Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 6

Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Iðnaður Útgerðarfélagið Hrað- frystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um laxeldi harkalega í skýrslu til Skipulagsstofnunar um fyrirhug- aða laxeldisstöð fyrirtækisins. Formaður veiðifélags Langadalsár segir að náttúra Íslands sé of dýrmæt til Ísland lendi í sömu stöðu og Noregur. Í skýrslunni segir að umhverfisáhrif laxeldis Gunnvarar á villta laxastofni séu ekki óafturkræf. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Stærsta útgerðarfélagið á Vestfjörð­ um, Hraðfrystihúsið Gunnvör, telur að útflutningstekjur af fyrirhuguðu laxeldi fyrirtækisins í Ísafjarðar­ djúpi muni nema fimm milljörðum króna og að sjötíu störf muni skap­ ast á norðanverðum Vestfjörðum ef að eldinu verður. Þessum tölum er meðal annars stillt upp gegn um 500 milljóna króna tekjum sem landeigendur í Ísafjarðardjúpi hafa af leigu á laxveiðiréttindum í þeim laxveiðiám sem liggja að Ísafjarðar­ djúpi. Þessar upplýsingar um um­ hverfisleg og samfélags áhrif á fyrirhuguðu laxeldi dótturfélags útgerðarfyrirtækisins, Háafelli ehf., er að finna í frummatsskýr­ slu um laxeldið sem gerð var opin­ ber á vefsíðu á Skipulagsstofnun­ ar í desember. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna til Skipulagsstofnunar rennur út þann 23. janúar. Umhverfisstofnun veitti Háafelli ehf. leyfi fyrir sjókvíaeldinu í lok nóvember síðastliðinn. Laxeldi í sjókvíum hefur ekki áður verið reynt í Djúpinu fyrir utan tvær litl­ ar kvíar fyrir þrjátíu árum síðan. Því er um að ræða eðlisbreytingu á lífríki Ísafjarðardjúps. Náttúran of dýrmæt Umræðan um laxeldi í sjó á Íslandi hefur verið talsverð síðustu ár og sérstaklega mánuði þar sem fyrir liggur mikil aukning á þessu eldi. Gagnrýnendur laxeldisins, meðal annars Landssamband íslenskra veiðifélaga, sem hefur hagsmuni af því að eldislax spilli ekki íslenskum laxastofnum, hefur meðal annars gagnrýnt þessa þróun harðlega vegna hættu á erfðamengun og þar með eyðileggingu á villta íslenska laxastofninum. Ein af niðurstöðum Gunnvarar er að umhverfisáhrifin af laxeldinu séu „óveruleg til nokkuð neikvæð“ þar sem einungis sé um afturkræf og tímabundin áhrif að ræða ef það gerist að eldislaxinn úr kvíum fyr­ irtækisins sleppi og blandist saman við villta laxastofna. Formaður veiðifélags Langa­ dals ár, Þorleifur Pálsson, segir að hann sé ósammála þessu mati og að norsk fyrirtæki í laxeldi séu að koma til Íslands með starfsemi sem búið sé að banna í Noregi, meðal annars vegna erfðamengunar. „Mér finnst þetta vera skammsýni. Í stór­ um hluta laxeldis á Vestfjörðum er notast við erlent fjármagn. Það er búið að banna opið sjókvíaeldi í Noregi. Þeir eru bara að koma hing­ að að okkur bakdyramegin. Náttúr­ an okkar er mikið dýrmætari en svo að við viljum lenda í sömu sporum og Norðmenn.“ Þá segir Gunnvör í skýrslunni að umfjöllun fjölmiðla á Íslandi um lax­ eldi hafi verið „tilfinningaþrungin“ og „ófagleg“ í gegnum tíðina og að þessu þurfi að breyta: „Við leggjum áhersla á að faglega verði unnið að umhverfismati fyrir laxeldi og að skoðanir eða ákvarðanir stjórnsýslu­ stofnana og annarra mótist ekki af óvönduðum fréttaflutningi sem því miður er oft á tíðum einkennandi fyrir fjölmiðla hér á landi.