Morgunblaðið - 22.12.2016, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
✝ Jón Tómassonframkvæmda-
stjóri fæddist á
Sauðárkróki 27.
september 1924.
Hann lést 12. des-
ember 2016.
Foreldrar hans
voru Tómas Gísla-
son, kaupmaður á
Sauðárkróki, f.
21.10. 1876, d.
12.10. 1950, og kona
hans Elinborg Jónsdóttir, f.
23.7. 1886, d. 23.7. 1975. Systk-
ini Jóns voru Gísli, f. 25.12.
1908, d. 26.9. 1927, Sigurður, f.
31.3. 1914, d. 9.8. 1978, kvænt-
ur Herborgu Guðmundsdóttur,
dætur þeirra Ingibjörg og Elin-
borg. Herborg átti Jónínu og
Jón frá fyrra hjónabandi.
Guðný, f. 19.3. 1912, d. 6.8.
2008. Gísli, f. 19.7. 1927, d. 20.4.
1998, kvæntur Kristbjörgu Sig-
jónsdóttur. Börn þeirra eru Sig-
rún, Tómas og Gísli Friðrik.
Jón kvæntist 21. júní 1947
Önnu, f. 3. mars 1924, d. 22.
september 2009, Árnadóttur
Ólafssonar, bónda á Kjarna og
síðar skrifstofumanns á Akur-
eyri, f. 26. maí 1897, d. 19. des-
ember 1946 og Valgerðar Rós-
inkarsdóttur, f. 24. mars 1903,
d. 30. ágúst 1979. Börn þeirra:
1) Elinborg Jónsdóttir, textíl-
kennari, f. 11. apríl 1948. Var
gift Jóni Tryggvasyni bifvéla-
virkja, f. 8. júní 1948, d. 18. júlí
2009. Börn þeirra: a) Anna Sól-
veig, f. 1977, d. 31. desember
1979. b) Tryggvi, verkfræð-
kennari, f. 1985, maki Sigríður
Halldórsdóttir fréttamaður.
Börn þeirra: Urður Ása, f. 2010,
og Hallveig Lóa, f. 2016. e)
Elísabet verkfræðinemi, f. 1994.
4) Anna Jóna hönnuður, f. 2.
júlí 1956, d. 11. júní 1988. Var
gift Þorleifi Gunnlaugssyni,
fyrrverandi borgarfulltrúa.
Sonur þeirra er Haraldur Ingi,
hagfræðingur og vefhönnuður,
f. 1977. Maki Margrét Rut
Eddudóttir, sjúkraliði og
myndlistarkona. Dóttir þeirra
er Emma, f. 2012. Anna Jóna
var gift Jóhanni Sigurðarsyni,
leikara er hún lést. 5) Guð-
mundur Árni viðskiptafræð-
ingur, f. 13. júlí 1965. Maki
Lára Nanna Eggertsdóttir
fjármálastjóri, f. 22. janúar
1966. Dætur þeirra; Guðlaug
Sara verkfræðingur, f. 1988,
maki Aron Steinþórsson
sagnfræðinemi og Steinunn
Sandra sálfræðinemi, f. 1990,
maki Hjörtur Sigurðsson við-
skiptafræðingur. Sonur þeirra
Hilmar Bjarki, f. 2014.
Jón var stúdent frá MA 1946.
Nam leðuriðnað við Cordwain-
ers Technical College í London
1947-48. Framkvæmdastjóri
Nýju skóverksmiðjunnar hf. í
Reykjavík 1948-1958 og Múla-
lundar vinnustofu Öryrkja-
bandalags SÍBS í Reykjavík
1959-1964. Stofnaði heildversl-
unina Hoffell sf. ásamt Magnúsi
Péturssyni og Klæðagerðina
Elízu ásamt fleirum.
Rak einnig um tíma Skótízk-
una og Elízubúðina ásamt eig-
inkonu sinni.
Jón verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 22. des-
ember 2016, klukkan 13.
ingur, f. 1982. Var
kvæntur Þórhildi
Þorkelsdóttur.
Dætur þeirra;
Brynhildur
Freyja, f. 2007, og
Elinborg Dóra, f.
