Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016
Ljósmyndir geta átt sérstakan
stað í hjarta fólks. Minningar
sem festar hafa verið á filmu
sem gott er að horfa á stöku
sinnum þegar grátt er úti eða
þegar maður er lítill í sér.
Svanhildur Gréta Kristjáns-
dóttir deilir sinni uppáhalds
ljósmynd.
Uppáhalds ljósmyndin
Besta barnapía í heimi
„Myndin er tekin í Englandi árið
1995 þegar ég var tveggja ára.
Þetta eru ég og afi og amma Svan-
hildur tók hana. Þetta er fyrsta
myndin sem ég átti innrammaða,
ég lét stækka hana og ramma inn.
Hún er bæði lýsandi fyrir mig og
afa en hann er besta barnapía í
heimi,“ segir Svanhildur Gréta um
dýrmætustu ljósmyndina sína sem
hún hefur átt frá blautu barns-
beini.
„Afi hefur elst svo fáránlega
vel og hann hefur eiginlega ekk-
ert breyst síðan þessi mynd var
tekin. Þetta gæti eins verið hann
í dag og svo er Svanhildur, litla
frænka mín, mjög lík mér en hún
er tveggja ára í dag og jafngöm-
ul mér á þessari mynd. Pabbi og
afi eru líka mjög líkir þannig mér
finnst ég sjá alla fjölskylduna mína
í þessari mynd.
Ég á myndina í svarthvítu, hún
er pínu væmin þannig og fólk hef-
ur spurt mig þegar hún er upp á
vegg hvort þetta sé myndin sem
fylgdi rammanum. Þetta er mynd
sem mun fylgja mér alla ævi.“| hdó
Að sögn Svanhildar
hefur afi hennar
ekkert elst síðan
myndin var tekin.
Álverið er brauðið
og mjólkin. Listin er
rjóminn.
„Ég fékk óvæntan innblástur þegar
ég vann verkin fyrir þessa sýningu
en ég varð ástfanginn af stúlku í
Reykjavík,“ segir listamaðurinn
Odee um listasýningu sína Norse,
sem verður formlega opnuð á Eg-
ilsstaðaflugvelli í dag. „Grunnur-
inn sem ég var að vinna með var
hins vegar austfirska menningin,
náttúran, mannlífið, tæknin og
dýralífið. Inn í það blanda ég svo
norrænu goðafræðinni.“
„Þetta gerðist bara nýlega. Kom
úr sambúð fyrir stuttu og var
farinn að upplifa nýjar tilfinn-
ingar sem listamaður. Reyndi að
nýta það í listinni. Miðla því inn
í sköpunina. Svo kynntist ég sem
sagt þessari stelpu í Reykjavík fyr-
ir tveimur mánuðum. Það hefur
verið mjög skemmtilegt að blanda
ástinni saman við listina. Ég leyfði
henni að taka þátt í að skapa eitt
verkanna. Það var rómantísk upp-
lifun.“ Hann segist ekki vilja gefa
upp hvert verkanna þau hafi unnið
saman.
Odee hefur verið búsettur á
Eskifirði síðustu fimm árin þar
sem hann er með vinnustofu sína
en hann segist einnig vinna í ál-
verinu á Reyðarfirði. „Ég vinn að
hluta til hjá álverinu. Álverið er
brauðið og mjólkin. Listin er rjóm-
inn. Ég er að vinna í skautsmiðj-
unni, framleiðslustarfsmaður.“ | bg
Varð ástfanginn og fékk
óvæntan innblástur
Ástin og myndlistin saman í eitt.
Logi Pedro samdi
J-pop tóna í Tókýó
Tónlistarmanninum Loga Pedro fannst hann
vera á kominn á aðra plánetu.
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Mér leið oft eins og ég væri að krydda lögin með smá af Mezzof-orte,“ segir Logi Pedro Stefánsson
tónlistarmaður sem er nýkominn
heim úr ferð frá Japan þar sem
hann samdi svo kallað J-pop með
japönskum tónlistarmönnum.
„Úton auglýsti eftir því hvort
einhver hefði áhuga á að fara
til Japans og semja tónlist með
japönskum tónlistarmönnum og
ég gat ekki látið tækifærið framhjá
mér fara.“ Að sögn Loga er mikil
munur á að semja fyrir íslenska og
japanska tónlistarmenn. „Það eru
allt aðrar pælingar í gangi hvað
hrífur fólk og hvað er grípandi.
Ég þurfti að rannsaka mikið áður
en ég fór til þess að öðlast ein-
hverja þekkingu á tónlistarmenn-
ingunni.“
Skildi ekki lagatextana
Logi vann samkvæmt japanskri
tónlistarhefð og vann mikið í hin-
um svokallaða J-Pop stíl.
„Tónlistarstefna eins og J-pop er
seld í bílförmum í Japan. Þetta eru
ákveðnir stílar og stefnur sem eru
líkar vestrænni popp-menningu
en samt mjög ólíkt á sama tíma.
Það er vinsælt að skeyta inn ensk-
um orðum, stundum eru heilu við-
lögin á ensku. Ég skildi ekki alltaf
textana á lögunum en ég fékk
alltaf stikkorð og smá sögustund
um hvað málið snérist.“
Ólík samskiptamynstur
„Það er magnað hvað umhverf-
ið er öðruvísi en á Íslandi, mér
fannst ég stundum vera á annarri
plánetu. Ég hef ferðast mikið en
hef aldrei lent í því að skilja bara
ekki neitt. Allar hefðir voru öðru-
vísi en ég hafði kynnst áður og
umhverfið líka. Ég lenti oft í því að
panta mér mat en ég vissi ekkert
hvað ég var að borða.“ Loga þótti
vænt um að kynnast nýjum hefð-
um og tók sérstaklega eftir hversu
mikil munur var á samskipta-
mynstri Japana og Íslendinga. „Eitt
það merkilegasta við landið er
hvað samskiptin eru allt öðruvísi.
Allir voru svo hlýir og kurteisir
og mér þykir mjög vænt um fólk-
ið sem ég var að vinna með þrátt
fyrir að við unnum bara saman í
fimm daga.“
Eitt það merkilegasta
við landið er hvað sam-
skiptin eru allt öðruvísi.
Allir voru svo hlýir og
kurteisir og mér þykir
mjög vænt um fólkið
sem ég var að vinna
með.
Logi lagði mikið í rannsóknarvinnu á J-poppi áður en han hélt út að semja með
japönskum tónlistarmönnum. Mynd | Hari