Fréttatíminn - 22.12.2016, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 22. desember 2016
miðlum að eltingarleikur vitnis-
ins við árásarmanninn hefði ekki
staðið sleitulaust heldur hefði vitn-
ið misst sjónar á honum, skömmu
síðar talið sig hafa fundið réttan
mann, en skjátlast.
Um þriðjudagseftirmiðdegið
lét lögreglan vita: „Við erum með
rangan mann“. Og brýndi fyrir
almenningi að vera á varðbergi.
Klaus Kandt, yfirmaður Berlínarlög-
reglunnar, bætti við að brýnt væri
„að komast yfir nákvæma persónu-
lýsingu“. Þegar þetta er skrifað er
árásarmaðurinn enn ófundinn.
Hver þá?
Á þriðjudagskvöld lýstu hryðju-
verkasamtökin ISIS verknaðinum á
hendur sér. Verknaðurinn felur í sér
vísbendingu um að hann hafi litið
á sig sem „hermann ISIS“ eins og
samtökin orða það í yfirlýsingunni:
Í nóvemberhefti Rumiyah, áróðurs-
rits ISIS, birtust ítarlegar leiðbein-
ingar um árás á samkomustaði með
flutningabíl.
Enn er þó ekki vitað hvort það
þýði að árásarmaðurinn hafi tilheyrt
þeim félagsskap og skipulagt árásina
í slagtogi við aðra innan samtak-
anna. Þar sem skilaboðin frá svo-
nefndri fréttaþjónustu þeirra inni-
héldu engar upplýsingar umfram
þær sem þegar höfðu birst í fréttum
þykir það jafnvel heldur ósennilegt.
Annar möguleiki er að árásarmaður-
inn hafi verið einn á ferð en framið
árásina sem svar við kalli ISIS um
árásir á Vesturlönd.
Átökin
Öngþveitið er ekki á götunum, það
er í miðlunum: á netinu, í blöðum
og útvarpi, á Twitter, Facebook og
Reddit – alls staðar þar sem er tek-
ist á um túlkanir atburðarins: „Við
verðum að viðurkenna að við eigum
í stríðsástandi, þó að fólk sem aðeins
sér það góða vilji ekki sjá það,“ sagði
Klaus Bouillon, formaður innanrík-
isráðherraráðs sambandslandanna,
á þriðjudag. Um leið tilkynnti hann
að aukið verði snarlega við útbúnað
lögreglunnar með „þungavopnum:
rifflum, skammbyssum og vélbys-
sum.“
Bouillon var svarað sama dag af
samflokksmanni hans í flokki Ang-
elu Merkel, CDU: „Við erum ekki í
stríði, það er eitthvað allt annað,“
sagði Reiner Haseloff, forsætisráð-
herra Saxlands-Anhalts – „við látum
ekki Salafista draga okkur í stríð í
okkar eigin landi.“
Sama dag stappa forsetinn Gauck
og kanslarinn Merkel stálinu í íbúa
landsins í sjónvarpsávörpum, ít-
reka mikilvægi þess að láta ekki
undan hatri. Merkel brýnir fyrir
landsmönnnum að finna „þróttinn
sem það krefst að lifa því lífi sem við
viljum lifa í Þýskalandi: frjálsu, sam-
eiginlegu og opnu.“ Innanríkisráð-
herrann, Thomas de Maizière, legg-
ur til mögulega útfærslu á hinu opna
lífi, frjálsa, sameiginlega lífi þegar
hann segir öryggisviðbúnað verða
aukinn, til dæmis á gamlárskvöld,
og útskýrir: „Þegar ég segi að við
viljum ekki að frjálslegu lífi okkar sé
raskað, á það einnig við um gamlárs-
kvöld.“ Þessa dagana getur þannig
„frjálst, sameiginlegt og opið“ þýtt
fleiri löggur og þyngri vopn.
Veðið
Allir – stjórnmálamenn, stjórnmála-
skýrendur og almenningur á sam-
félagsmiðlum – virðast sammála
um að það hafi ekki verið óvænt að
árás sem þessi yrði í Berlín, held-
ur tímaspursmál. Ef það fæst stað-
fest, sem flestir ganga nú út frá, að
árásarmaðurinn teljist til íslamista,
jafnvel liðsmanna ISIS, þá er veiga-
mesta eftirstandandi spurningin um
staðreyndir málsins, hvernig hann
kom til landsins.
Í yfirlýsingu á þriðjudag for-
dæmdu regnhlífarsamtök fjögurra
stærstu samfélaga múslima í
Þýskalandi, Koordinationsrat der
Muslime, árásina. Aiman Mazyek,
formaður samtakanna, sagði
múslima Þýskalands munu biðja
fyrir fórnarlömbunum og aðstand-
endum þeirra, og hvatti til að
árásarmanninum yrði mætt með
„öllum þunga laganna“. Svipuðu
orðfæri beitti Merkel í ávarpi sem
var sjónvarpað, manninum skuli
refsað jafn harkalega og lög leyfa.
„Ég veit að það væri sérstaklega
erfitt fyrir okkur öll ef kæmi í ljós að
þessi verknaður hafi verið framinn
af manneskju sem hefði komið til
Þýskalands í leit að vernd og hæli,“
sagði Merkel í sama ávarpi. „Það
væri sérstaklega ógeðfellt gagnvart
þeim fjölmörgu Þjóðverjum sem
sinna flóttamannahjálp dag frá degi,
og gagnvart þeim fjölda fólks sem
raunverulega þarf á vernd okkar að
halda og leggur sig fram um að að-
lagast landi okkar.“
Ef árásarmaðurinn reynist hafa
komið til landsins sem flóttamað-
ur, eru kosningar næsta árs í húfi:
Hægri-öfgaflokkurinn AfD myndi
þá, ásamt fjölda annarra hópa,
meðal annars innan CDU, leggja
sig í líma við að skella skuldinni
á Merkel og þá stefnu hennar að
skjóta skjólshúsi yfir þá sýrlensku
flóttamenn sem til landsins koma.