“ Ný störf og milljarðatekjur Í kýrslunni, sem er 230 blaðsíður að lengd og mjög ítarleg, kemur fram sú sýn Hraðfrystihúss Gunnvarar að laxeldi í sjó geti í framtíðinni orðið jafn fjárhagslega mikilvægt fyrir atvinnulíf Vestfjarða og hefð­ bundinn sjávarútvegur er í dag og að þessi iðnaður geti orðið stærri og mikilvægari en aðrar atvinnu­ greinar sem byggja beint eða óbeint á nýtingu náttúrunnar í Ísafjarðar­ djúpi, til dæmis ferðaþjónusta og nýting á laxveiðiréttindum. „Það getur orðið jafnstór stoð í hagkerf­ inu og hefðbundinn sjávarútvegur á Vestfjörðum er í dag. Atvinnuá­ hrifin, verðmætasköpunin og marg­ feldisáhrifin af uppbyggingu í lax­ eldi getur snúið við þeirri neikvæðu þróun sem hefur verið viðvarandi á Vestfjörðum. […] Miðað við 7.000 tonna sjókvíaeldi Háafells þá má gera ráð fyrir að útflutningstekjur verði um 5 milljarðar á ári. Þetta eru mun meiri tekjur en hjá öðrum atvinnugreinum sem nýta auðlindir í innanverðu Ísafjarðardjúpi eins og rækjuveiðar og laxveiði.“ Þannig má sjá þá hugmynd í skýr­ slu Gunnvarar að laxeldi geti með öðrum orðum bjargað byggðinni á norðanverðum Vestfjörðum eða snúið þeirri byggðaþróun sem ver­ ið hefur á svæðinu síðastliðna ára­ tugi. Laxeldið er því ekki aðeins stórt atvinnuþróunarlegt atriði heldur einnig stór og mikilvæg sam­ félagsleg spurning þar sem vitnað er í skýrslu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða þess efnis að 10 þúsund tonna framleiðsla geti skapað 132 ný störf og að 30 þúsund tonna laxeld­ isframleiðsla geti aukið íbúafjölda á svæðinu um 1000. Laxeldissvæði Gunnvarar Myndin sýnir þau svæði í Ísafjarðar­ djúpi þar sem Hraðfrystihúsið Gunnvör hyggst vera með laxeld­ iskvíar sínar, auk seiðaeldisstöðv­ ar á Nauteyri og slátrunarstöðvar á Súðavík. Myndin er tekin úr skýrsl­ unni sem fyrirtækið hefur skilað til Skipulagsstofnunar. Útgerðarfélag telur laxeldi geta bjargað byggð á Vestfjörðum Skýringarmyndin sýnir hvar sjókvíar Háafells munu verða staðsettar í Ísafjarðardjúpi. Hraðfrystihúsið Gunn- vör gagnrýnir frétta- flutning um laxeldi á Íslandi og nefnir RÚV sérstaklega til sögunnar en hælir Morgunblaðinu. Einar Valur Kristjánsson er framkvæmdastjóri Gunnvarar sem jafnframt er hluthafi í Morgunblaðinu. Laxalús er ekki vandamál hér á landi, ólíkt Skotlandi. Laxeldi sögð töpuð barátta í Skotlandi Fiskeldi - Skoskir fjölmiðlar greina frá því að áframhaldandi laxeldi þar í landi sé töpuð bar- átta vegna skæðrar laxalúsar sem hefur þróað með sér lyfjaónæmi. Notkun Skota á slíkum lyfjum hefur tífaldast á tíu árum. Dýra- læknir hjá MAST segir að engin slík lyf þurfi á Íslandi vegna hita sjávar og því mikil tækifæri fyrir Íslendinga í laxeldi. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Skoska dagblaðið The Press and Jo­ urnal greindi frá því á dögunum að árleg notkun á ýmsum eiturefnum sem eru notuð til að drepa laxa­ lús hafi margfaldast á síðustu tíu árum. Framleiðsla á eldislaxi hef­ ur einungis aukist um þriðjung á sama tíma. Í fyrra notuðu Skotar tæpt hálft tonn af eiturefnum, sem mörg hver eru skaðleg lífríki hafs­ ins. Laxalús er síst minna vanda­ mál í Noregi og Síle sem framleiða samtals um tvo þriðju alls eldislax í heimi. Líkt og Fréttatíminn hef­ ur greint frá hafa norsk eldisfyrir­ æki fjármagnað íslenskt laxeldi að miklu leyti. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk­ sjúkdóma hjá Matvælastofn­ un, segir að engin eiturefni séu nauðsynleg á Íslandi. Hann segir að laxalús sé fylgifiskur laxins alls staðar en sé ekki alvarlegt vanda­ mál hér á landi. „Við höfum aldrei, aldrei meðhöndlað gegn laxalús hér á landi. Það hefur ekki einu sinni komið til álita. Þetta er meira vandamál þegar þú ferð sunnar í Atlantshafinu. Strax við Færeyj­ ar fer sjávarhiti aldrei undir sex og hálfa gráðu yfir háveturinn og þetta er kjörhitasvið laxalúsarinn­ ar. Þannig að þar getur hún fjölgað sér allt árið. Þar koma nýjar og nýj­ ar bylgjur og kynslóðir sem eru að byggja sig upp gegn eiturefnum,“ segir Gísli. REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR www.husgagnahollin.is 558 1100 afsláttur 60% Allt að ÚTSALA RISA

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.