Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 22.12.2016, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogur | S: 430 0600 | valka@valka.is | www.valka.is VIÐ ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM & LANDSMÖNNUMÖLLUM OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI MEÐ ÞÖKKUM FYRIR ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA GLEÐILEGRA JÓLA Nú er ellefta og síð- asta bindi Sögu Íslands komið út en fyrri bindi hafa komið út með mis- reglulegu millibili frá 1974. Fjöldi færustu sérfræðinga landsins í sagnfræði og skyldum greinum hefur komið að ritun Sögu Íslands en það er Hið íslenska bókmenntafélag sem er skrifað fyrir útgáfunni ásamt Sögufélaginu. Útgáfan hefur verið kærkomin, skýr í máli og prýdd fjölda mynda. Einkar skemmtilegt og fræðandi verk enda segir í for- mála þessa bindis að markmiðið í upphafi hafi verið að „bæta úr skorti á alþýðlegu yfirlitsriti sem tæki fyrir gjörvalla sögu landsins“. Atburðir þeir sem fjallað er um í ellefta bindinu standa margir nálægt okkur í tíma. Það nær í stórum drátt- um yfir tímabilið 1919 til 2009. Margt stórmerkilegt gerðist á þessum tíma í sögu Íslands sem rakið er í verkinu. Lesendur hafa kannski orðið vitni að einhverjum sögulegum atburðum sem frá er greint og hafa því ef til vill vel mótaðar skoðanir á umfjöllun um þá. Sú persónulega sögusýn kallast á við texta þessa verks. Höfundar hafa verið furðu naskir að tína til efni úr ýmsum ólíkum áttum því af nógu er auðvitað að taka. Yfirlitsverk ber alltaf með sér að fara þarf hratt yfir sögu. Í allri sagnfræðilegri vinnu þurfa höfundar að velja og hafna. Vega og meta, en aldrei þó meir en við ritun yfirlitsrita – og hvað er það sem ræður matinu? Um slíkt mat má takast á og er nú rétt að koma að helstu athugasemd- um sem vöknuðu að loknum lestri á þessu annars fræðandi og efnismikla ellefta og síðasta bindis Sögu Ís- lands. Ekki er laust við að sitthvað í sögu kirkju og kristni hafi fallið milli skips og bryggju í yfirlitsverkinu og það geti hugsanlega fyrir vikið ekki talist jafn ná- kvæmt sögulegt yfirlit og vera skyldi. Það er til að mynda ekki vikið einu orði að því að sjálf- ur Skálholtsstaður var reistur úr sögulegri öskustó og þar var vígð myndarleg dómkirkja árið 1963. Slíkur við- burður hefði víðast hvar þótt það minnis- verður að um hann væri bréfað þó ekki væri nema í einni línu. Og í því sambandi er ekki einu orði getið um kirkjuleiðtoga 20. aldar á Íslandi, sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem flestir telja einn áhrifa- ríkasta prédikara landsins, jafnvel fyrr og síðar. Það er hins vegar skemmtileg mynd af tveimur ágæt- um trúboðum sem „þruma yfir Reykvíkingum“ á bls. 113. Þeir eru sagðir kunnir trúboðar í bæjarlífinu. Satt og rétt, og merkilegir menn. En landskunnir og áhrifamiklir prédik- arar eru ekki færðir til bókar eins og fyrrnefndur biskup, sem og sr. Har- aldur Níelsson og sr. Jón Auðuns svo dæmi séu nefnd. Ekki er heldur eytt orðum að því að stærsta kirkja landsins hafi verið reist og vígð, Hallgrímskirkja, en margar nýreist- ar byggingar eru nefndar. Löngum var nú Hallgrímskirkja hálfbyggð óbeint borgartákn sem hún er nú fullbyggð. Í yfirlitsverkinu er hins vegar að finna ágæta mynd af Há- skólabíói í byggingu (undirritaður lék sér oft í grunni þess þá hann var drengur) og ekki síðri af sements- verksmiðju á Akranesi í byggingu. Gott og vel, ágæt dæmi um atvinnu, afþreyingu og list. Söguleg heimsókn Jóhannesar Páls II. nær ekki heldur máli svo frá henni sé sagt né heldur samkirkjulegri guðsþjónustu með biskupi Íslands og páfa á Þingvöllum 1989, en greint er frá heimsóknum poppstjarna og popphljómsveita, með fullri virðingu fyrir þeim. Páfi hafði þá aldrei áður komið til Ís- lands. Páfaheimsókn var sannarlega sögulegur viðburður til að festa á blað í ellefta bindi Sögu Íslands. Horft er framhjá öflugu menning- arstarfi sem fór og fer víða fram í kirkjum landsins, t.d. í Hallgríms- kirkju, ekki er minnst á Mótettukór- inn svo dæmi sé tekið – né aðra kirkjulega kóra sem eru orðnir órjúf- anlegur hluti af metnaðarfullri ís- lenskri tónlistarhefð víða um land. Þess er þó getið að í upphafi ald- arinnar hafi tónlistarlíf m.a. byggst á flutningi kirkjutónlistar (bls. 325). Kaflinn um „burðarvirki íslenskrar nútímamenningar“ nær allt fram á fyrsta áratug 21. aldar. Ríkulega myndskreyttur og að mörgu þar vik- ið. Þó er ekki talið nauðsynlegt að nefna nýja Biblíuþýðingu frá 2007 en slík útgáfa telst jafnan mikill menn- ingarviðburður. Fleira mætti tína til eins og ef menn vilja ekki aðeins heyra um já- kvæðan hlut kirkjunnar í sögu og samtíð þá hefði líka verið skylt að halda því til haga sem deilt var harkalega um innan kirkju sem utan af leikum og lærðum og varpaði að sönnu þungum skugga á störf kirkj- unnar. Mörg slík kirkjumál skóku þjóðlífið allhressilega á þeim tíma er bókin tekur til. Það er líka saga. Kirkjumanni finnst sem saga kirkjunnar 1919-2009 sé að nokkru leyti skörðótt og jaðarsett í þessu sögulega yfirliti ellefta bindisins og er það miður. Vissulega hefur henni verið gerð skil á öðrum vettvangi en það réttlætir þó ekki að í yfirlitsriti um sögu 20. aldar sé rödd kirkjunnar jafn lágróma og raun ber hér vitni. Saga kirkju og þjóðar er að mörgu leyti samofin eins og t.d. má fræðast um í fyrri bindum Sögu Íslands enda þótt eitthvað hafi þar um trosnað hin síðari ár. Þessa sögu er skylt og rétt að rekja til jafns við aðra í yfirlits- verki sem þessu. Rödd kirkjunnar í Sögu Íslands Eftir Hrein S. Hákonarson » Það er til að mynda ekki vikið einu orði að því að sjálfur Skál- holtsstaður var reistur úr sögulegri öskustó og þar var vígð myndarleg dómkirkja … Hreinn S. Hákonarson Höfundur er fangaprestur þjóðkirkj- unnar og áhugamaður um sagnfræði. Klukkur kalla, loftið ómar af himneskri dýrð. Fullkomin feg- urð gerir vart við sig. Helgir hljómar rísa úr djúpi hversdagsleikans til dýrðar fæddum frelsara. Eftirvænting, heilög kyrrð. Minningarnar lýsast upp. Myndir úr æsku. Ilmurinn úr eld- húsinu. Mandarínur og epli, mamma og pabbi, afi og amma, frænkur og frændur, greni og jólatré, kertaljós, gjafir og leikir, fín föt, faðmlög og kossar. Heilög hátíð. Frelsari er fæddur. Hátíð friðar, kærleika og ljóss. Hann er gjöf Guðs til þín. Allt svo heilagt. Ógleymanlegar myndir. Guð að minna á sig. Kominn í heiminn til að bjóða samfylgd og líf. Og gjöfin sú sem er dýrmætari en allt annað getur nýst okkur í hvers- dagsleikanum. Hún er staðreynd í hverju hjarta sem opnar sig og tekur á móti af auðmýkt og í þakklæti. Hann er hjá þér. Hann er þinn. Líf hans er þitt. Og það varir og verður aldrei afmáð að eilífu. Aftur og aftur Aftur og aftur, ár eftir ár, fáum við að upplifa þá einstöku og óviðjafnan- legu ástarsögu sem jólin eru. Jólin vísa okkur veginn til stjörnu- bjartra nátta, að eilífu sumri. Þau vísa okkur nefnilega veginn til lífsins. Friður jólanna fæst ekki keyptur en við megum upplifa hann aftur og aftur, ár eftir ár og jafnvel dag- lega. Hann er þinn. Ef þú vilt þiggja hann. Áhrif jólanna En jólin reyna líka á okkur, því þau eru einn- ig um svo margt æfing í mannlegum sam- skiptum. Njótum þess að láta þá ástarsögu sem jólin eru hafa áhrif á okkur Á öll okkar samskipti, allt okkar hjartalag og hugarfar. Leyfum sögu jólanna um barnið í Betlehem að færa okkur fögnuð, fyrirgefningu og frið. Trú, von og kærleika, ljós og líf, svo við berum ávöxt og verðum samferða- fólki okkar til blessunar og þannig sjálfum okkur til heilla og Guði til dýrðar. Friðarins Guð, fullkomnari kær- leikans og lífsins, gefi okkur öllum gleðilega, hamingju- og blessunar- ríka fjölskylduhátíð, í frelsarans Jesú nafni. Með friðar- og kærleikskveðju. Lifi lífið! Áhrifamesta ástarsaga allra tíma Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Aftur og aftur, ár eftir ár, fáum við að upplifa þá einstöku og óviðjafnanlegu ástar- sögu sem jólin eru. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.