2010. Maki
Hrefna Lind Ás-
geirsdóttir verk-
fræðingur. Börn
hennar Magnús
Falk, f. 2010, og
Hrafnhildur Anna, f. 2013. c)
Anna sálfræðingur, f. 1985,
maki Róbert Michelsen úrsmið-
ur. Sonur þeirra er Arnór
Bjarki, f. 2011. 2) Valgerður
Katrín, uppeldis- og mennt-
unarfræðingur og blaðamaður,
f. 1. maí 1950. Var gift Skúla
Thoroddsen lögfræðingi. Sonur
þeirra er Jón Fjörnir hagfræð-
ingur, f. 1971, maki Eloise
Freygang markaðsstjóri. Börn
þeirra Tristan Theodór, f. 2005,
Anna Katarína, f. 2007, og Jón
Louie, f. 2012. 3) Margrét
grunnskólakennari, f. 8. júní
1954. Maki Ragnar Sigurðsson
framhaldsskólakennari, f. 28.
febrúar 1953. Börn þeirra: a)
Tómas Orri viðskiptafræðingur,
f. 1973, maki Bryndís Eva Birg-
isdóttir næringarfræðingur.
Börn þeirra: Theodóra, f. 2001,
Bríet Natalía, f. 2004, og Soffía
Margrét, f. 2008. b) Anna Sig-
urveig umhverfisfræðingur, f.
1977, maki Paolo Gianfrancesco
arkitekt. c) Guðrún Inga
íslenskufræðingur, f. 1983. d)
Jón Ragnar framhaldsskóla-
Það kom mér í opna skjöldu
þegar ég frétti lát tengdaföður
míns Jóns Tómassonar. Þó að hann
væri níutíu og tveggja ára var erf-
itt að sætta sig við tilhugsunina.
Fyrir nokkrum vikum höfðum við
farið í leiðangur. Gamli bíllinn hafði
gefið upp öndina og við fórum og
keyptum nýjan sem hann var veru-
lega ánægður með. Nýr bíll sem
hægt var að treysta að færi strax í
gang og gæti farið með eigandann
hvert sem hann vildi. Örfáum dög-
um fyrir andlátið fórum við í leið-
angur í byggingavöruverslun til að
ná í efni fyrir aðaláhugamálið síð-
ustu árin en það var útskurður. Jón
hafði á sínum tíma numið leður-
smíði í Englandi rétt eftir stríð og
hluti af starfsævi hans var tengdur
því, hann var framkvæmdastjóri
skóverksmiðju á hinum íslensku
haftatímum þegar öll framleiðsla
átti helst að vera innlend. Nú hafði
hann búið sér til athvarf þar sem
hann skar út fiska og málaði lista-
vel. Ef kíkt var í heimsókn sat hann
jafna við þessa iðju eða þá við lest-
ur. Kallið kom því okkur öllum sem
honum unnum að óvörum. Sá sem
þessar línur skrifar byrjaði að
venja komur sínar kornungur á
heimili þeirra hjóna Jóns og Önnu
til að sitja um eina af dætrum Jóns.
Alla tíð var mér vel tekið af þeim
hjónum, aldrei fékk ég nokkurt
hnjóðsyrði af þeirra hálfu þó svo að
fljótlega kæmi nýtt barn á heimilið
og drengstaulinn væri skelfilegur
beturviti sem rétta skoðun hafði á
öllum hlutum að eigin mati. Þvert á
móti, heimilið var mér ætíð opið og
þaðan stafaði bæði hlýju og um-
burðarlyndi sem smám saman
hafði áhrif á piltinn og gerði hann
að betri manni.
Þegar ég hóf kynni mín af þeim
Jóni og Önnu starfaði hann við litla
heildverslun sem hann rak og sam-
an ráku þau hjón einnig litla fata-
verslun sem um árabil var einn af
föstum punktum í verslunarflóru
Reykjavíkur – Elízubúðina. Jón og
Anna voru mjög samhent, fóru
saman í innkaupaferðir til Eng-
lands og unnu mikið saman. Einn
atburður sem hafði djúp og mikil
áhrif á Jón var andlát dóttur hans,
Önnu Jónu, fyrir rúmum aldar-
fjórðungi. Jón jafnaði sig aldrei eft-
ir það slys og þá erfiðleika sem því
fylgdu.
Jón var fæddur og uppalinn á
Sauðárkróki, leit alltaf á sig sem
Skagfirðing og las reiðinnar ósköp
af skagfirskum fróðleik, bæði
gömlum og nýjum. Oft ræddum við
það sem hann hafði verið að lesa,
bæði hinn skagfirska fróðleik en
einnig las hann mikið af skáldskap
og fréttatengdu efni. Það stóð til að
skreppa norður síðastliðið sumar
en þegar til kastanna kom ákvað
hann að fresta þeirri ferð til næsta
sumars.
