Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Auglýsingar um blæð-ingar snúast um hreinlæti, að konur eigi ekki einu sinni að finna fyrir því að þær
fari á blæðingar. Að við getum
lifað eðlilegu lífi án þess að
finna fyrir blæðingunum. Í aug-
lýsingum eru blæðingar sýndar
sem ákveðið vandamál í sam-
félaginu.“ Þetta segir Rebekka
Líf Albertsdóttir sem nýverið
gerði lokaritgerð um svokall-
aðar Bláar blæðingar og áhrif
auglýsinga og túraðgerðarsinna
á blæðingavörur.
„Sú mynd sem er dregin
upp af blóði er að túrblóð sé
óhreint. Við sjáum aldrei rautt
blóð í auglýsingum um blæð-
ingar heldur kemur blár okkur
oftar fyrir sjónir. Blá er álitinn
hreinn litur. Hann á ekkert
skylt við túrblóð sem virðist
tabú.“
Hún segir auglýsendur hafa
sett sitt mark á hvernig blæð-
ingar kvenna eru framsettar
í samfélaginu. „Auglýsingar á
blæðingavörum voru bannaðar
í Bretlandi til ársins 1979. Það
var vegna þrýstings framleið-
enda á blæðingavörum sem
þær urðu heimilaðar í sjón-
varpi enda fjársterkir aðilar þar
á ferð. Þegar þetta var gert voru
settar viðmiðunarreglur sem
miðuðu að því að auglýsingin
yrði áhorfandanum ekki til
skammar, orðbragð og mynd-
mál færi ekki fyrir brjóstið á
neinum. Ekki var leyfilegt að
sýna vöruna nema hún væri í
umbúðum. Talsetning og leik-
ur var í höndum kvenmanns
og mælt var gegn því að vísað
yrði í karlmenn. Það var í lagi
að hafa karlkynsleikara en þeir
máttu ekki vera í aðalhlutverki,
heldur á jaðrinum.“
Rebekka segir miklar leifar
vera af þessum reglu í hinum
hefðbundnu auglýsingum í dag.
„Það er alltaf kona sem talar
inn á þær. Karlmenn eru þarna
en bara til að sýna fram á að
konan sé í vondu skapi en síðan
góðu, því hún valdi rétta vöru.
Lítið um samskipti kynjanna.
Konur alltaf í aðalhlutverki.
Vörurnar eru aldrei sýndar án
umbúða en ef það er gert eru
þær tölvuteiknaðar, blár vökvi
sýndur í stað rauðs.“
„Þetta hefur verið gagnrýnt
og túraðgerðarsinnar um allan
heima hafa unnið hörðum
höndum frá áttunda áratugn-
um til að breyta þessu. Ég sé að
þetta hefur verið að breytast
en aðallega á netmiðlum. Ekki í
sjónvarpi. Með óhefðbundnari
miðlum á netinu þurfa aug-
lýsendur að finna aðrar leiðir.
Markaðssetning á netinu og
öðrum miðlum er orðin miklu
sterkari og breytir öllum regl-
um. Er hispurslaus. Þarf ekki
að fara eftir stöðlum sjónvarps-
auglýsinga. Upp eru komnar
síður eins og Helloflo og Youtu-
be rásin þeirra sem helgar sig
því að normalísera umræðuna
um líkama kvenna. Auglýs-
ingarnar eru opinskáar, upp-
fullar af húmor, ungar stúlkur
byrja á blæðingum og maður
sér þær sem sterka einstak-
linga. Blæðingum er fagnað. En
breytingaskeiðið er líka tekið
fyrir, vandræði eftir að maður
á barn eða vegna þvagleka.
Þetta væri örugglega ekki til
ef ekki væri fyrir túraðgerðar-
sinnana. Ég spái því að þessar
auglýsingaleiðir muni færast í
aukana enda rímar það við þá
gagnrýnu umræðu sem á sér
stað um þessi mál í dag.“
„Við erum alltaf saman í sundi.
