Morgunblaðið - 22.12.2016, Page 22

Morgunblaðið - 22.12.2016, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stöðnun hefurríkt íumferðar- málum í Reykjavík í tíð núverandi meirihluta í borg- arstjórn og má segja að þetta sé annað kjörtíma- bilið í röð, sem þessa ástands gætir. Það er freistandi að tala um metnaðarleysi í þessum efn- um, en því miður virðist sem framkvæmdaleysið sé sprottið af einbeittum metnaði til þess að þrengja að þeim, sem ferðast um borgina á bílum. Í Morgunblaðinu í gær er rætt við Hrein Haraldsson, forstjóra Vegagerðarinnar. Hann er spurður um ástæðuna fyrir því að ekkert hefur verið gert til að bæta úr á vega- köflum innan Reykjavíkur þar sem umferðarþungi er mikill. Hreinn bendir á að Vegagerð- in geti ekki ráðist í miklar vegaframkvæmdir án aðkomu sveitarfélaga. „Skipulags- valdið og veiting fram- kvæmdaleyfis liggur hjá þeim og þess vegna eru allar stórar framkvæmdir unnar í sam- starfi þó að Vegagerðin beri kostnaðinn af framkvæmdum þjóðvega, bæði innan og utan þéttbýlis,“ segir hann. Forstjóri Vegagerðarinnar nefnir gatnamót Reykjanes- brautar og Bústaðavegar við Elliðaárdalinn. Þar myndist langar biðraðir frá gatnamót- unum og langt inn með Sæ- braut, auk þess sem umferð af Miklubraut myndi röð á álags- tímum vestur í átt að Grens- ásvegi. „Vegagerðin telur vera brýnt að byggja þar mislæg gatnamót,“ segir Hreinn. „Það er hins vegar gott dæmi um fram- kvæmd, sem sveit- arfélag vill ekki ráðast í, þrátt fyrir að fjárveiting hafi verið komin fyrir framkvæmdinni á sínum tíma.“ Þessi frásögn ber frammi- stöðu meirihlutans í borginni í umferðarmálum sorglegt vitni. Það er ekki nóg með að hann sitji með hendur í skauti, hann vill beinlínis ekki gera vegakerfið í borginni skilvirk- ara þótt búið sé að útvega pen- ingana. Umrædd gatnamót eru ekki þau einu, sem valda teppu á álagstímum. Undir öllum venjulegum kringumstæðum myndu borgaryfirvöld líta á það sem skyldu sína að sjá til þess að greiða fyrir umferð í stað þess að ráðast í hernað gegn borgarbúum, kjósendum sínum, eflaust í þeirri trú að verði ástandið óbærilegt muni þeir hrekjast nauðugir í Strætó og þá verði markmið- inu náð. Það er ekkert að því að hvetja fólk til að taka strætó og bæta almenningssam- göngur. Einkabíllinn mun hins vegar seint hverfa af götunum. Eins og Hreinn segir mun aukin áhersla á almennings- samgöngur ekki endilega draga úr umferð einkabíla frá því sem nú er. Borgarstjórnin verður að horfast í augu við staðreyndir, leggja vendinum og þróa gatnakerfið þannig að það þoli álag, sem búast má við að vaxi á komandi árum frem- ur en að minnka. Ást borgarinnar á umferðarhnútum er slík að hún vill ekki einu sinni úrbætur þótt peningarnir hafi verið útvegaðir} Dáðlaus meirihluti Máli Seðla-bankans gegn Samherja, sem hófst með miklum látum fyr- ir nokkrum árum, er nú lokið af hálfu bankans. Síðasti hluti málsins hefur verið felldur niður með því að Seðlabank- inn hefur fallist á skýringar fyrirtækisins. Eftir stendur að Seðlabankinn lagði sekt á fyrirtækið, sem höfðað hefur ógildingarmál vegna sektar- innar. Hún var lögð á þegar fyrirtækið hafnaði sáttaboði bankans, sem bauð fyrirtæk- inu að greiða 8,5 milljónir króna til að ljúka málinu. Þegar horft er til umfangs málsins, þar með talið viða- mikillar húsleitar, verður að telja umrædda fjárhæð lítilfjörlega og geti tæpast rétt- lætt það sem lagt hafði verið í málið. Málatilbúnaður Seðlabank- ans og framganga öll í þessu máli er áhyggjuefni. Eðlilegt er að gætt sé hófs í slíkum að- gerðum og litið til þess að þær hafa veruleg áhrif á þá sem fyrir verða. Seðlabankinn virðist ekki taka þeim aðfinnslum sem gerðar hafa verið af þeirri al- vöru sem ástæða væri til. Það bendir ekki til að hann hygg- ist draga lærdóm af málinu, sem eykur enn á áhyggj- urnar. Seðlabankinn mætti leggja sig fram um að draga lærdóm af Samherjamálinu} Verulegt áhyggjuefni E ftir að hafa deilt með ykkur fal- legri jólasögu á aðventunni í fyrra, þegar vinur minn bauð fólki í mat á jóladag, þá hef ég velt því nokkuð fyrir mér hvaða innihaldsríku og fallegu jólasögu ég gæti fundið til að fylgja sögunni í fyrra eftir. Eigin- kona kunningja míns benti mér á stór- skemmtilegan pistil sem ritaður var í Árbæjarblaðið fyrir um tveimur áratugum síðan eða svo. Er hann merktur Birni Arnari Ólafssyni. Ef við kíkjum á bút úr greininni þá játar pistlahöfundur fljótlega á sig verknað. „Það var hefð hjá móður minni að byrja að baka cirka mánuði fyrir jól smákökur, sort- irnar voru margar og góðar og geymdar niðri í kjallara í þar til gerðri geymslu sem var læst. Þá var líka föst hefð á þessum árstíma að ég ásamt vinum mínum í blokkinni tækjum geymslulykilinn í okkar vörslu við og við, og ætum af þessum gersemum svona örlítið án þess að það myndi fattast. Ekki var snert á loftkökunum,“ viðurkennir Björn Arnar í þessum ágæta pistli á sínum tíma og ljóstrar því jafnframt upp hversu langt hann var tilbúinn að ganga til að hylja slóð sína sem ef til vill mætti kalla mylsnu í þessu tilfelli. „Svo þurfti maður að passa vandlega upp á að ekkert kæmist upp, gera falskan botn á dollurnar ef menn tóku hraustlega á því.“ Í fræðunum myndi ég halda að þetta væri kallað ein- beittur brotavilji. Björn heldur áfram og segist ekki vita hvort móðir sín hafi komist að þessu. Hér má skjóta því inn í að mæður eru svo vel innrétt- aðar að þær trúa nú engu misjöfnu upp á syn- ina. En tengdaforeldrar líta tengdasynina ef til vill öðrum augum. Sú virðist hafa verið upplifun Björns miðað við það sem síðar kem- ur fram í þessari jólahugvekju hans. „Frá þessum tíma hef ég örlítið stækkað en þroskast veit ég ekki, því þegar ég kynntist konunni minni, og flutti inn á tengdaforeldr- ana, þá hélt ég þessari skemmtilegu iðju áfram að læðast í dollurnar án þess að nokkur sæi og fá mér nokkrar kökur.“ Þessum Birni er greinilega fátt heilagt ef nokkuð. En landhelgin var aldeilis ekki óvar- in á þeim nýju miðum sem hann reri á í þetta skiptið því Björn heldur áfram og skrifar: „Sjaldan hefur mér brugðið jafnmikið þeg- ar ég einn daginn fyrir nokkrum árum læddist í eina dolluna hjá tengdamóður minni og í henni var miði sem á stóð: Viltu láta kökurnar í friði Böddi. Eftir rúmlega tuttugu ára farsælt starf var allt búið að komast upp, auðvitað var það kæruleysi hjá mér, nennti ekki lengur að gera falskan botn, lét bara lofta um kökurnar og fannst alltaf vera jafnmikið í dollunum.“ Fyrir metnaðarfulla smákökuþjófa má draga af þessu lærdóm nú á aðventunni sem er háannatími hjá smá- kökuþjófum. Menn ættu ekki að láta af vinnubrögðum sem vel hafa reynst. Kæruleysið er hættulegt eins og Björn bendir á. kris@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Fingralangur gerði falska botna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Margir velja að gefa fólkigjafabréf í stað þess aðkaupa sérstakar gjafirfyrir nákomna. Engar samræmdar reglur eru þó til varð- andi gildistíma þeirra að því undan- skildu að þau duga að hámarki í fjögur ár áður en þau fyrnast. Ólafur Arnarson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir samtökin vara við kaupum gjafabréfa vegna þeirrar hættu á fjártjóni sem því fylgir, bæði vegna gjaldþrota verslana eða þjónustuaðila og líka því að hætta er á að viðtakandi gjafabréfs gleymi því og noti ekki í tæka tíð. Helst inneign á bankakorti „Ef neytendur treysta því að bankar séu ekki að fara á hausinn er líklega einna öruggast að gefa inn- eignarkort frá banka fremur en gjafabréf frá einstökum verslunum. Það er í raun debetkort sem hægt er að nota hvar sem nota má slík kort og neytendur geta fengið greitt út ónotaða inneign,“ segir Ólafur í skriflegu svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins. Á Íslandi eru til verklagsreglur um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf. Þessar reglur eru leið- beinandi og er verslunum því ekki skylt að fara eftir þeim. Hvað gjafa- bréfin og inneignarnótur varðar gildir sú eina regla að þau gildi í allt að fjögur ár frá útgáfudegi en það er hefðbundinn fyrningarfrestur. „Við bendum neytendum á að ef þeir kaupa eða fá gjafakort að gjöf sé mikilvægt að þeir kynni sér skil- mála og gildistíma gaumgæfilega. Líka smáa letrið. Það eru allt of mörg gjafakort sem renna út og enda sem gjöf til kaupmannsins en ekki þess sem ætlað var að njóta,“ segir Ólafur. Steingrímur Sigfússon, endur- skoðandi hjá KPMG, segir að ef neytandi nýtir ekki gjafabréf þá skrái fyrirtækið slíkt sem tekjur í bókhaldi sínu. Af því er greiddur hefðbundinn tekjuskattur. „Þetta er bara nákvæmega eins og ef þú sem neytandi gefur fyrirtækinu gjöf. Af því er greiddur 20% tekjuskattur en að öðru leyti er þetta bókfært sem gróði fyrirtækisins. Í bókhaldi sínu niðurfellir fyrirtækið skuldina eftir þann tíma sem tilgreindur er á gjafabréfinu,“segir Steingrímur. Mega ekki skipta sér af Lárus M.K. Ólafsson, lögfræð- ingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir að engin tilmæli séu til verslana um að hafa einn hátt umfram annan þegar kemur að gildistíma og ákvæðum gjafabréfa. „Efnahags- og viðskiptaráðuneytið gaf út leiðbeinandi fyrirmæli um innlegsnótur og gjafakort sem ekki er bindandi heldur leiðbeinandi til- mæli. Við höfum tekið undir það sem kemur þarna fram en ekki gefið nein fyrirmæli til okkar fyrirtækja enda megum við ekki gefa út neitt samræmt frá okkur sem samræmist ekki samkeppnislögum. Við sem samtök höfum ekki afskipti af fyrirtækjum að öðru leyti en að hvetja þau til að fara eftir lögum,“ segir Lárus og bendir á að samræmd- ar reglur hvað innleggs- nótur og gjafakort varðar þyrftu að koma frá stjórn- völdum. Kærunefnd lausafjár- og þjón- ustukaupa hefur a.m.k. tvívegis úrskurðað um mál er tengjast gjafabréfum. Fyrra skiptið er frá árinu 2008 þar sem eigandi 5.000 kr. gjafabréfs sem gilti í fjórum verslunum í eitt ár kom fjórum mánuðum eftir að bréfið var útrunnið. Nefndin var klofin í afstöðu sinni. Meirihluti taldi að versluninni hefði ekki verið heimilt að synja neytanda um kaup á vörum í fyrirtækjunum. Hitt tilvikið er frá 2015. Þá leitaði eigandi tveggja gjafa- bréfa til nefndarinnar í kjölfar gjaldþrots búsáhaldaverslunar. Krafðist hann riftunar samnings um kaup á gjafabréfunum og endurgreiðslu. Nefndin taldi eiganda heimilt að krefjast þess en að hann þyrfi að gera kröfu á þrotabú verslunarinnar í von um endurgreiðslu. Tvö kærumál hjá nefndinni GJAFABRÉF Varar við kaupum gjafabréfa í jólagjöf Morgunblaðið/Kristinn Gjafabréf Neytendasamtökin vara við því að gefa gjafabréf í jólagjöf. Fjártónshætta sé til staðar. Engar samræmdar reglur eru um gildistíma. Ólafur Arnarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.