Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 22

Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Megum við borða dýr og skiptir það máli hvort dýr hugsi og finni til? Þetta eru spurningar sem maðurinn hefur velt fyrir sér í þúsundir ára og enn hefur ekki fengist nein algild niðurstaða. Iðn- væðing landbúnaðar og gróður- húsaáhrif hafa glætt umræðuna nýju lífi og segir heimspekingur- inn Jón Á. Kalmansson Íslendinga verða að móta sér skoðun þegar kemur að landbúnaði og velferð dýra. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Dýrasiðfræði hefur verið til frá því að maðurinn fór að velta fyrir sér stöðu sinni í heiminum og þurfum við ekki annað en að lesa biblíuna til að sjá texta sem fjalla um sam- band okkar við dýrin og hvernig við eigum að koma fram við þau. Á sínum tíma komst Aristótel- es að þeirri niðurstöðu að dýr hafi skynjun en ekki skynsemi en það er umdeilt hvað vakti fyrir honum með þeirri pælingu. Síðan þá hef- ur mikið verið fjallað um eiginleika dýra innan heimspekinnar, hvort þau séu gædd skynsemi eða ekki og hvort og hvernig þau skynji ver- öldina. Samband manna og dýra hefur verið eitt helsta deilumáliið innan siðfræðinnar og þá sér í lagi hvernig við réttlætum framkomu okkar við dýrin. Það hefur alltaf verið mann- inum ofarlega í huga að finna rétt- lætingar og rök fyrir því að borða og nota dýr. Getum gert það sem okkur sýnist „Vangaveltur um samband okkar við aðrar verur tengjast auðvitað hugmyndinni um það hver við sjálf erum og hvert hlutverk okkar er,“ segir Jón Á. Kalmannsson heim- spekingur en hann fjallaði um dýrasiðfræði á ársfundi siðfræðinga í gær. Jón segir dýrasiðfræðina að miklu leyti snúast um leitina að kenningum sem hægt sé að leggja til grundvallar þegar við hugsum um samband okkar við dýr. Best þekkta kenningin er upplýsinga- mannsins Benjamins Benthams en dýraverndunarlöggjöf í dag byggir að miklu leyti á hugmyndum hans. Bentham sagði það ekki skipta máli hvort dýr geti talað eða hugsað, það sem skiptir máli er hvort þau finna til sársauka eða ekki. Síðan þá hefur dýrasiðfræði að miklu leyti snúist um að ræða hvort kenning Benthams sé útgangspunkturinn eða hvort skoða eigi að fleiri sjón- armið. „Það eru mjög margar nálg- anir á þetta viðfangsefni og það er í raun ekki eitt sjónarmið sem ræð- ur för. Grundvallarspurningin er samt alltaf: „Er réttlætanlegt að við notum dýr eins og við notum þau?“ Maðurinn sem tegund hefur í viss- um skilningi sigrað alla keppinauta sína á jörðinni og í þeim skilningi getum við gert það sem okkur sýn- ist. En spurningin um það hvort við séum að gera rétt eða rangt leitar samt alltaf á okkur.“ Vafasöm matvælaframleiðsla Árið 1975 kom út bókin Animal Liberation eftir ástralska heim- spekinginn Peter Singer. Bókin olli straumhvörfum í dýravernd og hafði mikil áhrif á sístækkandi hóp meðvitaðra neytenda. Í bók- inni gagnrýnir Singer framkomu mannsins í garð dýra út frá hug- myndum um tegundafordóma, þ.e. að rétturinn til lífs sé háður því hvaða tegund það sé sem um er rætt. Einnig líkir hann yfirráðum mannsins yfir öðrum tegundum á jörðinni við þrælahald. „Singer hefur verið mjög öflugur í því að vekja athygli á dýravernd og það tengist aukinni verksmiðju- væðingu í landbúnaði. Hann var meðal þeirra fyrstu til að benda á það að þessi mikla iðnvæðing í matvælaframleiðslu væri mjög svo vafasöm út frá grundvallarsjónar- miðum um velferð dýra,“ segir Jón. „Gróðurhúsaáhrifin hafa svo bæst við umræðuna af sívaxandi þunga. Í fyrra birti Umhverfisstofnun Sam- einuðu þjóðanna skýrslu þar sem er hreinlega mælt með því að við gerumst grænmetisætur. Sú skýr- sla leggur reyndar ekki dýravelferð til grundvallar heldur er þar verið að tala um að komast hjá áhrifum loftslagsbreytinga og til að komast hjá hungri í heiminum.“ Hvernig eigum við að koma fram við dýr? Jón Á Kalmansson heimspekingur fjallaði um dýrasiðfræði á tuttugustu og fyrstu öldinni á ársfundi Siðfræði stofnunar í gær. Hann telur mikilvægt að Íslendingar hugsi vel um það hvernig landbúnað við viljum stunda. Mynd | Hari Vangaveltur um samband manna og dýra hafa fylgt manninum frá upphafi. Heilagur Frans frá Assisi (1181-1286) hefur verið nefndur dýrlingur dýranna og oft sagður vera frumkvöðull þeirrar hugsunar að allar lífverur séu jafnar frammi fyrir guði. Hann er sagður hafa talað við dýr og skynjað tilfinningar þeirra. Maðurinn sem tegund hefur í vissum skilningi sigrað alla keppinauta sína á jörðinni og í þeim skilningi getum við gert það sem okkur sýnist. En spurningin um það hvort við séum að gera rétt eða rangt leitar samt alltaf á okkur. Tryggðu þér PLÁSS! BÖRN+UNGL. K V IK A Kramhúsið ORKUSTÖÐ Í MIÐBÆNUM Ert þú líka á leið í Kramhúsið? DANSORKA NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST 9. JANÚAR ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ Afró Contemporary Magadans Bollywood Flamenco Tangó Beyoncé Balkan Ballett f/fullorðna Burlesque Kizomba ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ Yogakort Pilateskort Leikfimikort Herra Yoga Zumba STRONG by Zumba Powerfit Karlaleikfimi með Sóley ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ ✷ Breakdans 5-7 ára Breakdans miðstig Breakdans framhald Skapandi dans 1-3 og 4-7 bekkur Tónlistarleikhús 5-6 ára og 7-9 ára Skapandi dans 3ja ára Dans og skapandi hreyfing 4-5 ára Ballett og Flamenco fyrir 8-10 bekk AFRÓ börn og foreldri. Sími 551 5103 · kramhusid.is hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur ÚTSALAN ER HAFIN Skoðið úrvalið á

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.