Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017
Ferðaþjónusta Íslenska ríkið
seldi um tíma 1,5 lítra vatns-
flöskur á 800 krónur stykkið í
veitingasölunni í Skaftafelli við
Vatnajökulsþjóðgarð. Mörgum
hefur ofboðið verðlagningin. Að
sögn Sigrúnar Sigurgeirsdóttur,
rekstrarstjóra veitingasölunnar,
var um tímabundið tilraunastarf
að ræða.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is
Vatnajökulsþjóðgarður heldur úti
veitingasölu í Skaftafelli. Sigrún
er rekstrarstjóri veitingasölunn-
ar og segir að í sumar hafi verið
keyptir inn tveir kassar af vatni
frá Ícelandic Glacial. Vatnið var
kynnt fyrir henni sem valkostur
við léttvínsflöskur og var ákveðið
að kanna hvort eftirspurn væri eft-
ir slíku vatni. „Sú sem var að selja
þetta kom hingað í sumar og sagði
að sumir vildu hafa val um að kaupa
vatn í fallegum umbúðum í stað-
inn fyrir léttvín,“ segir Sigrún. Að
hennar sögn var ekki há álagning
á vatninu. Verðið megi skýra út frá
kostnaðarverði og að þjóðgarður-
inn megi ekki undirbjóða einkaað-
ila sem hafi selt umræddar vatns-
flöskur á svipuðu verði. „Þess vegna
reynum við að skoða verðlagningu
annars staðar og höfum það til hlið-
sjónar,“ segir Sigrún.
Sigrún ítrekar að á sama tíma hafi
verið boðið upp á frítt kranavatn
í veitingasölunni. „Þeir sem vildu
gátu fengið sér vatn og í kælinum
við hliðina á þessu vatni var önn-
ur tegund sem var miklu ódýrari.
Þetta tiltekna flöskuvatn var ekki
keypt inn í veitingasöluna aftur
einmitt á þeim forsendum að það er
hallærislegt að vera með fínt gler-
flöskuvatn við hliðina á fríu vatni,“
segir Sigrún.
Ari Eldjárn: 18 milljónir í miðasölu á tveimur dögum
Uppistand Allir miðar á ára-
mótasýningu Ara Eldjárns í
Háskólabíói seldust upp á einum
degi. Þá var bætt við miðum þar
til uppselt var á fjórar sýningar
í stóra sal bíósins. Ari ákvað að
storka ekki örlögunum með því
að bæta við fleiri sýningum. Miða-
salan nam 18 milljónum króna.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Þegar miðasala hófst á uppistand-
sýningu Ara Eldjárns í Háskólabíói
í lok desember seldust allir miðarn-
ir upp á fyrsta degi. Sýningin var
einskonar áramótaskaup Ara þar
sem hann fór yfir þjóðmálin á árinu.
Viðtökurnar komu uppistandaran-
um á óvart og ákvað hann að bæta
við aukasýningu. „Miðarnir á auka-
sýninguna seldust á nokkrum dög-
um, og sama átti við um þá þriðju.
Þegar selst hafði upp á fjórðu sýn-
inguna tiltölulega hratt, þá vildi ég
ekki storka örlögunum með því að
setja upp fleiri. Mér datt ekki í hug að
þetta gæti gengið svona mikið leng-
ur,“ segir Ari.
Verkið var sýnt fjórum sinnum á
tveimur dögum og var Ari að mestu
einn á sviðinu í rúmar tvær klukku-
stundir í senn. Hver miði kostaði
fimm þúsund krónur og voru um
900 miðar seldir á hverja sýningu.
Miðasala á einleikinn nam því um 18
milljónum króna.
Ari segist alls ekki fá alla upphæð-
ina í vasann því hann hafi þurft að
leigja salinn, borga starfsfólki laun
og auk þess greiði hann að sjálfsögðu
skatta af sínum hlut.
