Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 20
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10–18 • LAUGARDAGA KL. 11-16 • FAXAFENI 10 • 108 REYKJAVÍK • 534 7777 • modern.is JÓLAGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR Opið á sunnudag kl. 12-18 Opið á laugardag kl. 11-18 FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Álfar og dvergar tengdir saman í lopapeysumynstri Tillögur sem bárust í keppnina sem eru líklegri og auðveldari til framleiðslu en vinningspeysan. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Grunnhugmyndin var sú að hanna lopapeysur, innblásnar af pólskri menningu. Keppnin var öllum opin og þátttakendur komu víða að, frá Póllandi, Íslandi, Þýskalandi og Bretlandi. 90 tillögur bárust en margar tillögur héldu sig ekki ná- kvæmlega við skilyrði keppninn- ar, sem var að tvinna tvo menn- ingarheima saman. En sumir höfðu gert tillögur að peysum með lunda eða íslenska fánanum og sleppt allri pólskri tilvísun, segir Thomasz Chrapek, einn af skipuleggjendum keppninnar. En það er pólska sendi- ráðið á Íslandi og ProjectPolska sem eru kostunaraðilar hennar. Vinningstillagan kemur frá Bretlandi og er það Aleksandra Szmida sem á heiðurinn af henni. Aleksandra Szmida (olaszmida. com) býr í Bretlandi. Hennar út- færsla er tilvísun í dverg eða litla fólkið sem býr í náttúrunni og fyrir- finnst í pólskum þjóðsögum og hef- ur óbeina tengingu í íslenska álfa og huldufólksheiminn. Einnig hef- ur Alexandra komið fyrir pólskum bókstöfum sem eru eingöngu not- aðir í pólsku letri. Undir dvergnum hefur hún teiknað villt jarðarber sem vaxa undir trjánum í pólskum skógum. Thomas segir þennan hluta keppninnar vera fyrsta stig þar sem aðeins var kallað eftir grafískum lausnum á peysunum. Það komu margar tillögur inn en þær eru mis auðveldar í útfærslu. Þannig er ekki ennþá vitað hvernig eða hvort við getum útfært vinningstillöguna, hún er dálítið flókin. Þess vegna nefnum við og kynnum fleiri tillög- ur sem bárust í keppnina, tillögur sem koma frekar til greina þegar við hugum að prjónaðri útgáfu peysunnar. Þannig að framhaldið er að þróa mynstrið áfram og fram- leiða peysuna. En það á eftir að finna fjármagn í þann hluta keppn- innar, en þá verður peysan prjónuð Pólskur dvergur og villt skógar- ber og pólskir stafir eru grunn- stefið í vinningspeysunni. Aleksandra Szmida á heiðurinn af bestu lopa- peysunni í sinni grafísku útfærslu en mynstrið þarf frekari yfirlegu fyrir prjón- aða útgáfu af tillögunni. Í haust var haldin lopapeysukeppni um fallegustu pólsk-íslensku lopapeysuna. Keppninni er lokið og bestu tillögurnar voru kunngerðar um helgina síðustu. Auglýsingaspjald fyrir keppnina með upplýsingum um ferlið. og forseti Íslands fær fyrsta eintak- ið af peysunni. Guðfinna Mjöll frá Vík Prjóns- dóttir var ein af dómurunum og hafði mikla skemmtun af, og kom henni á óvart hversu góðar og skemmtilegar tillögurnar voru. „Það var gaman að sjá hvernig þátt- takendur tengdu pólska menningu inn í íslenska lopapeysuna, fallegt að tengja tvo menningarheima saman. Margar góðar og erfitt að velja á milli,“ segir Guðfinna. 20 | Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.