Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 12
Við sendum hlýjar kveðjur til þeirra sem þér þykir vænt um VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA 12 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 eru allir að kveðja. Samfélags- miðlar eru fullir af svona skilaboð- um. Fólk veit að þetta er búið.“ Það er rúmur mánuður síð- an tengdamóðir mín og mágur flúðu Sýrland. Nú er bara einn sonur af fimm, auk tengdadóttur og litlu fimm mánaða gömlu ömmustelpunnar sem hún saknar svo mikið, eftir í Sýrlandi. En þar er líka fjöldi vina og ættingja. Ég spyr hvort hún hafi heyrt frá litlu fjölskyldunni, hún hristir höfuðið. Þau koma frá Saraqeb, litlum bæ í Idlib-héraði. Þaðan er um hálf- tíma akstur til Aleppo, en svæð- ið er undir yfirráðum uppreisn- armanna. Þeir óbreyttu borgarar sem stjórnarherinn leyfði fyrir rest að yfirgefa Aleppo voru fluttir til Idlib. Eitthvað segir mér að Assad hafi ekki í hyggju að láta það svæði eiga sig og óttast að harmleikurinn endurtaki sig jafnvel þar innan skamms. Ég er búin að fá nóg af þessu Daginn eftir mesta hryllinginn sitj- um við og drekkum morgunkaffi í stofunni. Sjónvarpið glamrar á hæsta styrk og systir tengdamóð- ur minnar fylgist með hörmunga- fréttum af ákafa. Á endanum stend- ur dóttir hennar upp og slekkur. Mamma hennar mótmælir, en hún hækkar róminn: „Ég er búin að fá nóg af þessu! Það lagast ekkert þó þetta sé í gangi! Nú hlustum við á Fairuz.“ Móðir hennar og móð- ursystir malda aðeins í móinn en hætta mótbárunum þegar þær kom- ast að því að ég elska líka Fairuz. Líbönsku tónlistarkonuna sem öll Mið-Austurlönd elska jafn heitt. Rödd hennar er svo blíð og ómþýð að ég er viss um að hún gæti kom- ið á friði með því einu að syngja. Í Sýrlandi hlustar maður á Fairuz á morgnana. Rödd hennar er nær órjúfanlegur hluti dögunarinnar og lögin hennar eru ljúft veganesti inn í daginn. Líka þegar það er stríð. Maðurinn minn hefur stundum gert grín að mér þegar ég hlusta á hana á öðrum tímum dagsins. „Ef þú gerðir þetta í Sýrlandi yrðir þú lögð í einelti það sem eftir er,“ segir hann stundum og hlær. Við hlust- um bara á Fairuz á morgnana. Það er hennar tími. Það líður rúmur sólarhringur frá því að þetta er að gerast og þar til Sameinuðu þjóðirnar staðfesta að fjöldamorð hafi átt sér stað í Al- eppo. Um leið hætta vestrænir fjöl- miðlar að tala um „meint dráp á almennum borgurum“. Þora loks- ins að greina frá því sem hefur gengið á, þó ekki fari mikið fyrir fréttunum fyrst um sinn. Á arab- ísku stöðvunum er bein útsending allan sólarhringinn. Frænkur og frændur koma í heimsókn. Andrúmsloftið minnir um margt á andrúmsloftið á heim- ili fólks sem hefur misst náinn ætt- ingja. Allir samankomnir, að reyna að njóta þess að vera saman, en sorgin er alltumlykjandi. Stundum er hlegið og gantast, en svo koma alltaf þessar þungu þagnir inn á milli sem sjónvarpið fyllir svo upp í með fréttum af þjóðarmorðinu heima. Í hvert skipti sem einhver í hálf- um hljóðum segir eitthvað um „Haleb“ verður fólk niðurlútt. Tengdamóðir mín og systir hennar biðja og spyrja reglulega út í tómið „af hverju?“ með brostinni röddu. Svo heldur lífið áfram eins og það gerir alltaf, þó heimurinn hafi stöðvast um stund. Við mág- ur minn pirrum okkur á páfa- gauknum og veltum því fyrir okk- ur hvernig frændi hans tæki því ef við slepptum honum „óvart“ út um gluggann. Óttablandinn sorgartónn Við förum á basarinn og kaup- um inn. Þær systur ætla að fagna komu minni með því að elda upp- áhalds matinn minn. Á basarnum hittum við fleiri Sýrlendinga. All- ir tala um „Halab“ í þessum sama tóni, lágstemmdum, óttablöndnum sorgartóni. Segja allt aðeins lægra en þegar önnur málefni ber á góma, svona eins og þau séu að vanda sig að segja þessa hræðilegu hluti upphátt. Í Antakya er fjöldi Sýr- lendinga. Ég tala ekki tyrknesku, en get bjargað mér á arabísku á hverju götuhorni, sem er óvenjulegt í Tyrk- landi. Antakya er lítil, sýrlensk ný- lenda þar sem eftirlifendur stríðsins bíða þess að lífið geti haldið áfram. Að þau geti ferðast frjáls og óhrædd þessa 100 kílómetra og hafið lífið sem þau yfirgáfu að nýju. Byrjað daginn með Fairuz og horft á börn- in sín vaxa úr grasi. En á því verður líklegast bið. Sumir munu aldrei aft- ur sjá landið sitt. Og ekkert þeirra mun nokkurn tíma sjá landið sem þau yfirgáfu. Það er ekki lengur til nema í minningum þeirra. Ástandið í Aleppo hefur aldrei verið verra en eftir árásir stjórnarhersins á óbreytta borgara undanfarna sólarhringa. Assad náði loks hinni fornu borg aftur á vald sitt en fórnarkostnaðurinn var þjóðarmorð. Það er rúmur mánuður síðan tengdamóðir mín og mágur flúðu Sýrland. Nú er bara einn sonur af fimm, auk tengdadóttur og litlu fimm mánaða gömlu ömmustelpunnar sem hún saknar svo mik- ið, eftir í Sýrlandi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.