Alla morgna, á hverju ári, alla
daga, í öllum veðrum. Okkur
kemur svo vel saman,“ segir
Ragnhildur sem er hluti af
sundhópi sem hittist hvern
einasta morgun í Laugardals-
lauginni.
Fréttatíminn kom í sundlaugina
snemma að morgni þegar enn var
dimmt. Í sundlauginni svamlaði
fagur hópur af vinum á níræðis-
aldri en nokkrir félagar voru fljótir
að synda undan þegar myndavél-
in sást. „Við erum búin að synda
saman í 20 ár. Við mætum alla
daga klukkan hálf tíu á morgn-
ana og við kynntumst hérna
í lauginni,“ segir Ragnhildur
sundkappi.
Loftur er af Nesinu en fer alltaf
í Laugardalslaugina því hún er
besta laugin í bænum. Að sögn
Lofts er sund og útivera góð fyrir
líkama og sál. „Við erum öll úr
Reykjavíkinni og höfum öll lagt
í vana okkar að koma hérna í
Laugardalinn, algerlega heilluð
af lauginni. Ég syndi 400 metra
á hverjum morgni og Ragnhildur
300 metra, við erum mjög dugleg
og sniðug. Við erum bara 6 eftir í
hópnum, það er alltaf einhver að
detta út því við erum orðin það
fullorðin,“ segir Loftur með bros á
vör. | hdó
Morgunstund Kynntust fyrir
20 árum í lauginni.
Loftur og Ragnhildur synda saman daglega í Laugardagslauginni. Mynd | Rut
Empire Strikes Back
besta myndin
Nýjasta Star Wars myndin og
hliðarsagan Rogue One: A
Star Wars Story, verður
frumsýnd í kvöld.
Margir bíða spenntir eftir
myndinni. Fréttatíminn
ræddi við Kjartan Yngva
Björnsson, mikinn áhuga-
mann um Star Wars, um hvaða
myndir séu í topp fimm listanum.
I. Episode V – Empire Strikes Back
„Jafnvel þó fyrsta myndin hafi verið
sú sem greip mig fyrst var það Emp-
ire sem raunverulega gerði mig að
þeim stjörnustríðsfíkli sem ég er.
Besta handritið, svakaleg uppljóstr-
un og grípandi heimssköpun.“
II. Episode VII –
Force awakens
„Þrátt fyrir að sum-
um finnist Force
Awakens vera of
lík A New Hope
að mörgu leyti þá
er hún algjörlega
nógu góð til að eiga
þetta sæti. Flottar
kvenpersónur (loks-
ins!) og nostalgían
notalega viðloðandi, en samt
spennandi viðbót við heiminn
sem kveikir forvitni.“
III. Episode
VI – Return of
the Jedi
„Geggjaðir
geislasverða-
bardagar og
pönnukökufés
sem aðstoðar-
maður Lando.
Geggjað!“
IV. Episode IV – A New Hope
„Þetta er sú sem fyrst greip mig, augljóslega, og kom
mér á þessa hættulega nördalegu braut. Þó hún sé rosa-
lega flott á margan hátt er heimsmyndin ekki eins full-
mótuð og þróuð og strax í næstu mynd.“
V. Star Wars Holi-
day Special.
„Af því Jar Jar Binks
er ekki í henni.“
Við erum öll úr Reykja-
víkinni og höfum öll lagt
í vana okkar að koma
hérna í Laugardalinn,
algerlega heilluð af
lauginni. Túrblóð er ekki
blátt á litinn
Blæðingar og áhrif auglýsinga og túraðgerðarsinna á málið.
Túrblóð er oftast blátt í
auglýsingum.
Rebekka Líf skoðar
myndina sem dregin er
upp af blæðingum kvenna í
auglýsingum. Mynd | Hari