Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 6

Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 6
salan á búnaðarbankanum 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r6 BÍLALAND BÝÐUR NOKKRA BÍLA Á EINSTÖKUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL Á FRÁBÆRU VERÐI! Á VÖLDUM BÍLUM HYUNDAI ix35 Comfort Nýskr. 04/15, ekinn 63 þ.km, dísil, beinskiptur. Verð áður: 3.490 þús. kr. TILBOÐ 2.990 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 RENAULT Clio Expression Sport Tourer Nýskr. 07/15, ekinn 53 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 2.250 þús. kr. TILBOÐ 1.890 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 HYUNDAI i20 Classic Nýskr. 06/13, ekinn 61 þ.km, dísil, beinskiptur. Verð áður: 1.580 þús. kr. TILBOÐ 1.350 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 TOYOTA Auris Terra Nýskr. 05/14, ekinn 72 þ.km, bensín, beinskiptur. Verð áður: 1.990 þús. kr. TILBOÐ 1.490 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 CHEVROLET Captiva Nýskr. 10/15, ekinn 77 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 4.980 þús. kr. TILBOÐ 4.290 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 RENAULT Megane Berline Nýskr. 11/12, ekinn 73 þ.km, dísil, beinskiptur. Verð áður: 1.790 þús. kr. TILBOÐ 1.390 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Rnr. 370253 Rnr. 330423 Rnr. 370188 Rnr. 370268 Rnr. 283984 Rnr. 340243 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ E N N E M M / S ÍA / N M 8 1 2 5 1 Skýrsluhöfundarnir Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson. FréttaBlaðið/Vilhelm Ólafur Ólafsson athafnamaður hagn- aðist um 3,8 milljarða króna  árið 2006 á því að hafa blekkt stjórnvöld og almenning hvað snerti eignarhald á hlut í Búnaðarbankanum. Ólafur lagði ekkert fé inn í aflands félag, en fékk í gegnum félagið helming af söluhagnaði hlutar í Búnaðarbank- anum þegar hann var seldur 2004 og 2005. Á blaðamannafundi í  gær stað- festu fulltrúar rannsóknarnefndar Alþingis að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjár- festir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósenta hlutur ríkisins í honum var seldur Eglu hf. í janúar 2003. Rann- sóknarnefndin segir að stjórnvöld og almenningur hafi skipulega verið blekkt í tengslum við söluna. Í skýrslu nefndarinnar  segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggj- andi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis not- uðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser var sagður eiga. Í raun var eigandi 16,3 prósenta hlutar í Búnaðarbankanum, sem Hauck & Aufhäuser var skráður fyrir, aflandsfélagið Welling & Partners (W&P), skráð á Tortóla á Bresku Jóm- frúaeyjum. Baksamningarnir, sem földu raunverulegt eignarhald, voru undirbúnir og frágengnir í janúar 2003. Kaupthing Luxembourg útveg- aði aflandsfélagið, en félagið hafði reikning hjá Hauck & Aufhäuser. Á blaðamannafundinum kom fram að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins, sem og aðrir leiðtog- ar S-hópsins, utan Ólafs, höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá a til ö,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfs- maður nefndarinnar. Bankanum tryggt skaðleysi Gengið var frá baksamningum þann 16. janúar 2003 og síðar um daginn var samningurinn um kaup Eglu undirritaður á Íslandi. Kaupþing greiddi Hauck & Aufhäuser 35,5 milljónir dala inn á bankareikning W&P. Fjárhæðin var sett þýska bank- anum að handveði til að tryggja skaðleysi hans af hlutafjárframlagi sem honum bæri að greiða Eglu hf. vegna