Hann fylgdist gríðarvel með öll-
um fréttum innlendum sem er-
lendum. Hann hafði einnig
ákveðnar skoðanir á stjórnmálum
og öllum þeim átökum sem þar eru
í gangi. Pólitískar skoðanir Jóns
voru byggðar á lestri og rökum og
tóku gjarnan breytingum með
nýrri þekkingu. Ég kveð Jón með
miklum söknuði, mann sem alltaf
reyndist mér vel og var alla tíð
sannur í því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Ragnar Sigurðsson.
Afi Jummi, afi í Bólstó er látinn.
Hann kvaddi snöggt og óvænt, í
raun eins og hann hafði óskað sér.
Eftir standa minningar um frá-
bæran og ljúfan afa sem einkennd-
ist af trausti, glaðlyndi, blíðleika og
dugnaði. Hann naut lífsins fram á
síðasta dag og lét aldurinn ekki
aftra sér í því sem hann langaði að
gera. Hann stundaði göngur dag-
lega, garfaði í ættfræði, og dundaði
við tréútskurð þar sem við fjöl-
skyldan fengum svo að njóta af-
rakstursins.
Í Bólstó var manni alltaf tekið
opnum örmum og hann hafði mik-
inn áhuga á öllu því sem maður tók
sér fyrir hendur. Það var því ótrú-
lega notalegt að kíkja inn, hella sér
upp á kaffi og ræða við hann um
það sem var efst á baugi hjá manni
þá stundina. Í þeim samræðum
kom hann sífellt á óvart með því
hversu ótrúlega vel hann var og
gat sett sig inn í alla mögulega
hluti, allt frá hugbúnaðargerð til
þjóðfélagsmála. Hann var vinsæll
meðal barnanna okkar sem sóttu í
að vera með honum, ekki síst
vegna þess hve mikill rólyndismað-
ur hann var og hversu óskipta at-
hygli þau fengu þegar þau töluðu
við hann. Þó hefur ísinn í frystin-
um, sem var fastur liður í heim-
sóknum, kannski eitthvað hjálpað
líka.
Hvíl í friði, elsku afi.
Tryggvi og Anna.
Elsku afi Jummi, ég elskaði þig
svo ótrúlega mikið. Mér finnst svo
leiðinlegt að geta aldrei hitt þig aft-
ur. Þú varst svo góður og skemmti-
legur afi. Takk fyrir alla fiskana.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
(Megas.)
Arnór Bjarki.
Amma Anna og afi Jón fluttu í
Bólstaðarhlíð 31 árið 1955, þá með
þrjár dætur, og ólu þar upp börnin
sín fimm.
Heimili þeirra varð miðstöð ætt-
arinnar og oftar en ekki margt um
manninn og fjöldi barnabarna á
sveimi þegar leið á áttunda, níunda
og tíunda áratuginn. Kærleikurinn
streymdi frá þeim til okkar barna-
barnanna og síðar til barnabarna-
barna þegar þau fóru að taka sín
fyrstu skref rétt eftir aldamótin.
Eftir að heilsu ömmu hrakaði
hratt upp úr árinu 2006 hugsaði afi
um hana af alúð og þeirri hlýju sem
einkenndi hann. Ást, þolinmæði og
góðmennska hans í hennar garð
var greinileg en eftir að amma lést
árið 2009 hafði hann meiri tíma til
að sinna sjálfum sér og sínum
áhugamálum, meðal annars tré-
skurði og lestri bóka, einkum sem
tengdust sögu og ættfræði. Hann
var fram á síðasta dag við ágæta
heilsu og naut þess að geta enn bú-
ið heima, þar sem honum leið best,
farið út að ganga, í matarboð og
heimsóknir og tekið á móti gestum
sem áttu leið hjá.
Afi hafði einstaka nærveru,
hann var rólegur, yfirvegaður og
hlýr.
Hann var ekki einn þeirra sem
héldu fast í gömlu gildin heldur
fylgdi hann tíðarandanum og var
frjór og nútímalegur í hugsun.
Hann var áhugasamur um það sem
við barnabörnin tókum okkur fyr-
ir hendur, reiðubúinn til að hlusta,
leggja fram sitt mat og segja sína
skoðun á hlutunum. Dyrnar stóðu
ávallt opnar í Bólstaðarhlíðinni og
öll þessi ár var afi þar til staðar,
einnig með faðminn opinn.
