Morgunblaðið - 22.12.2016, Page 26

Morgunblaðið - 22.12.2016, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Erum með traustan aðila sem hefur áhuga á að fjárfesta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu með eða án leigusamnings. Allar eignir skoðaðar. Nánari upplýsingar veitir Ísak V. Jóhannsson sölustjóri í síma 822-5588 Netfang : isak@tingholt.is Viðar Marionsson Löggiltur fasteignasali Bæjarlind 4 , 201 Kópavogur, 512 3600, tingholt.is Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Eitt aðalvanda- málið í íslenzku efna- hagslífi hefur verið óstöðugt og hátt verð- lag og háir vextir. Ástæðan fyrir þessu er sú, að íslenzka krónan stendur og fellur með íslenzku efnahagslífi sem alltaf hefur verið sveiflu- kennt. Stöðugleika hefur því vantað hér – og vantar enn – en þetta leiðir m.a. til óstöðugs og hás verðlags og hárra vaxta. Aðrar smáþjóðir Evrópu hafa átt við sama vanda að glíma. Ég á hér við þjóðir, sem hafa færri en 5 milljónir íbúa. Tveir ólíkir heimar Eftirtaldar 8 smáþjóðir gengu í ESB og tóku upp evruna eins fljótt og þeim var mögulegt: Eistland, Ír- land, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúx- emborg, Malta og Slóvenía. Öll þessi lönd hafa síðan notið lægra verðlags – því að með þessu urðu löndin aðilar að miklu stærri opnum, gagnsæjum og frjálsum markaði – stöðugs verð- lags og lágmarksvaxta. Er hér nánast um tvo ólíka heima að ræða, ef staðan á Íslandi er borin saman við stöðuna meðal þessara átta evrópsku smá- þjóða. Verðlag er hér nú það hæsta í heimi, síbreytilegt og ótraust og vext- ir á okurstigi. Hræðslan við ESB og myntbandalagið Það virðist vera að þröngsýnis- og íhaldsöflum hér hafi tekizt að skapa hræðslu meðal manna við ESB og myntbandalagið. Reynt hefur verið, að því er virðist, að tengja hrunið ein- hvern veginn við ESB. Slíkt er auð- vitað fjarri öllu sanni! Þar á milli eru engin tengsl, en, eins og menn muna, átti hrunið hér upptök í banka- og fjármálakreppunni í Bandaríkjunum, en hún bitnaði jafnt á Íslandi sem Evrópu og ESB. Sumir reyna að hræða með því að það gangi landráðum næst að ganga í ESB. Slíkt er al- gjör fjarstæða. Voru það landráð að ganga í Sam- einuðu þjóðirnar, NATO, Norðurlandaráð, EFTA, OECD, o.s.frv.!? ESB er bandalag sjálfstæðra ríkja, ekki ríki. Af hverju halda menn að fyrr- nefndar átta smáþjóðir hafi gengið í ESB og myntbandalagið!? Eins og flestir skilja lifum við meira og meira í einum sameig- inlegum heimi, og þeir sem eiga svip- aðan bakgrunn og uppruna, búa yfir svipaðri menningu og arfleifð og byggja sömu svæði verða að vinna saman, stilla saman stefnu og standa saman. Þetta skildu þjóðirnar átta. Tal um „rjúkandi rústir“ er út í hött Forsætisráðherra talaði í kosn- ingabaráttunni um það, að ESB væri „rjúkandi rústir“. Hver er viðmiðun forsætisráð- herra, þegar hann lætur þessi orð falla!? Ef úttekt er gerð á einhverju máli eða einhverri stöðu, hlýtur að koma til einhver viðmiðun. Hver var viðmiðun forsætisráðherra!? Hvar standa mál svona miklu betur!? Í mínum huga eru þetta ógrund- aðir sleggjudómar. Það virðist vera í tízku hjá sumum að tala illa um ESB. Jafn ómaklegt og það er. ESB er öflugasta ríkja- samband heims Staðreyndin er sú, að ESB stendur ótrúlega vel, þrátt fyrir banka- og fjármálakreppu, sem – að mestu að ósekju – á henni dundi, og þrátt fyrir stríð og ófremdarástand í Mið- Austurlöndum og flóttamannastraum þaðan, sem heimskir menn, að mestu vestan hafs, bera ábyrgð á. ESB er stærsti markaður heims, stærsti útflytjandi heims og evran er, ásamt með bandaríkjadal, öflugasti gjaldmiðill heims. Þegar evran var innleidd 1999, var gengi hennar 1.07 gagnvart bandaríkadal, og þannig er það einnig í dag. Jafnvægi hefur hal- dizt þessi 17 ár milli þessara helztu efnahagssvæða heims. Um hvaða „brennandi hús“ eða „rjúkandi rústir“ eru menn að tala!? Fjórar þjóðir með um 90 milljónir manna knýja nú á dyr ESB og óska aðildar, og er