hlutdeildar Eglu í kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Bankinn fékk milljón evrur greiddar fyrir að vera leppur. Baksamningurinn hafði meðal annars að geyma ákvæði um sölu- rétt Hauck & Aufhäuser á hlutum sínum í Eglu hf. til W&P og einnig ákvæði um forkaupsrétt W&P að hlutunum. Helmingur af hagnaði W&P vegna hlutanna í Eglu hf. skyldi samkvæmt samningnum greiddur Serafin Shopping Corp., aflands félagi í eigu Ólafs. Árið 2006 höfðu samningarnir þjónað gildi sínu fyrir samningsað- ila, segir í skýrslunni. Fyrri viðskiptin á grundvelli baksamninganna áttu sér stað í apríl til maí 2004. Þá gerði Ker hf. tilboð í 2/3 af hlut Hauck & Aufhäuser í Eglu fyrir 59,7 milljónir Bandaríkjadala. Það tilboð virkjaði forkaupsrétt W&P og leiddi til þess að W&P keypti hlutina af Hauck & Aufhäuser. Þýski bankinn seldi þá svo jafnskjótt til Kers í eigin nafni. Allt söluandvirðið rann til W&P. Eftirstandandi hlutirnir í Eglu voru svo seldir til W&P í júní og júlí 2005. Þá bauð Kjalar ehf. í eftirstandandi hlut Hauck & Aufhäuser í bank- anum. „Þetta gerist nokkurn veginn á nákvæmlega sama hátt og hin við- skiptin,“ sagði Finnur á fundinum. „Þetta virkjar forkaupsrétt Welling & Partners og allt söluandvirðið rann til Welling & Partners.“ 102,3 milljóna dala hagnaður Gögn rannsóknarnefndar sýna að inn á bankareikninga W&P runnu við þessi tvenn viðskipti  samtals 102,3 milljónir Bandaríkjadala sem var lágmarkshagnaður W&P af við- skiptunum. Við útdeilingu hagnað- arins fóru 46,5 milljónir dala út af bankareikningi W&P inn á banka- reikning svissneska bankans Julius Bar & Co. Endanlegur viðtakandi var Dekhill Advisors Limited. Dekhill var skráð á Tortóla í júlí 2005 en enn er óljóst hverjir endanlegir eigendur þess félags eru.  Finnur sagði að líklega væru aðilar tengdir Kaupþingi hf. að meðtöldu KBL og aðilar þeim tengdir raun- verulegir eigendur. Fékk 3,8 milljarða úr fléttunni Í febrúar 2006 er svo eftirstandandi innistæða, 58 milljónir dala, sett inn á bankareikning hjá Kaupthing Bank Luxembourg. Eigandi reikningsins var  Marine Choice Limited (í stað Serafin Shipping Corp.) sem Ólafur Ólafsson var raunverulegur eigandi að. Fjárhæðin jafngilti 3,8 milljörðum króna samkvæmt skráðu gengi á þeim degi.  Þessu var ráðstafað umsvifalaust til dreifðra fjárfestinga í erlendum verðbréfum. „Þar með var þessi flétta fullframkvæmd,“ sagði Finnur. saeunn@frettabladid.is Fléttan afhjúpuð Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefn- inu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. Um baksamninga og tengda gerninga hauck & aufhäuser l Lagði ekkert fram og gat engu tapað. l Gat ekkert grætt. l Fékk þóknun. Kaupþing hf. (Kaupthing Bank luxembourg) gegnum Welling & Partners l Fjármagnaði allt í reynd og tók alla áhættu. l Átti helming hugsanlegs nettóhagnaðar. Ólafur Ólafsson gegnum Serafin Shipping Corp. (síðar marine Choice limited) og hagnaðarskiptasamning l Lagði ekkert fram og gat engu tapað. l Átti helming hugsanlegs nettóhagnaðar. Heimild: Rannsóknarnefnd Alþingis l Fléttan útskýrð. l Helstu persónur og leikendur. Síða 8 l Meðlimum S-hópsins er brugðið við tíðindin. l Ólafur Ólafsson vísar niðurstöðunum á bug. Síða 10 l Stjórnvöld gátu ekki varist blekkingunum. l Valgerður Sverrisdóttir segist hafa verið blekkt eins og aðrir. Síða 12 l Brynjar Níelsson vill ekki rannsaka einka- væðingu Landsbank- ans. Síða 14 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -B 4 2 8 1 C 9 2 -B 2 E C 1 C 9 2 -B 1 B 0 1 C 9 2 -B 0 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.