Morgunblaðið - 22.12.2016, Side 6

Morgunblaðið - 22.12.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Heilsugæslan Höfða, Heilsuborg og Apótekarinn munu hefja starfsemi á Bíldshöfða 9 vorið 2017. Heilsukjarni rís á Ártúnshöfða Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í vondum veðrum að vetri til síð- ustu ár hefur fólk oft orðið innlyksa í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á mánudag biðu í þjónustumiðstöð- inni um 50 manns á einka- bílum af sér storminn sem gerði síðdegis og við gestastofuna á Haki voru þrjár stórar rút- ur í nokkra klukkutíma, en í þeim voru um 120 manns. Ákvörðun um að bíða eftir því að veðrið gengi niður hefur vafalítið verið rétt, því margir lentu í erfiðleikum á Mosfellsheiði. Gullni hringurinn getur verið erfiður Lokanir vega eins og um Mos- fellsheiði, Hellisheiði og Lyngdals- heiði hafa færst í vöxt á síðustu ár- um og var gripið til slíkra aðgerða á mánudag er vetrarhvellur skall á. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslu- fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, hefur viðrað þá hugmynd að fyrr verði gripið til slíkra aðgerða og eins skjótari innri lokana í Þjóð- garðinum. Með slíkum aðgerðum haldi öku- menn ekki upp á Mosfellsheiði að austan, en í þá átt leggja tugir rútubíla upp síðdegis á hverjum degi á leið til borgarinnar eftir ferð um Gullna hringinn. Síðdegis á mánudag kom Einar að fjórum bíl- um sem farið höfðu út af í blindbyl á Mosfellsheiði, þar á meðal rútu með 18 farþegum. Í engum tilvik- anna urðu alvarleg slys og segir Einar það mikla mildi. „Meðan ég beið eftir björg- unarliði var mjög mikil umferð alls konar farartækja framhjá slys- staðnum í arfavitlausu veðri. Þarna voru mun stærri rútur að læðast yf- ir heiðina í sortanum, en þær taka á sig miklu meiri vind en sú sem fór útaf,“ segir Einar. Hann segir mögulegt að starfs- fólk þjóðgarðsins geti aðstoðað við lokanir inni á svæðinu. Þrátt fyrir að lokað sé við Gljúfrastein í Mos- fellsdalnum og hjá Laugarvatni við Lyngdalsheiði geti tekið nokkurn tíma að senda viðbragðsbíla yfir heiðarnar til að loka við Miðfell og Grafningsafleggjara. Ef það geri hvell eftir hádegi séu þegar mjög margir ferðamenn staddir á Þing- völlum og oft á leið upp á Mosfells- heiði. Þá sé oft ekki búið að fullmanna Biðstöð strandaðra ferðamanna  Fólk oft innlyksa á Þingvöllum  Fyrr verði gripið til lokana innan þjóðgarðs  Kom að fjórum bílum utan vegar  Alls konar farartæki í arfavitlausu veðri Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen Í skjóli Fjöldi ferðamanna frá Asíu hefur heimsótt Ísland í ár. Þeirra á meðal þessi glaðlegi hópur frá Malasíu, sem leitaði skjóls í gestastofunni á Haki á mánudag. Þau höfðu ekki áður séð snjó, en fengu að kynnast íslenskum vetri. Einar Á. E. Sæmundsen „Það mátti við því búast að það væri erfitt að fá svona háttsettan yfir- mann lögreglu rannsakaðan al- mennilega,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lög- fræðingur Gunn- ars Scheving Thorsteinssonar, lögreglumanns, sem ásamt starfs- manni Nova kærði Öldu Hrönn Jó- hannesdóttur, aðallögfræðing lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Settur héraðssaksóknari í málinu, Lúðvík Bergvinsson, hefur fellt mál- ið niður þar sem hann telur litlar lík- ur á sakfellingu. Garðar Steinn ætlar að áfrýja þeirri niðurstöðu til setts saksóknara. „Eins og mál þetta liggur fyrir er þó ekkert sem bendir til þess að kærða hafi í heimildarleysi rannsak- að málið, aflað upplýsinga, dreift nektarmyndum eða borið rangar sakargiftir á kærendur,“ segir meðal annars í bréfi héraðssaksóknara. Garðar Steinn sagði í samtali við mbl.is að í ákvörðun héraðssaksókn- ara komi fram að nokkuð erfiðlega hafi gengið að fá lögreglu til að að- stoða við rannsókn málsins. Segir hann að ef þrýst væri á lögreglu að taka fleiri skýrslur, spyrja tiltekinna spurninga, væri hægt að varpa frek- ara ljósi á málið. Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður  Viðbúið að rann- sóknin yrði erfið Alda Hrönn Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.