Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 40
Ódýrt Afgangapasta. Hver hefur ekki lent í því að finnast ekki eiga neitt í ís- skápnum en samt er ísskápurinn fullur? Nýttu það sem þú átt og sparaðu búðarferðirnar í desember. Taktu allt sem er ætilegt í ísskápnum og skelltu pasta í pott. Allt er gott með pasta. Vegan Eftirrétturinn er besti hluti máltíðarinnar. Safinn úr kjúklingabaun- um er góður í staðinn fyrir eggjahvítur í marengs. Skelltu í marengs, veldu uppáhalds berin þín í búðinni og toppaðu eftirréttinn með besta vegan ís sem þú finnur í búðinni. Gæti orðið heimsins besti eftirréttur. Árstíðarbundið Lakkrístoppar eru gersemi árstíðarinnar sem er gengin í garð. Þeir eru sérstaklega auðveldir í vinnslu og fá hráefni. Þeyttu þrjár eggjahvítur, skelltu hlassi af púðursykri og lakkríssúkkulaði. Passaðu að þeyta vel, hafa í korter í ofninum og muna að njóta. GOTT Í MATINN Með eða á móti… jólalögum Helgi Einarsson Almennt er ég á móti jólalög- um. Eins og þau geta verið drepleiðinleg, eru þó nokkur ágæt eins og til dæmis Christmas in Holl- is með RUN DMC. Svo eru nokk- ur góð jólalögin sem ég syng með bræðrum mínum í Bartónum. Árni Grétar Jólalög eru nú bara oftast skemmtileg og fallega samin. Ég hef gaman af jólaplötum eins og með KK og Ellen – sem er bara svona einlægt og fallegt. Ég hef líka gert lagið Jólasveinar 1 og 808. Bara gaman! Sunna Axelsdóttir Finnst þér jólalög einhæf og leiðinleg? Ekki örvænta. Á gervihnattaöld leynist helling- ur af jólalögum á netinu, fullkomin fyrir þig og þinn lífsstíl. Mæli með jólaplötu Enya fyrir þá sem búa í kastala og reggae jólaplötum fyrir þá sem elska rauð jól. 66north.is Jólagjöfin er 66°Norður. Verðmat fasteigna verdmat.com

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.