Afi var okkur góður vinur og
það verður erfitt að venjast því að
geta ekki heilsað upp á hann. Við
erum þakklát fyrir að hafa getað
leitað til hans í gegnum árin og
minnumst með mikilli hlýju allra
góðu stundanna með ömmu og afa
í Bólstó.
Tómas Orri, Anna Sigurveig,
Guðrún Inga, Jón Ragnar og
Elísabet.
Með sorg í hjarta kveð ég afa
minn í dag. Mann svo góðan, að
erfitt verður að hugsa sér heiminn
án hans.
Hann var ríkur af árum, en
gamall maður varð hann aldrei og
var sinn eigin heilsuhrausti herra
allt þar til yfir lauk. Hann undi sér
vel í alls konar handverksupp-
átækjum og arkaði þess á milli um
götur bæjarins hvernig sem viðr-
aði. Hann var samkvæmur sjálf-
um sér og sagði ekki illt orð um
nokkurn mann. Mikið dálæti hafði
hann á fjölskyldunni, rakti ættir
forvera sinna, léði afkomendum
sínum ætíð eyra og hlustaði af at-
hygli.
Dyrnar á heimili þeirra ömmu í
Bólstaðarhlíðinni voru okkur allt-
af opnar og hlýjan og ylurinn sem
umvafði heimilið varð til þess að
allar áhyggjur heimsins urðu eftir
úti í hvert sinn sem maður steig
inn fyrir.
Þegar ég var 10 ára heyrði ég
að ég væri með alveg eins augu og
hann afi. Líkindin ber ég með
stolti en sýn hans á lífið ætla ég að
temja mér enda eru fróðleiksfýsi,
fordómaleysi og kærleikur eitt-
hvað sem við öll getum tekið okk-
ur til fyrirmyndar.
Erfitt er að hugsa til þess að
Bólstaðarhlíðin standi nú tóm og
það sé enginn hummandi afi í
stólnum sínum tilbúinn að ræða
daginn og veginn, en gott er að
vita af honum og ömmu í faðm-
lögum og eftir skilur hann enda-
laust af yndislegum minningum
og heitt gos í eldhússkápnum.
Elsku afi, uppátækjasemin,
hlýjan og hláturinn munu fylgja
okkur um alla tíð. Takk fyrir allt
og allt.
Þínar,
Guðlaug Sara og
Steinunn Sandra.
Látinn er stórvinur og sam-
starfsfélagi um árabil, Jón Tóm-
asson. Ég kynntist Jóni fyrst er ég
réði mig til sölumannsstarfa hjá
Magnúsi Víglundssyni, Samein-
aða verksmiðjuafgreiðslan,
SAFA, sem samanstóð af átta fyr-
irtækjum í framleiðslu á skóm,
sjófatnaði, skyrtum, nærfötum
o.fl. Jón var þá framkvæmdastjóri
skóverksmiðjunnar. Jón hætti
störfum ári á undan mér og fór til
starfa hjá Múlalundi og bauð hann
mér þar sölumannsstarf sem ég
tók.
U.þ.b. fjórum árum síðar hætt-
um við báðir hjá Múlalundi og
stofnsettum Heildverslunina Hof-
fell árið 1965 og leigðum skrifstofu
að Laugavegi 31 í Biskupshúsinu.
Síðar fluttum við í Ármúlann þar
sem við vorum til starfsloka. Við
stofnuðum klæðagerðina Elísu og
ásamt Elísubúðinni sem fram-
leiddi kvenfatnað.
Jón, sem var átta árum eldri en
ég, stakk síðan upp á því að við
skiptum upp rekstrinum sem við
gerðum eftir 24 ára samstarf, Jón
tók Elísubúðina og ég fékk Hof-
fell. Eftir að við skiptum upp
rekstrinum fylgdist Jón eftir sem
áður með Hoffelli og var alltaf
tilbúinn með góð ráð ef þess
þurfti.
Ég mun alltaf minnast Jóns
sem eins af mínum betri vinum en
með okkur var alltaf mikill vin-
skapur. Ég og Eyþóra vottum
fjölskyldu og aðstandendum Jóns
okkar dýpstu samúð.
Magnús V. Pétursson og
Eyþóra Valdimarsdóttir.