„Þetta var stórt og mikið verkefni
sem ég er feginn að hafa hent mér í,
en líka feginn að sé búið. Ég var dá-
lítið að brjóta formið. Í stað þess að
sjá einn um grínið þá notaði ég áhorf-
endur meira en ég er vanur. Þetta var
mitt áramótaskaup þar sem helstu
viðburðir ársins komu við sögu,
stjórnmálamenn, forsetaframbjóð-
endur og Panamaskjöl. Seinni hlutinn
var svo uppistandsveisla sem endaði í
með rokkhljómsveit og látum.“
Eftirspurnin eftir uppistandi er
augljóslega mikil því næsta verkefni
hjá Ara er sýningaröðin Mið-Ísland að
eilífu sem frumsýnd verður 12. jan-
úar í Þjóðleikhúskjallaranum. Nær
uppselt er á allar sýningar í janúar.
Síðan 2013 hefur sýningarröð Mið-
-Íslands gengið fyrir fullu húsi í Þjóð-
leikhúskjallaranum í fjóra mánuði.
Til stóð að sýna áramótaeinleik Ara
Eldjárns einu sinni í stóra sal Há-
skólabíós en eftirspurnin var svo mikil
að þremur aukasýningum var bætt við.
Ríkið seldi ferðamönnum
vatn á 800 krónur
Sigrún Sigurgeirsdótt-
ir segir að álagningin
á vatnsflöskurnar hafi
ekki verið mikil.
Lögreglumál Maður á sextugs-
aldri kom í annarlegu ástandi
með leigubíl að bráðamóttökunni
í Fossvogi á gamlársdag. Hann gat
lítið tjáð sig um hversvegna hann
var kominn á staðinn en reyndist
vera með hnífsstungusár á báðum
fótum. Annar áverkinn var djúp-
ur og hafði maðurinn misst mikið
blóð.
Maðurinn sagðist hafa verið í sam-
kvæmi í Breiðholti en vissi ekki ná-
kvæmlega hvar. Starfsfólk spítalans
kallaði til lögreglu sem var í marga
klukkutíma að leita uppi vettvang
hnífsstungunnar. Í ljós kom að mað-
urinn hafði verið í félagsskap með
óreglufólki í íbúð í Breiðholti, þegar
einhver tók eftir blóði á fæti hans.
Var hann því sendur með leigubíl á
bráðamóttökuna. Lögregla hand-
tók húsráðanda íbúðarinnar en hef-
ur engar vísbendingar um tildrög
hnífsstungunnar. Hvorki húsráð-
andi né maðurinn sjálfur gátu, sök-
um ölvunar, gefið skýringar á hnífs-
stungunum. Rannsókn málsins var
því hætt. | þt
Með óútskýranleg stungu
sár á bráðamóttöku
Stjórnmál Svo virðist sem að ekki
verði farin róttæk leið í uppstokk-
un í sjávarútvegsmálum. Skortur
á konum í efstu röðum Sjálf-
stæðisflokksins er áhyggjuefni.
Svanhildur Hólm og Ragnheiður
Ríkharðsdóttir koma til greina
sem ráðherrar.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Ekki verða gerðar grundvallar-
breytingar á kvótakerfinu í sjávar-
útvegi nái Björt framtíð, Viðreisn
og Sjálfstæðisflokkurinn að mynda
ríkisstjórn, samkvæmt heimildum
Fréttatímans. Í það minnsta er úti-
lokað að svokölluð uppboðsleið
verði farin þar sem aflaheimildir
útgerðarfyrirtækja yrðu innkallað-
ar og boðnar upp til hæstbjóðanda
á markaði. Bæði Viðreisn og Björt
framtíð töluðu fyrir slíkum róttæk-
um breytingum á kvótakerfinu í að-
draganda þingkosninganna í haust.
Markmiðið var að reyna að draga
úr aðkomu ríkisins og stjórnmála-
manna að útdeilingu á aflaheim-
ildum og að ríkið myndi fá hæsta
mögulega verð fyrir afnot á fisk-
veiðikvóta þjóðarinnar.
Á móti er líklegt að Björt framtíð
og Viðreisn fái fimm ráðherra sam-
tals, Viðreisn þrjá á meðan Björt
framtíð fengi tvo. Staða kvenna inn-
an Sjálfstæðisflokksins er hinsvegar
áhyggjuefni og hefur verið nefnt að
Svanhildur Hólm Valsdóttir, að-
stoðarkona Bjarna Benediktsson-
ar, verði ráðherra, þó hugsanlega
aðeins tímabundið. Ragnheiður
Ríkharðsdóttir hefur einnig verið
nefnd sem ráðherraefni.
