Fréttatíminn - 06.01.2017, Síða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017
Jónína Leósdóttir hlakkar til hvers dags sem hún nýtir í að skrifa um
eftirlaunaþegann Eddu, en hún sendi frá sér bókina Stúlkan sem
enginn saknaði, nú fyrir skömmu. Jóhanna Sigurðardóttir, eiginkona
Jónínu, er dugleg að draga hana frá tölvunni í heilsubótargöngu.
Það kom Jónínu á óvart hvað íslenskir glæpasagnahöfundar standa vel saman. Myndir | Hari
Eiginkonan og
söguhetjan togast á
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Rithöfundurinn Jónína Leósdóttir sendi nýlega frá sér bókina Stúlkan sem enginn saknaði, en um er að ræða aðra
glæpasögu Jónínu sem fjallar um
eftirlaunaþegann Eddu sem leysir
erfiðar ráðgátur.
„Það var engin tilviljun að ég
valdi að skrifa um konu á eftirlauna-
aldri. Á vissan hátt var það gjöf til
sjálfrar mín. Aðalpersónur bók-
anna verða óhjákvæmilega vinnu-
félagar mínir og ég hef einstaklega
gaman af hressum og sjálfstæðum
konum sem eru óhræddar að segja
meiningu sína og komnar yfir það
að hafa áhyggjur af hvað öðrum
finnst,“ segir Jónína aðspurð hvers
vegna hún hafi valið að hafa aðal-
söguhetjuna konu á eftirlaunaaldri,
en konur á þeim aldri hafa ekki ver-
ið fyrirferðamiklar í glæpasögum
nútímans. Það er oftar sem við
sjáum yngri konur eða miðaldra
menn, sem lífið hefur leikið grátt,
leysa dularfullar ráðgátur.
„Aðalástæðan var þó að mig lang-
aði til að skrifa um manneskju sem
ekki er lengur á vinnumarkaðnum
og sýna að hún getur samt haft svo
margt til brunns að bera og fram að
færa. Þótt Edda sé orðin 67 ára er
hún bráðhress og eldklár og þegar
þjóðfélagið og fjölskyldan afskrifa
hana finnur hún sér sjálf spennandi
verkefni. Hún þefar uppi alls kyns
ráðgátur, bæði viljandi og óvart, og
þá kemur það henni jafnvel stund-
um til góða að vera meinleysisleg
„eldri dama“ sem fólk vanmetur.“
En hvað kom til að Jónína fór að
skrifa glæpasögur, eftir að hafa sent
frá sér nokkrar skáldsögur af öðr-
um toga? „Allar bækurnar mínar
fjalla um samskipti fólks – hvort
sem það eru fjölskyldur, pör, vinir,
vinnufélagar eða aðilar sem tengj-
ast á annan hátt. Mér finnst áhuga-
vert að beina kastljósi að alls kyns
aðstæðum sem fólk getur lent í á
lífsleiðinni og skoða hvernig það
bregst við. Bækurnar um Eddu eru
í raun líka um mannleg samskipti
og venjulegt fólk sem lendir í vanda.
Í fyrri skáldsögunum mínum höfðu
glæpir ekki komið við sögu en dag
einn rann einfaldlega upp fyrir mér
að það væri alveg kjörið að skrifa
svona bók sem spennusögu. Það var
næstum skrýtið að mér hefði ekki
dottið þetta í hug fyrr.“
Jónína kann vel við að vera kom-
in í hóp glæpasagnahöfunda en
það kom henni ánægjulega á óvart
hvað íslenskir glæpasagnahöfundar
standa vel saman og eiga góð sam-
skipti sín á milli.
„Mér var tekið opnum örmum
og m.a.s. boðið að taka þátt í pall-
borðsumræðum á glæpasagnahá-
tíðinni Iceland Noir 2014, rúmu ári
áður en fyrsta Eddubókin leit dags-
ins ljós,“ segir hún, en bókin Konan
í blokkinni kom út í byrjun janúar
á síðasta ári.
„Í fyrravor tók ég líka þátt í svip-
aðri hátíð í Newcastle ásamt þremur
öðrum höfundum frá Íslandi, Yrsu
Sigurðardóttur, Sólveigu Pálsdóttur
og Lilju Sigurðardóttur. Það var svo
gaman að ég held að hlátrasköllin
hljóti að hafa heyrst alla leið til Ís-
lands.“
Það var uppástunga Forlagsins
að gefa bókina út eftir jólin, líkt
og í fyrra, en Jónína viðurkennir
að hún hafi verið kvíðin fyrir því í
fyrstu. Bjóst við að fólk væri komið
með nóg af bókum á þeim árstíma.
Reynslan með síðustu bók var hins
vegar svo jákvæð að hún saknar
ekkert jólabókaflóðsins.
Jónína er rithöfundur í fullu starfi
og getur gleymt sér við skrif heilu
og hálfu dagana, en eftir að kon-
an hennar, Jóhanna Sigurðardótt-
ir, hætti í pólitík hefur hún verið
dugleg við að draga hana aðeins
frá tölvunni. Jóhanna veitir konu
sinni líka innblástur. „Jóhanna er
hiklaust frábær fyrirmynd, miklu
kraftmeiri og framkvæmdasamari
en ég. Það er kannski vandinn. Ég
gæti skrifað frá morgni til kvölds
og gerði það meðan hún var öll-
um stundum í vinnunni. En núna,
þegar Jóhanna er hætt í pólitíkinni,
er erfiðara fyrir mig að sitja eins og
klessa við tölvuna alla daga. Nú tog-
ast þær á – Edda sem vill láta skrifa
um sig og Jóhanna sem bendir mér
á mikilvægi þess að taka pásur og
fara í heilsubótargöngu,“ segir Jón-
ína kímin. En hún hlakkar til hvers
vinnudags með Eddu og sér fyr-
ir sér að skrifa töluvert meira um
hana ef guð lofar.
„ Jóhanna er hiklaust
frábær fyrirmynd, miklu
kraftmeiri og fram-
kvæmdasamari en ég. Það
er kannski vandinn. Ég
gæti skrifað frá morgni
til kvölds og gerði það
meðan hún var öllum
stundum í vinnunni. En
núna, þegar Jóhanna
er hætt í pólitíkinni, er
erfiðara fyrir mig að sitja
eins og klessa við tölvuna
alla daga.“
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum