Morgunblaðið - 22.12.2016, Side 44

Morgunblaðið - 22.12.2016, Side 44
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Sjúkrabíll … í árekstri 2. Valdís Þóra hafnaði í 2. sæti 3. „Ógæfa“ Sigmundar efst á blaði 4. Íslendingur vann 53,4 milljónir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bassaleikarinn og tónskáldið Bára Gísladóttir heldur tvöfaldan útgáfu- fögnuð í menningarhúsinu Mengi í kvöld og hefst hann kl. 21. Fagnað verður útgáfu tveggja verka hennar sem nýverið hafa verið gefin út. Bassaleikari heldur upp á útgáfu í Mengi  Spunahópurinn Svanurinn verður með jólasýningu í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Boðið verð- ur upp á spuna og alls konar grín, með það fyrir augum að gestir geti gleymt jóla- stressi og leitt hugann að hinum sanna anda jólanna. Svanurinn er spunahópur sem var stofnaður fyrir þremur árum. Spunahópurinn Svan- urinn hugar að jólum  Blúsfélag Reykjavíkur gengst fyrir árlegum Jólablústónleikum með hljómsveitinni Vinum Dóra í kvöld. Tónleikarnir verða að Hallveigarstíg 1 og hefjast kl. 21. Hljóm- sveitina skipa gítar- leikararnir Halldór Bragason og Guð- mundur Pétursson, Ásgeir Óskars- son á tromm- ur og Jón Ólafsson á bassa. Árlegur jólablús Vina Dóra í kvöld Á föstudag (Þorláksmessa) Gengur í norðan og norðaustan 13-20 m/s með talsverðri snjókomu eða slyddu A-lands. Á laugardag (aðfangadegi jóla) Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma á NA-verðu landinu, annars vestlægari og él. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15, hvassast við SV-ströndina. Él víða um land, en skýjað með köflum NA-til. Frost 2 til 12 stig. VEÐUR ,,Fyrir tímabilið var okk- ur spáð sæti sjö til níu en við höfum haldið okkur í efri helmingi deildarinnar allt tímabil- ið og stefnan eftir áramótin er að tryggja okkur inn í úrslita- keppnina,“ segir Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari danska knattspyrnuliðs- ins Randers, um gang mála hjá liðinu á þessu tímabili. »4 Tryggja okkur í úrslitakeppnina „Ég held að þessi félagaskipti til Wolfsburg muni sérstaklega stuðla að því að ég verði enn betri leikmaður á næstu árum. Þess vegna vildi ég skipta yfir í þennan stórklúbb. Þar hef ég haldið áfram að bæta mig, þó að auðvitað taki sinn tíma að komast inn í hlutina. Hér ríkir annars konar hugarfar, meiri samkeppni og meiri kröfur. Maður er alltaf að bæta sig; líkamlega, andlega og tæknilega,“ seg- ir Sara Björk Gunn- arsdóttir. »2-3 Hér ríkir meiri sam- keppni og meiri kröfur „Halldór er gríðarlega góður fót- boltamaður og býr yfir reynslu. Við erum á þeirri vegferð að við þurfum bæði á reynslu að halda og miklum gæðum. Þetta var jólagjöf til okkar, þannig er það bara,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, um Halldór Orra Björnsson sem kom til félagsins frá Stjörnunni í gær. »3 Þetta var jólagjöf til okkar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í garðinum standa glaðhlakkalegir jólasveinar af ýmsum stærðum og gerðum, einn situr í sleða sem dreg- inn er af hreindýrum og virðist reiðubúinn að aka á brott til að færa börnum jólaglaðning. Nokkrir bústnir snjókarlar brosa kankvís- lega til þeirra sem leið eiga fram hjá og prakkaralegir sveinkar klifra upp rauðmálaðan stiga sem reistur hefur verið upp við húsvegg. María heldur Jesúbarninu blíðlega í faðmi sér og Jósef stendur ábúðarfullur hjá. Garður við fallegt hús í Árbænum umbreytist í sannkallað jólaland á hverju ári. Fjölskylda, sem gjarnan gengur undir nafninu Dallas- fjölskyldan, er þar að verki og þau skreyta húsið yfirleitt tæpum tveim- ur mánuðum fyrir jól; fyrstu helgina í nóvember. „Í allra síðasta lagi aðra helgina í nóvember,“ segir ættmóð- irin og húsráðandinn Karen Krist- jánsdóttir sem líklega er mesta jóla- barnið af þeim öllum. Karen segir að fyrir nokkrum ára- tugum hafi verið gert grín að henni og eiginmanni hennar heitnum, Daníel Stefánssyni, fyrir að skreyta húsið sitt hátt og lágt að utan með ljósum og upplýstum jólasveinum fyrir jólin enda voru slíkar skreyt- ingar ekki jafnalgengar hér á landi þá og nú. En nú eru breyttir tímar og hús Karenar í Árbæ vekur at- hygli og aðdáun, leikskólar í grennd- inni fara þangað með börn til að dást að skreytingunum og fjöldi fólks leggur leið sína fram hjá húsinu til að berja dýrðina augum. Í mörg ár hafa börn, barnabörn og tengdabörn Karenar hist í húsinu, hjálpast við að skreyta það og síðan fá allir heitt kakó og kökur. „Við maðurinn minn sálugi byrj- uðum á þessu fyrir löngu síðan. Við fórum til Bandaríkjanna og sáum þar skraut sem ekki var þá til hér á landi, eins og t.d. stóra jólasveina með ljósi inni í. Þegar við komum með þetta heim í stórum kössum hélt fólk að við hefðum keypt mót- orhjól úti og varð heldur betur hissa þegar upp úr kössunum komu jóla- sveinar úr plasti,“ segir Karen. Drífa dóttir hennar skýtur inn í að pabbi hennar hafi verið potturinn og pannan í jólaskreytingunum. „Hann pabbi sagði alltaf að hann væri að gera þetta fyrir mömmu. Hún á nefnilega afmæli á aðfangadag og það skipti hann miklu máli að hún ætti góðan afmælisdag þó að hann væri á aðfangadag. Að skreyta var einn þáttur í því.“ Ánægjulegt að gleðja aðra Daníel var kallaður Dalli og þess vegna festist viðurnefnið Dallas- fjölskyldan við fjölskyldu hans, en einhverjir lesendur Morgunblaðsins kannast hugsanlega við Dallas, sjón- varpsþættina vinsælu frá 9. áratugn- um, og þaðan kemur nafnið. Karen segir að þau hjónin hafi alltaf hlakk- að mikið til jólanna og eitt af síðustu verkefnum Daníels, sem lést í lok október, var að mála jólasveinastig- ann sem sagt er frá framar í þessari grein. „Ég ætlaði ekki að setja skrautið upp fyrir þessi jól, þetta er eitthvað sem við gerðum alltaf sam- an. En börnin mín og tengdabörn tóku ekki annað í mál,“ segir Karen. „Núna er ég óskaplega fegin að hafa ákveðið að skreyta. Það er líka svo ánægjulegt hvað þetta virðist gleðja marga.“ »16 Jólahús Dallas-fjölskyldunnar  Þau skreyta í síðasta lagi í byrj- un nóvember Morgunblaðið/Eggert Jólahús Snjókarlar, jólasveinar, María, Jósef og Jesúbarnið gleðja gesti og gangandi við heimili Karenar í Árbæ. Jólabörn Mæðgurnar Karen og Drífa segja byrjun nóvember vera hæfileg- an tíma til að skreyta. Þá sé bjartara og hægt að njóta jólaskrautsins lengur. Morgunblaðið/Ófeigur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.