Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Gítarsmiðurinn Brooks Hood flutti frá hinu sólríka Flórída og undir jöklana á Höfn í Hornafirði. Hann segir skort á samstöðu í íslenskum stjórnmálum dálítið sorglegan. Brooks Hood á verkstæðinu þar sem hann tekur gítara íslenskra tónlistarmanna í yfirhalningu. Mynd | Stella Andrea Guðmundsdóttir Innflytjandinn Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Brooks Arther Hood býr í Reykjavík og þykir fyrir-taks gítarviðgerðarmað-ur. Hann kom til Íslands snemma á tíunda ára- tugnum og settist fyrst að á Höfn í Hornafirði þó að hann búi nú og starfi í miðborginni. Brooks er fædd- ur á sögufrægum stað í Bandaríkj- unum. „Ég fæddist í hjarta suðurríkj- anna, í litlu borginni Montgomery í Alabama árið 1968. Þarna voru auð- vitað mikil læti á þessum tíma vegna réttindabaráttu blökkumanna. Rosa Parks hóf þarna baráttu sína gegn órétti í samfélaginu þegar hún vildi ekki sitja á „réttum stað“ í strætó og ríkisstjórinn í Alabama meinaði blökkumönnum um aðgengi að háskólanum. Þarna var alls kon- ar svona vitleysa í gangi,“ segir Brooks. Hann bjó í Montgomery fram til tuttugu og tveggja ára aldurs þegar hann fluttist í tvö ár til Fort Lauderdale í Flórída. „Í Flórída hitti ég fyrrverandi kon- una mína og fluttist með henni til heimabæjarins, Hafnar í Hornafirði. Það voru auðvitað mikil viðbrigði, en ég hafði reyndar ágæta hugmynd um Ísland þá þegar. Pabbi minn hafði verið hér á áttunda áratugnum vegna útboða fyrir virkjanafram- kvæmdir og ég man eftir því að í stofunni heima voru lítill hraunmoli úr Heklu, teikning frá Þingvöllum og ljósmyndabók frá Íslandi. Þannig að ólíkt mörgum löndum mínum þá hafði ég ágæta hugmynd um hvar landið er í heiminum,“ segir Brooks sem bjó austur á Höfn í nærri tólf ár. Tónlistaráhuginn kviknaði snemma og Brooks hefur komið að tónlist með ýmsum hætti, stundað upptökur og hljóðfærasmíð, auk þess auðvitað að spila sjálfur. „Ég lærði upprunalega á klassískt píanó í átta ár. Hins vegar man ég að alveg frá því að ég fékk fyrsta rafmagns- gítarinn í hendurnar var ég áhuga- samur um hvernig þetta dót virk- aði. Þannig að ég held bara áfram að pæla í því.“ Brooks Hood segir það gott að á Íslandi eru gæði matvöru oft betri en í Bandaríkjunum. „Það er sem betur fer ekki mikið af bætiefnum og ógeði í matvöru hér og svo eru hreina loftið og hreina vatnið auð- vitað mikil lífsgæði. Þegar kemur að neikvæðum hliðum samfélags- ins hér finnst manni stundum erfitt að horfa upp á samstöðuleysi fólks í stjórnmálum hér á landi. Fólk virðist ekki geta staðið saman og ákveðið hvernig hlutirnir eiga að vera. Það eru allir í sínu horni og garga í all- ar áttir. Þó það sé ekki margt ann- að en fjölskyldan sem maður saknar við Bandaríkin þá mætti þó fast- eignaverð vera skaplegra hér. Það er komið út í hálfgerða vitleysu og svo er auðvitað ódýrara að búa víða í Bandaríkjunum, þó að lífsgæðin séu oft ekki á sama plani og þau eru hér.“ Hraunmoli úr Heklu kveikti hugmynd um landið Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.