómalindarreitnum og gerðu jólainnkaupin í skemmtilegu umhverfi. Borgarstjóri opnar Jólatorgið formlega kl. 15:00 í dag. Hljómsveit, kór, uppistandarar og jólasveinar sjá um stuðið. Sjáumst í jólaskapi í Miðborginni okkar. Bergstaðir Kolaport Ráðhúsið Stjörnuport Traðarkot Vesturgata Vitatorg NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN & margt fleira skemmtilegt... Alexander alla föstudaga Sigurður í viðtali á föstudaginn

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.