Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 52
52 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Beyonce fyrsta konan í tæpan áratug á Coachella Tónlistarhátíðin Coachella í Kali- forníu er ein vinsælasta tónlist- arhátíð heims en hefur hún verið haldin síðan árið 1999. Hinsvegar er hátíðin ekki þekkt fyrir jafnrétti kynjanna þar sem skipuleggjendur hátíðarinnar þykja þó full gjarnir á að raða karlkyns listamönnum í öndvegissæti. Í sögu hátíðarinnar hafa einungis tvær konur verið að- alnúmerið á dagskránni og er það söngkonan Björk Guðmundsdóttir, 2007 og Beth Gibbons með hljóm- sveitinni Portishead 2008. Nú virð- ist þó nokkur breyting verða þar á því dagskráin þetta árið var kynnt á dögunum og kom þar í ljós að í þetta skiptið verður hin geysivinæla tónlistarkona Beyonce aðalnúmer hátíðarinnar, fyrsta konan í 9 ár til að hljóta það sæti. Björk & Beth Gibbons einu konurnar sem hafa áður verið aðalnúmerið. Björk á stóra sviði Coachella, 2007. Mynd | Getty Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Beyoncé stígur á karllægt svið, en þegar hún steig á stokk sem aðalnúmer bresku tónlistarhátíðar- innar Glastonbury árið 2011 var hún fyrsta konan í 21 ár, eða síðan Sinead O'Connor spilaði þar 1990. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Hormónar eru persónu-legt, rannsakandi ferðalag um tilfinn-ingalíf mannsins. Hið ósýnilega sem stjórnar öllu en fólk veltir ekki endilega of mikið fyrir sér,“ segir útvarpskon- an Anna Gyða Sigurgísladóttir sem hefur unnið að nýrri hlaðvarpsser- íu sem nefnist Hormónar. Á næstu vikum verður hægt að nálgast Hormóna á Hlaðvarpinu en fyrsti þátturinn af tíu er fer í loftið á Rás1 kl. 14 í dag. Í hverjum þætti rannsakar Anna eitt viðfangsefni og fer heiti þátt- anna eftir því: Raddir, Tilgang- ur lífsins, Sjúklingur, Dauðinn, Ástarsorg, Mamma og Adrenalín svo eitthvað sé nefnt. „Ég fékk hugmyndina að þáttunum því ég hlusta mikið á hlaðvarpsþætti. Með hverju árinu verða þeir meira skapandi og skemmtilegri. Hef mestan áhuga á sögum en það eru þær sem eru oft efniviður þessara þátta – ekki fræga fólkið og líf þess, heldur venjulegt fólk eins og Jón úti í bæ.“ „Ég er algjör tilfinningabangsi og finnst ýmsar tilfinningar ekki nógu mikið ræddar, bæði í sam- félaginu en líka í samræðum milli manna. Hlutirnir bæði ósýnilegir og tabú. Oft ógreinilegt hvað eru tilfinningar og hvað hormónar. Hversu mikið þessir þættir hafa áhrif á okkur. Þetta er það sem ég ætla að skoða í þáttunum. Mis- munandi vinkla og jafnvel setja hlutina í áður óþekkt samhengi.“ „Í fyrsta þættinum, sem nefnist Raddir og er þegar farinn í loftið, skoða ég mannsröddina. Ræði við transkonu sem var karl með djúpa rödd en er nú kona. Hún deilir með hlustendum hvernig röddin hefur breyst í gegnum kynleið- réttingarferlið, áhrif raddarinnar. Svo ræði ég við sópransöngkonu um röddina sem hljóðfæri. Hvern- ig það er að búa í eigin hljóðfæri. Rannsakar dauðann, ástarsorg og tilgang lífsins Hormónar eru ný hlaðvarpssería Önnu Gyðu. Velti upp spurningum eins og hvort sé hægt að tryggja röddina.“ „Annar þáttur fjallar um sjúk- linginn. Þátturinn skoðar hvað það þýði að vera „sjúklingur‘‘? Hvernig er einnig að upplifa sig sem sjúk- ling í samfélagi þar sem allir eiga að vera heilbrigðir. Skilaboðin eru þau að maður sé hamingjusamur ef maður er heilbrigður. Einhverjir eru kannski ósammála en það er mjög sérstakt að vera í stöðu sjúk- lingsins í samfélaginu. Sérstaklega hjá ungu fólki. Ég talaði við hóp ungs fólks sem hefur verið eða eru sjúklingar. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta fyrir í einum þætti er sú að ég stóð sjálf í þessum sporum fyrir þremur árum þegar ég lenti í slysi. Það hafði mikil áhrif á mig og sýn mín á heiminn breyttist dálítið.“ „Ástarsorgin er líka þáttur sem mér fannst gaman að vinna. Þegar ég hef upplifað ástarsorg hef ég ekki fundið neitt efni sem talar til mín á þeim tíma. Bíómyndir finnst mér yfirborðskenndar eða tala tungumál sem höfðar ekki til minna tilfinninga. Það eru ákveðin norm í samfélaginu sem gilda um þá sem eru í ástarsorg. Þú átt að ganga í gegnum sambandsslit á svona löngum tíma, vera svona lengi í ástarsorg og ganga í gegn- um sorgina á ákveðinn fágaðan máta. Í þættinum tala ég við sál- fræðing og fólk sem hefur verið í ástarsorg, heyri og ræði hliðar um ástarsorgina sem við tölum ekki um.“ Hún lýsir þáttunum sem heimildargerðarferðalagi. „Ég set upp spurningu og hlustendur fara inn í ferlið með mér. Þetta eru mikið af opnum spurningum sem ég mun ekki setja neitt eiginlegt svar við heldur einfaldlega skoða. Fara inn á svæði sem við jafnvel hræðumst, eins og dauðann, en eru spennandi, ögrandi.“ Útvarpskonan Anna Gyða Sigurgísladóttir hefur unnið að nýrri hlaðvarpsseríu sem nefnist Hormónar. Mynd | Saga Sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.