Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 14
friðun yrði aflétt af timburhúsinu að
Veghúsastíg 1A og steinbænum að
Klapparstíg 19. Árið 2013 tók Minja-
stofnun neikvætt í affriðun steinbæj-
arins, en ekki var tekin endanleg af-
staða varðandi timburhúsið. Nokkr-
um árum áður hafði vatn lekið um
það (hitaveiturör sprakk) og húsið
var mikið skemmt og var það metið
ónýtt með álitsgerð 2011. Vegna
þessa álits mat heilbrigðiseftirlitið
húsið óíbúðaræft í ársbyrjun 2012.
Minjastofnun affriðaði húsið á árinu
2014 vegna bágs ástands þess og
gerði ekki athugasemdir við niðurrif
þess. Vegna fyrrgreindra umsagna
og álitsgerða var á fundi umhverfis-
og skipulagsráðs tekið jákvætt í að
auglýsa tillögu þá sem nú liggur fyr-
ir. Fram kemur í umsögn Margrétar
Þormar að Reykjavíkurborg hafi í
nokkrum álitsgerðum og minnis-
blöðum lagt á það áherslu að haldið
yrði í bæði húsin, steinbæinn á
Klapparstíg 19 og timburhúsið að
Veghúsastíg 1. Þó að timburhúsið sé
illa farið væri æskilegt að gera við
það eða eftir atvikum endurbyggja
það á núverandi stað, helst á upphaf-
legum undirstöðum. Vegna fram
kominna athugasemda var ákveðið
að fara yfir málið á ný með það í
huga að húsið stæði áfram á sínum
stað. Fram kemur í umsögninni að
tveir fundir voru haldnir á umhverf-
is- og skipulagssviði með fulltrúum
lóðarhafa. Fyrri fundurinn var hald-
inn 19. október 2016 og var þá lóðar-
höfum tilkynnt að borgin hefði,
vegna fram kominna athugasemda,
hug á því að vinna að því með lóðar-
höfum að varðveita húsið á Veghúsa-
stíg 1 og gera það upp/endurbyggja
það á sínum stað. Óskað var eftir því
að lóðarhafar legðu fram nýja tillögu
sem miðaði að varðveislu hússins.
Vildu halda í bæði húsin
Þann 28. nóvember 2016 var svo
haldinn annar fundur þar sem arki-
tekt deiliskipulagsbreytinganna,
Arkís arkitektar, lagði fram nýja til-
lögu sem miðaði að því að halda í
bæði steinbæinn og timburhúsið.
Gert var ráð fyrir að færa timbur-
húsið austar á lóðinni og voru ný-
byggingar auk þess hækkaðar um
eina hæð. Þá var með tillögunni gert
ráð fyrir að auka byggingarmagn
um u.þ.b 300 fermetra. Heildar–
byggingamagn á lóðinni yrði 1.115
fermetrar.
„Tillaga þessi tekur ekki nægilegt
mið af gömlu húsunum sem gert er
ráð fyrir að varðveita og er bygging-
armagn skv. breytingartillögu of
mikið fyrir þessa lóð,“ segir í um-
sögn skipulagsfulltrúa. Því var lagt
til að tillögu að deiliskipulagsbreyt-
ingu verði hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins vildu samþykkja deili-
skipulagið. Húsið hafi verið metið
ónýtt og óíbúðarhæft og Minja-
stofnun hafi ekki athugasemdir við
niðurrif þess.
Synja skipulagi í Skuggahverfi
Áralangar deilur um nýbyggingar og varðveislu gamalla húsa Borgaryfirvöld telja að ónýtt
timburhús við Vegahúsastíg hafi varðveislugildi Telja byggingamagn á lóðinni of mikið
Morgunblaðið/RAX
Veghúsastígur 1 Húsið var byggt 1899 en var dæmt óíbúðarhæft eftir leka.
Teikning/Arkís arkitektar
Tillagan sem var hafnað Reisa átti hús með sex íbúðum innan um eldri húsin tvö sem fyrir eru á lóðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Klapparstígur 19 Lóðarhafi hefur fallist á að steinhúsið fái að standa.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgaryfirvöld hafa hafnað breyt-
ingu á deiliskipulagi Skuggahverfis
vegna lóðanna nr. 19 við Klapparstíg
og nr. 1 við Veghúsastíg. Breyting-
unni var hafnað í umhverfis- og
skipulagsráði, síðan í borgarráði og
loks í borgarstjórn sl. þriðjudag. Þar
var synjun samþykkt með 10 at-
kvæðum borgarfulltrúa Samfylking-
arinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata
og Framsóknar og flugvallarvina
gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. Meirihlutinn
bókaði að hann hafni deiliskipulags-
tillögu um að heimilt verði að rífa
eða fjarlægja timburhúsið við Veg-
húsastíg, sem hafi ótvírætt varð-
veislugildi.
Um er að ræða verðmæta lóð í
hjarta Reykjavíkur sem styr hefur
staðið um árum saman.
Langur aðdragandi
Fram kemur í minnisblaði Mar-
grétar Þormar hjá skipulagsfulltrúa
borgarinnar að deiliskipulagsbreyt-
ing þessi hafi átt sér langan aðdrag-
anda sem hófst með því að lóðirnar
Veghúsastígur 1 og Klapparstígur
19 voru sameinaðar árið 2008. Sam-
kvæmt deiliskipulagi, sem samþykkt
var árið 2004, var gert ráð fyrir að
mætti rífa síðasta steinbæinn í
Skuggahverfi að Klapparstíg 19 og
hélst sú heimild inni þegar lóðirnar
voru sameinaðar árið 2008. Timbur-
húsið á Veghúsastíg 1 var byggt árið
1899. Árið 2009 var lögð fram fyrir-
spurn um nýbyggingu með sjö íbúð-
um og með þeirri tillögu var gert ráð
fyrir að rífa bæði steinbæinn og
timburhúsið. Þeirri tilögu var synjað
á fundi skipulagsráðs í september
2010 og var embætti skipulagsstjóra
falið að vinna að því með lóðarhöfum
að gera nýja tillögu, þar sem kannað
yrði hvort unnt væri að fella
steinbæinn á lóðinni inn í uppbygg-
inguna.
Lóðarhafi, Ottó ehf., fór fram á að
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is
Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16
Ljós á mynd:
VALENCIA frá BELID
Opnunartímar fyrir jól
22. des - 09:00-20:00
23. des - 09:00-22:00
24. des - Lokað