Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 54
54 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Hresstu upp á kakóbollann • Það þarf ekki meira en smá kanil og múskat út í súkkulað- ið til að fá góðan ilm í húsið og kósístemningu í kroppinn. • Til að fá rjúkandi bolla með austurlensku ívafi settu þá kardi mommur, negulnagla og stjörnuanís út í brædda súkkulaðið og ef þú vilt fara alla leið skiptu þá kúamjólk- inni út fyrir kókosmjólk. • Til að fá kaffibragð og koffín- skot með súkkulaðinu skelltu þá instantkaffi út í brætt súkkulaðið og þá ertu komin/n með svissmokka. • Ef þú elskar Pipp og AfterEight skelltu þá nokkrum mintulauf- um, eða mintutepoka, út í boll- ann til að skerpa á súkkulaði- bragðinu. • Að lokum er gott að skella risastórum og lungamjúkum sykurpúðum út í bollann, og jafnvel súkkulaðidropum líka. Við erum stödd á mesta á kakótíma ársins. Sumir gera heitt kakó með kakódufti en ef þú vilt gera vel við þig í myrkrinu skaltu bræða niður suðusúkkulaði og hella mjólk yfir til að fá ljóm- andi góðan kakóbolla. En það er líka hægt að hugsa út fyrir kassann og poppa bollann að- eins upp. Getur misst af partíum vegna Facebook-leysis Þeir Gunnar Örn og Smári Tarfur eiga það sameiginlegt að vera ekki með aðgang að Facebook. Þeir lýsa því hvern- ig það er að nota ekki miðil- inn mikla sem hefur valdið því að bróðurpartur daglegra samskipta okkar fer fram þar en ekki með beinum sam- skiptum, sms-i eða einfaldri símhringingu. Hvaða ástæð- ur liggja að baki vali þeirra og hvernig er lífið án þess? Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Það fyrsta sem ég man eftir á samfélagsmið-lunum var Myspace en þá var ég unglingur. Ég man að mér fannst það mjög ágeng pæling. Að setja manneskjur á netið – eins og fígúrur. Facebook er eins að einhverju leyti,“ segir Gunnar Örn Egilsson, nemi í arkitektúr í Danmörku, sem á ekki og hefur aldrei átt Facebook. „Það að eiga ekki Facebook er eins og að vera í félagslegri rannsókn. Hvernig ég breytist í samfélaginu og aðrir. Það er samt spurning hvort ég sé tilraunadýr- ið eða hinir. Maður upplifir að fólk er upptekið í símunum sín- um, ekki bara á Facebook heldur líka öðrum samfélagsmiðlum, en ég er ekki á neinum þeirra. Þegar það kemur dauð stund er eins og maður eigi bara að týna sér í sím- anum sínum en ekki eigin hugs- unum, með því stara út í loftið.“ Gunnar segist oft missa af partíum vegna Facebook-leys- is. „Það gerist af og til. Ég missti til dæmis af tveimur partíum í skólanum í vetur. Var boðið þegar partíin voru að byrja. Þá hafði gleymst að láta mig vita. Svo missir maður líklega af ýmsu sem maður kemst aldrei að en maður saknar ekki þess sem maður hefur ekki hugmynd um. Facebook-leysið er kannski að halda „FOMO-inu“ í skefjum.“ En hvernig nær Gunnar í ann- að fólk? „Ég hringi eða sendi tölvupóst. Fólk getur verið lengi að svara tölvupóstum en það er líklega út af því það tekur þeim svolítið alvarlega. Það er ekki mikið um að fólk hendi í svar einn, tveir og þrír. Maður þarf oftast að bíða í nokkra daga eftir svari. En maður lærir inn á manneskjur og er farinn vita sirka hversu langan tíma hver þarf. Ef emailið virkar ekki þá er það bara að hringja.“ „Ég nota líka tölvupóst í sam- skiptum við kennarana jafn- vel þó að þeir séu í sambandi við nemendur í skólanum á Facebook. Þá senda þeir mér, persónulega, tölvupóst með upplýsingum sem þeir skrif- uðu á Facebook. Enginn þeirra hefur enn beðið mig um að fá mér Facebook eða spurt mig um Facebook-leysið. Það er ákveðin fegurð í því að Facebook sé ekki þvingað upp á mann og maður hefur val.