Úkraína, með sínum 47 milljónum, þá ótalin. Vilja allar þess- ar þjóðir og allt þetta fólk komast í „rjúkandi rústir“!? Mín persónulega skoðun er líka sú að Bretar muni á endanum hætta við Brexit. Tilurð ESB er sögulegt kraftaverk Þær 28 þjóðir sem mynda ESB í dag hafa staðið í átökum, illindum og stríðum í gegnum ár og aldir. Þessar 28 þjóðir tala 24 ólíkar tungur. Það er því með ólíkindum og einsdæmi í sög- unni að þessum fyrri andstæðingum og óvinum skuli hafa tekizt að sam- einast, sem vinir og nánir samherjar, með bræðralag, frið, sameiginlega hagsmuni og velferð og sameiginlegt öryggi að leiðarljósi. Það var ekki að ófyrirsynju, að ESB fékk friðarverðlaun Nóbels 2012. 80-90% aðild án áhrifa Í gegnum EFTA er Ísland fyrir löngu orðið 80-90% aðili að ESB, eins og ég fjallaði um í blaðinu þann 29. nóvember sl. Það eina þýðingarmikla sem eftir er að semja um eru sjávar- útvegs- og veiðikvótamál. Bretar, Danir og Malta t.d. fengu viðunandi undanþágur fyrir sín fiskveiðimál. Við munum ná fram okkar hags- munum í þessu líka. Auðvitað er fleira sem fjalla þarf um og útkljá. Það mun takast líka. Það þarf að láta reyna á þetta sem fyrst með nýrri ríkisstjórn. Og, ef ég reynist sannspár um góða endanlega samninga fyrir Ísland, þurfum við að innleiða evruna sem allra fyrst, til að tryggja lágt og stöðugt verðlag og sanngjarna lágmarksvexti. Lágir vextir yrðu mikil búbót fyrir alla Ís- lendinga; einstaklinga og fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir, sveitarfélög og ríkið sjálft. Og með fullri aðild mynd- um við fá okkar kommissar, atkvæði og neitunarvald og setu á ESB- þinginu; íslenzk rödd mun þá líka óma í Evrópu. Hví eru allar smáþjóðir Evrópu í ESB og myntbandalaginu? Eftir Ole Anton Bieltvedt »ESB er stærsti markaður heims, stærsti útflytjandi heims og evran er, ásamt með bandaríkja- dal, öflugasti gjaldmiðill heims. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Við sátum steini lostin fyrir framan sjónvarpið, þegar Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland, og þó að mörg okkar segist ekki trúa á guð, þá trúum við öll á hann þegar við þurfum á honum að halda. Okkur hraus hugur við því hruni og örbirgð sem við okkur blasti og fannst óréttlæti í því að þurfa að leggja á okkur níðþungan skulda- bagga til 40 eða 50 ára. Einn maður og einn flokkur stóð keikur í þessari orrahríð og formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, barði Samfylk- inguna til að axla þá ábyrgð sem henni bar gagnvart kjósendum sínum og lofaði að verja hana van- trausti í stjórn með Vinstri græn- um. Þeim fannst hann vitlaus, að setja ekki skilyrði um áhrif á stjórnina í þessum átökum og þeg- ar hann síðan vildi rétta hlut landsmanna, þá virtu þau hann ekki viðlits. En baráttan hélt áfram og þeg- ar ríkisstjórnin vildi undirrita ólesið skuldabréf Svavars- samninganna til áratugaþrælk- unar, þá reis Sigmundur upp til andmæla, og sameiginlega tókst stjórnarandstöðunni og fólkinu í landinu að hrista af sér ánauðina. Einn stóð Sigmund- ur, með flokkinn að baki sér, þegar hann vildi ekki leyfa hræ- gammasjóðunum að draga sér allt fjár- magn út úr landinu. Við þekkjum öll fram- haldið og við vitum líka af hverju hann er ofsóttur. Það skerðir enginn erlenda ok- ursjóði án þess að finna til te- vatnsins og það virðist vera til nóg af mönnum til að ganga þeirra er- inda, að refsa honum. Þeir veifa sinni Galdrabók, sem þeir kalla Panamaskjölin, þótt þeir geti ekki fundið í henni sök, og þeir beina vísifingrinum að honum, en finna um leið að þrír aðrir fingur vísa á þá sjálfa, og það er sárt, að benda á sinn ræfildóm og finna sig knú- inn til að reyna að grafa hann og hið liðna í lyginni. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Þeir veifa sinni Galdrabók, sem þeir kalla Panamaskjölin, þótt þeir geti ekki fund- ið í henni sök á hendur honum. Höfundur er á eftirlaunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.