Jón Tómasson
Merk kona, Stein-
unn Finnbogadóttir,
hefur lokið löngum
og viðburðaríkum ferli 92 ára að
aldri. Andlega heil til hinstu
stundar, en þrotin að heilsu og
kröftum. Starfa hennar á opin-
berum vettvangi veit ég að
margir munu minnast og þakka,
svo víða sem hún kom að og
lagði gott til mála á margbreyti-
legum athafnatímum samfélags-
ins, sem hún tók alltaf virkan
þátt í með yfirvegun, áhuga og
athafnagleði. Sem aðstoðarráð-
herra, borgarfulltrúi, ritstjóri
Ljósmæðratals í tveim bindum,
orlofsmál húsmæðra, búseturétt-
indi og húsnæðismál, jafnrétt-
ismálin og margskonar félags-
málastörf nutu krafta hennar og
Steinunn
Finnbogadóttir
✝ Steinunn Finn-bogadóttir
fæddist í Bolungar-
vík 9. mars árið
1924. Hún lést 9.
desember 2016.
Útför Steinunnar
fór fram 16. desem-
ber 2016.
fylgis. Ég læt öðr-
um eftir að fara yf-
ir þann feril.
En í fáum orð-
um langar mig að-
eins að þakka
tryggð og vináttu á
langri vegferð.
Skemmtilegu sam-
verustundirnar,
glettnu tilsvörin,
gjöfulu samræð-
urnar, listfögru
ljóðin og djúpvitran skilning á
lögmálum lífsins. Hún auðgaði
hversdagsins amstur og tilveru
með skapandi bjartsýni og
frjórri hugsun, gamni og glettni,
sem létti lund og gaf góða nær-
veru. Hennar er og verður sárt
saknað, en minningarnar lifa og
ylja um hjartarætur, hugurinn
kallar fram myndir frá liðnum
tíma og „rjálar við að raða brot-
unum saman“. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Börnum hennar, sambýlis-
manni og öðrum aðstandendum
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guðríður B. Helgadóttir.
✝ Júlíus SverrirSverrisson
fæddist í Njarðvík
17. maí 1977.
Hann lést 11. des-
ember 2016. For-
eldrar hans eru
Sverrir Júlíusson,
f. 26. janúar 1935
í Hafnarfirði, og
Brynja Árnadóttir,
f. 8. janúar 1942 á
Siglufirði. Börn
hans eru Guðmundur Bjart-
ur, f. 29. júní 2000, Ívan
Jökull, f. 5. júlí 2000, og
Írena Hlín, f. 11. september
2002.
Samfeðra systkini hans
eru Sigurbjörg, f.
23. desember
1954, Birna Guð-
rún, f. 29. júlí
1957, Björk, f. 20.
september 1961,
og Hjalti Allan, f.
20. febrúar 1969.
Sammæðra
bræður hans eru
Rúnar Sigurðsson,
f. 11. október
1960, Eiríkur Árni
Sigurðsson, f. 22. ágúst 1962,
og Gunnar Sigurðsson, f. 24.
ágúst 1963.
Útförin fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22.
desember 2016, klukkan 13.
Elsku Júlli okkar, það er
erfitt að sjá á eftir þér svona
ungum manni í blóma lífsins,
en vonandi ertu komin á betri
stað og ánægjulegt að þið vin-
irnir getið hvílst saman. Við
viljum þakka þér fyrir góðan
dag í sumar þegar við hittumst
fyrir tilviljun fyrir utan Hverf-
isgötu 8 og það endaði í heim-
sókn hjá þér og skemmtilegum
símhringingum sem fylgdu eft-
ir á.
Hvíldu friði, litli bróðir.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Þínar systur,
Birna og Björk.
Júlíus Sverrir
Sverrisson
Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á mag-
anum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
(Höfundur ókunnur)
Allt tekur enda. Silfurgata,
Grettisgata, Vitastígur, Borgar-
hlíð og Dvaló eru sögusvið sem
Þorvaldur Ólafsson
✝ ÞorvaldurÓlafsson fædd-
ist 15. desember ár-
ið 1937. Hann lést á
10. desember 2016.
Útför hans fór
fram 16. desember
2016.
nú hafa tekið enda.
Hvert einasta okkar
á sínar persónulegu
minningar um þig
frá hverjum einasta
þessara staða.
Á þeim sást þú til
þess að við barna-
börnin og langafa-
börnin fengjum þá
athygli sem við
höfðum þörf fyrir og
aðgang að þeim afa
sem við þurftum hverju sinni.
Ég held að ég sé ekkert að
ýkja þegar ég segi að fyrir okkur
varst þú besti afi og langafi í
heimi.
Þú sýndir það og sannaðir með
gjörðum þínum.
Valdi afi, takk fyrir skemmt-
unina, kaffið og kjötsúpuna.
Fyrir hönd barnabarna,
Þorvaldur Konráðsson.