Viðræður á milli f lokkanna
þriggja eru langt komnar og svo
komið að farið er að ræða ráð-
herraembætti. Síðast steytti á sam-
starfi á milli f lokkanna þriggja
vegna sjávarútvegsmála, en nú virð-
ast Björt framtíð og Viðreisn hafa
gefið allnokkuð eftir.
Svo virðist sem uppboðsleið sé
alveg slegin út af borðinu en til um-
ræðu er að breyta því hvernig veiði-
gjöldin eru innheimt. Jafnvel komi
til greina að taka upp kerfi sem
leiði til þess að veiðigjöldin lækki
þegar krónan er sterk til að koma
til móts við sjávarútvegsfyrirtæk-
in þegar illa árar fyrir þau. Frétta-
tíminn hefur ekki upplýsingar um
hvernig nákvæmlega þetta nýja inn-
heimtukerfi er hugsað þar sem tals-
verð leynd er yfir tilllögunum sem
til umræðu eru á milli flokkanna
þriggja.
Ljóst er hins vegar að Viðreisn og
Björt framtíð hafa horfið frá þeirri
uppstokkun á kvótakerfinu sem
flokkarnir boðuðu fyrir kosningar,
þeir hafa horfið frá innleiðingu upp-
boðskerfis og þeir virðast hafa sæst
á útfærslu á innheimtu veiðigjalda
sem felur ekki endilega í sér hærri
gjaldtöku fyrir afnot af aflaheimild-
um í sjávarútvegi. Kvótakerfið verð-
ur því áfram til í nokkurn veginn
sömu mynd og áður.
Ekki er ljóst hver lendingin er í
Evrópumálum en Sjálfstæðismenn
beita þeim rökum að viðræður við
sambandið geti ekki hafist fyrr en
eftir árið 2020. Þannig sé í raun
ótímabært að ræða málið efnis-
lega. Til greina komi þó að kjósa
í lok kjörtímabils, en enn er deilt
um það hvernig spurningin um
Evrópusambandsaðild ætti að vera
orðuð.
Menning Listamenn vilja skaða-
bætur frá Reykjanesbæ eftir að
listaverk í bænum var sprengt í
loft upp.
Listamaðurinn Haukur Halldórsson
og viðskiptafræðingurinn Sverrir
Örn Sigurjónsson hafa farið fram
á að þeim verði bætt tjón sem varð
á skúlptúr eftir Hauk, en hann var
eyðilagður með flugeldi eða heima-
gerðri sprengju um áramótin 2011-
2012.
Málið var tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjaness í gær. Alls vilja
félagarnir að Reykjanesbær greiði
fyrirtæki þeirra, Víkingahringn-
um ehf., rétt rúmar þrjár milljón-
ir króna vegna skemmdarverk-
anna. Þessu hafnar þó lögmaður
Reykjanesbæjar.
„Þetta snýst um það hvort
Reykjanesbær hafi borið hlutlæga
ábyrgð á skaðabótarétti þar sem
við teljum að það hafi verið gagn-
kvæmur samningur um sýningu á
listaverkinu, báðum aðilum til hags-
bóta,“ segir Unnar Steinn Bjarndal,
lögmaður Reykjanesbæjar. Þetta
þýðir í fáum orðum að Reykjanes-
bær telur að þrumuguðinn hafi ekki
verið á ábyrgð bæjarins, heldur hafi
verkið verið í láni. Eigandinn hafi
hagnast á staðsetningu verksins þar
sem það hafi haft auglýsingagildi.
Það skiptir máli þegar kemur að
ábyrgð á verkinu, að mati Unnars.
„Það eru til fordæmi um svona
tilvik, þó ekki er varðar listaverk,
og því má segja að málið sé óvenju-
lega vaxið,“ segir Unnar, en aðal-
meðferð fer fram í málinu í mars.
Vilja skaðabætur vegna lista
verks sem var sprengt í loft upp
Listaverkið var sprengt upp
með flugeldi eða heimagerðri
sprengju um áramótin 2011-
2012 .
Hverfa frá kröfu um róttækar
breytingar á kvótakerfinu
Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppé hafa verið sam-
stiga í viðræðunum.
Mynd | Hari