Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ellingsen Bónus Ársæll Höfnin Gra nda garð ur Vald ís Við erum hér Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar á Grandagarði 13. Louis Marcel umgjörð kr. 16.900,- Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Jensen sólgleraugu kr. 12.900,- Jensen umgjörð kr.16.900,- Jón Þórisson jonth@mbl.is Það er ekki nýr sannleikur og hefur verið að gerast smám saman á undanförnum áratugum, að neyt- endur eru að gera sífellt meiri kröf- ur um að vissa séfyrir hvað menn eru að borða, hvaðan það kemur og hvernig farið sé með það,“ segir Magnús Bjarna- son, fram- kvæmdastjóri fyrirtækja- ráðgjafar hjá Kviku banka. „Besta leiðin til að tryggja að ekki verði misbrestur á því er að sami aðilinn stýri allri virðis- keðjunni. Þegar upp koma vanda- mál í virðiskeðjunni, hvort sem það er fiskur, grænmeti eða kjöt, er það oftast vegna þess að það eru óskyld- ir aðilar sem eru að höndla með sömu vöruna. Það hefur því oft vantað að til staðar sé aðili sem stendur að fullu að baki vörunni.“ Keyptu Icelandic Iberica Fram hefur komið að nýlega gengu íslenskir aðilar, flestir tengd- ir útgerð, frá kaupum á dótturfélagi Icelandic á Spáni, Icelandic Iberica. Þau útgerðarfyrirtæki sem standa að þessum kaupum eru FISK- Seafood á Sauðárkróki, Nesfiskur í Garði og Jakob Valgeir í Bolung- arvík. Munu þessi fyrirtæki vera á meðal helstu birgja Icelandic Iberica. Að auki stendur Sjávarsýn, fyrirtæki í eigu Bjarna Ármanns- sonar, að kaupunum. Stefnt er að því að efla sölu og markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum og verð- ur það gert undir merkjum „Ice- landic Seafood“ en aðilar gerðu með sér sérstakan leyfissamning um notkun nafnsins í Suður-Evrópu. Icelandic Iberica er einn helsti dreifingaraðili á léttsöltuðum þorski frá Íslandi, með yfir fjögur þúsund viðskiptavini og veltir ríflega 100 milljónum evra á síðasta ári, eða sem jafngildir um 12 milljörðum miðað við gengi evru um þessar mundir. Þannig er orðin til órofa keðja frá veiðum, vinnslu og sölu á íslensku sjávarfangi. „Ég er þeirrar skoðunar að þró- unin er vaxandi í þessa átt. Ef litið er til sjávarútvegsfyrirtækja sem vegnar hvað best í heiminum, svo sem Clearwater í Kanada, Trident í Bandaríkjunum eða Marine Har- vest í Noregi, þá eru þetta fyrirtæki sem í grunninn eru að veiða eða rækta fisk og hafa svo verið að þróast í þá átt að koma sér nær hin- um endanlega viðskiptavini,“ segir Magnús. Markaðurinn ræður á endanum „Mín reynsla af að eiga við versl- unarkeðjur er að þær eru að biðja um þetta og markaðurinn ræður alltaf á endanum.“ Magnús telur mjög líklegt að ríkur vilji sé meðal íslenskra framleiðenda að komast nær mörkuðunum. „Þetta hefur til dæmist sést hjá HB-Granda, Sam- herja og svo núna þegar þessir að- ilar keyptu sig sameiginlega inn í Icelandic Iberica. Ég tel því líkur á að frekari þróun í þessa átt muni eiga sér stað á næstu árum.“ Um aldir hafa Íslendingar selt fisk til Spánar. Einkum var það framan af þurrverkaður og flatt- ur fiskur. Um og eftir miðja síð- ustu öld hófu menn sölu á blautverkuðum söltuðum þorski, heilum eða í flökum. Hin síðari ár hafði eftirspurn þar í landi breyst á þann veg að Íslendingar hófu sölu á frosnum léttsöltuðum þorski. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var heildar- verðmæti útflutts saltaðs þorsks tæplega 20 milljarðar króna árið 2015. Verðmæt vara SALTFISKUR Krafa um að virðiskeðjan öll verði á einni hendi  Framleiðendur koma sér nær endanlegum viðskiptavini Magnús Bjarnason Sala jólatrjáa hjá skógræktarfélagi Reykjavíkur gekk vel á Jólamark- aðnum við Elliðavatn undanfarnar vikur, en sölunni lauk í gær. „Það gekk afskaplega vel hjá okkur,“ segir Gústaf Jarl Viðarsson skógfræðingur. Hann segir að um- ræða um mismunandi áhrif lifandi trjáa og plasttrjáa hafi skilað sér vel út í samfélagið og það sé mikið ánægjuefni. Stafafura var vinsælasta jólatréð á Jólamarkaðnum. Gústaf Jarl seg- ir að vinsælustu stærðirnar hafi verið 1-1,5 m og 1,5-2 m. Stærð og útlit trjáa sé samt mjög ein- staklingsbundið og flestir með sér- þarfir. Að koma og fá rétta tréð sé stund sem skipti fjölskyldur miklu máli. „Það er mikil eftirspurn eftir íslenskum jólatrjám og eftir að fólk hefur verið með furutré einu sinni heldur það því áfram vegna þess að furutréð heldur barrinu miklu bet- ur en önnur tré.“ Gústaf Jarl segir að þar sem að- fangadagur sé á laugardegi í ár dragi það vissulega úr stemning- unni vegna þess að það sé ákveðinn viðburður hjá mörgum fjölskyldum að velja sér jólatré og þær geri það gjarnan um helgar á aðventunni. Salan sé því mest um helgar og að margra mati sé langt frá síðasta markaðsdegi fram að jólum. Auk þess hafi veðrið töluvert að segja. „Það hefur ekki verið eins jólalegt og oft áður vegna snjóleysis,“ segir hann. „Þetta hefur verið öðruvísi en oft áður en engu að síður hefur okkur gengið mjög vel að selja tré. Við höfum líka fundið fyrir auknum áhuga og aukinni vitund gagnvart þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem fylgja því að vera með íslenskt tré í heimabyggð.“ Morgunblaðið/Kristinn Jólaskógur Vinsælt er að velja sér tré í jólaskóginum í Heiðmörk. Stafafura vinsælust hjá Skógræktinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.