“ Vill forðast þetta gelda skjálíf „Ég á í nógu miklum erfiðleikum með athygli í lífinu almennt til að vera líka á Facebook. Það truflar all hressilega,“ segir tónlistar- maðurinn Smári Tarfur Jóseps- son sem er ekki á Facebook. „Ekki það að ég sé eitthvað svakalega á móti því. Ég hef al- veg prófað Facebook en fann þá að mig langaði ekki að vera hluti af því. Hins vegar er ég með listamanns- síðu á Facebook því ég er tónlistarmaður. Svona til að like-a og bjóða á tónleika. Ég nota Facebook ekki á nokkurn annan hátt. Er ekkert að skoða annað fólk eða neitt svoleiðis. Ef eitt- hvað skemmtilegt er að gerast hjá fólki sem það vill deila það má það bara segja mér það augliti til auglits. En ef það vill ekki deila því með mér þannig, þá finnst mér það líka bara frábært,“ segir Smári og hlær. „Mér finnst langskemmtileg- ast að upplifa manneskjuna en ekki skjáinn. Fyrir mitt leyti er hin mennska upplifun miklu skemmtilegri. Hvort sem fólk er að upplifa skemmtilega eða leiðinlega hluti. Það er þetta gelda skjálíf sem ég vil forðast.“ Smári segist ekki nota neina aðra samfélagsmiðla til að hafa samband við fólk heldur net- lausan síma. „Ég er bara með síma sem ég hef ekki aðgang að neti í. Get bara hringt og sent skilaboð. Fyrir mitt leyti eflir það upplifunin á því sem ég er að gera hverju sinni því það er ekkert til að trufla mig. Þó að sá möguleiki sé fyrir hendi að maður sér stöðugt ínáanlegur þá er það mitt val að vera ekki þar. Ég þarf ekki að hækka tíðnina á skilaboðum og þvíumlíku með þessu. Þó einhver setji sig í sam- band við mig þá þarf ég ekki að heyra í honum einn tveir og þrír. Það getur beðið.“ Gunnar Örn er Facebook- laus maður. Mynd | Hari Smári Tarfur segir gott að það sé ekki alltaf hægt að ná í sig. Kynferðislegt áreiti á götum úti er þema í sýningunni Konulandslag Anna Kolfinna Kuran kannar afleiðingar kynbundins áreitis. „Mér finnst ég hverfa algerlega þegar ég lendi í svona aðstæðum. Menn hugsa bara um mig í kynferð- islegum tilgangi og maður missir algerlega persónuleikann sinn,“ segir Anna Kolfinna Kuran, gjörn- ingarlistakona og dansari, sem setur upp sýninguna Konulands- lag sem endurspeglar viðhorf til kvenna í samfélaginu. Í sýningunni vinnur hún með ólíka miðla og verkin eru öll ólík en heyra undir sama þema „Ég hef verið að vinna með sýnileika og ósýnileika kvenlíkamans í námi mínu í New York. Áfrif „Catcalling“ eða kynbundins áreitis er eiginleg- ur útgangspunktur verkanna þar sem ég kanna hvaða áhrif kynferð- islegt áreiti á götum úti hefur á kon- ur, sjálfsmynd þeirra og líðan.“ Að sögn Önnu er umrædd kúgun ekki eins algeng á Íslandi og New York en klárlega til staðar. „Kynbundið áreiti á götum úti er algengara þegar áfengi er haft um hönd á Íslandi og því kannski falið vandamál. Úti er þetta meira í björtu dagsljósi. Þetta eru ekki endilega bara orð og köll því þetta getur líka verið orka og líkamstungumál. Karlmenn sem ég hef rætt þetta við á Íslandi trúa ekki að þetta eigi sér stað hérna heima, að þetta sé einungis erlent vanda- mál.“ „Þetta er feimnismál og konur ræða þetta ekki. En umræðan er að opnast úti í New York. “ Anna segir að það sé ótrúlega mikilvægt að ræða þetta vandamál því það sé fylgifiskur kúgunar kvenna. „Það er vandamál ef við erum blindar fyrir því að þetta sé vandamál. Svona ómeðvituð hegðun karlmanna hefur gríðarleg áhrif á sjálfsálit kvenna.“ Anna segir þetta hafa gríðarleg áhrif á hennar daglega líf. „Ég flutti ein út og fyrstu vikurnar var ég alltaf léttklædd út af hitanum en ég reyndi alltaf að haga klæðn- aðinum mínum þannig að ég mundi ekki sýna of mikið. Á sama tíma og ég var að fela mig var ég mjög með- vituð að þessi hegðun hjá mér væri ekki samkvæm sjálfri mér. Þetta hefur mikil áhrif á sjálfsöryggi mitt og hvernig ég haga mínu daglega lífi.“ | hdó Sýning Önnu Kolfinnu, Konu- landslag, endurspeglar viðhorf til kvenna í samfélaginu. Mynd | Hari LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSALA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.