Sú hreyfing iðar í skinninu: aðeins
tveimur tímum eftir árásina lauk
Marcus Pretzell, Evrópuþingmaður
AfD, Twitter-færslu um árásina með
orðunum: „Es sind Merkels Tote!“
– í grófri þýðingu: „Þetta eru fórn-
arlömb Merkel.“
Óvinurinn
Hliðstæð skilaboð bárust frá öllu
því popúlíska hægri sem við gæt-
um okkar á að kalla ekki fasista á
meðan þeir hafa engan drepið:
Frá le Pen í Frakklandi, Farage í
Bretlandi, Trump í Bandaríkjun-
um – öllum sem vilja líta á árásina
sem sönnun þess óláns sem dynji
yfir lönd sem taka flóttafólki opn-
um örmum. Þessar hreyfingar
eru í reynd ekki aðeins mótfalln-
ar hælisleitendum, heldur breið-
um hópum innflytjenda, ekki síst
múslimum. Þýskaland hefur, eftir
stefnumörkun Merkel árið 2015,
verið þyrnir í augum þeirra.
Þetta eru breiðfylkingarnar. Ýms-
ir smærri hópar gerast nú enn op-
inskárri um afnám annarra manna
réttinda sem grundvöll stefnu sinn-
ar. Munurinn á þessum hópum og
fasistum er ekki meiri en munur-
inn á gati og holu. Ein slík samtök í
Þýskalandi heita Einprozent, önnur
Identitäre Bewegung – Eittprósentið
og Sjálfsmyndahreyfingin. Á þriðju-
dagskvöld fylktu meðlimir þeirra í
Dresden liði í mótmælagöngu, með
slagorð á við „Stoppt den Terror!
Stoppt Merkel!“. Síðar í vikunni hafa
þeir hafa boðað til mótmælastöðu
við aðsetur kanslaraembættisins.
Þegar staðreyndir málsins koma
í ljós, eru því ekki aðeins kosn-
ingar að veði, í átökunum um túlk-
un árásarinnar, og ekki aðeins þýsk
stjórnmál, heldur verða þau kafli í
yfirstandandi átökum um afstöðu
Vesturlanda til innflytjenda, og til
sjálfra sín: Eru Vesturlönd eitthvað
opið eða eitthvað afgirt? Er gestrisni
lykilatriði í skilgreiningu á Vestur-
löndum, eða er vestrænt það að
koma fram við ókunnuga sem óvini?
Það nýstárlegasta í þessum átökum
um hugmyndafræði og stefnu er
kannski að þau birtast nú sem átök
milli frjálslynda hægrisins og öfga-
-hægrisins: milli kapítals sem vill
gjarnan meira vinnuafl, enda eru
Þjóðverjar óðum að eldast, og þjóð-
ernishyggju sem vill ekki helvítis
útlendingana. Hvar er vinstrið?
Árásarmaðurinn er enn ófund-
inn. Á miðvikudag sagðist lögreglan
hafa fundið bréf til rúmlega tvítugs
manns frá Túnis í flutningabíln-
um, Anis Amri. Hann liggur und-
ir grun og er hans nú leitað. Um-
sókn Amri um hæli í Þýskalandi er
sagt hafa verið synjað í júlí á þessu
ári, þar sem Túnis telst til öruggra
landa. De Maizière innanríkisráð-
herra segir að Anis Amri hafi verið
leitað frá því snemma á aðfaranótt
miðvikudags, en áréttar, í ljósi fyrri
reynslu, að grunurinn er enn óstað-
festur.
Ef árásarmaðurinn reyn-
ist hafa komið til landsins
sem flóttamaður, eru
kosningar næsta árs í húfi:
Hægri-öfgaflokkurinn AfD
myndi þá, ásamt fjölda
annarra hópa, meðal
annars innan CDU, leggja
sig í lima við að skella
skuldinni á Merkel.
Allir – stjórnmálamenn, stjórnmála-
skýrendur og almenningur á samfélags-
miðlum – virðast sammála um að það
hafi ekki verið óvænt að árás sem þessi
yrði í Berlín, heldur tímaspursmál.
Í Gullöld bílsins eftir Örn Sigurðsson er
þetta minnisstæða tímabil rifjað upp
með yfir 400 myndum af flottustu bíl
unum og auglýsingunum sem notaðar
voru til að kynna þá. Greint er frá því
helsta sem gerðist á þessum árum og
stiklað á stóru í sögu framleiðendanna.
Ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn!
Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar
voru risarnir þrír, General Motors, Ford
og Chrysler, nær allsráðandi á bílamark
aði heimsins. Á sama tíma átti sér stað
mesta bylting í tækni og hönnun sem
sést hefur og glæsilegustu bílar sögunnar
litu dagsins ljós.
Örn Sigurðsson landfræðingur og bíla
sagnfræðingur er höfundur bókanna
Íslenska bílaöldin og Króm og hvítir hringir,
og ritstjóri fjölda erlendra bíla og tækni
bóka sem komið hafa út hjá Forlaginu.
www.forlagið.is