Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 12

Fréttablaðið - 30.03.2017, Side 12
salan á búnaðarbankanum fylgir með Fréttablaðinu í dag Blómavals Páskablað FJÖLSKYLDUVÆNN Volkswagen Caddy fólksbíll www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ HEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nú kemur hinn vinsæli VW Caddy í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslum. VW Caddy er fáanlegur með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins og hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Volkswagen Caddy fólksbíll kostar frá 2.990.000 kr. Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir undirrituðu kaupsamninginn fyrir hönd ríkisins. Fréttablaðið/VilHelm „Þessum vel undirbúnu blekkingum gátu stjórnvöld ekki varist enda höfðu þau ekki ástæðu til að gruna kaupendur um þess háttar athæfi,“ segir Geir Haarde, sem var fjármála- ráðherra þegar Búnaðarbankinn var seldur árið 2003 og tók þátt í að stað- festa kaupsamninginn. „Það er dapurlegra en orð fá lýst að nú, 14 árum síðar, skuli leitt í ljós að stjórnvöld. sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi þennan þátt málsins,“ segir Geir í skriflegu svari til Frétta- blaðsins þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. Valgerður Sverrisdóttur sem einn- ig sat í ríkisstjórninni, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist dolfallin yfir niðurstöðunni. „Já, ég er sorg- mædd,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. „Ég var blekkt eins og aðrir, eins og fjölmiðlar, almenningur og aðrir. Ég er bara mest undrandi á því að þessir aðilar sem við borguðum fúlgur fjár fyrir að vera ráðgjafar, HSBC, skuli ekki hafa skoðað þetta,“ bætir Val- gerður við. Hún segir það þó gott að sannleikurinn hafi verið leiddur í ljós. Valgerður segir umhugsunar- efni hvort það þurfi ekki að rannsaka sölu Landsbankans líka á þessum tíma. Steingrímur J. Sigfússon var for- maður VG og sat í stjórnarandstöðu á þeim tíma þegar bankinn var seldur. Hann segist ekkert geta fullyrt um það að stjórnvöld hafi vitað af blekk- ingunum. „Ég vil ekki ætla mönnum það að hafa haft grun sem þeir hafi bælt niður,“ segir Steingrímur. Þetta sé hins vegar þáttur sem verði að fara betur yfir. „Hvernig gat þetta farið framhjá öllum?“ segir Steingrímur. jonhakon@frettabladid.is Undrast sinnuleysi erlenda ráðgjafans Fyrrverandi fjármálaráðherra segir það dapurlegra en orð fá lýst að stjórnvöld hafi verið blekkt við sölu Búnaðarbankans. Fyrrverandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra segist sorgmæddur yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis. Hvernig gat þetta farið framhjá öllum? Steingrímur J. Sigfússon „Skýrslan gefur fullt tilefni til að skoða til hlítar hvernig aðkomu sjóðanna er háttað. Sagan kennir okkur að við verðum að vera var- kár í þessum efnum,“ segir Bene- dikt Jóhannesson fjármálaráðherra aðspurður hvort hann telji að sam- bærileg flétta sé upp á teningnum varðandi kaup sjóða á tæplega þrjá- tíu prósenta hlut í Arion banka. „Það liggur fyrir að blekkingum var vísvitandi beitt gagnvart stjórn- völdum og almenningi. Eftirlits- stofnanir könnuðu ekki til hlítar hvernig aðkomu aðilanna var hátt- að,“ segir Katrín Jakobsdóttir for- maður Vinstri grænna. Hún segir að niðurstaða nefndarinnar sýni mikil- vægi þess að lokið verði við h e i l d a r - rannsókn á þess- um málum líkt og samþykkt var af þinginu árið 2012. Þar vísar Katrín meðal annars til hvernig staðið var að sölunni á Landsbankanum. „Það er einnig mikilvægt að kanna hvort breytingar sem gerðar hafa verið á lögum gefi eftirlitsstofnunum heimildir til að kanna síðari við- skipti til hlítar,“ bætir hún við. „Fyrstu viðbrögð eru gleði og kæti yfir því að það sem ég hef sagt, og verið hæddur og smáð- ur fyrir, reyndist satt og rétt,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. S k ý r s l a r a n n - s ó k n a r n e f n d a r Alþingis verður til umræðu á þingfundi í dag. – jóe Tilefni til að kanna málin Katrín Jakobs- dóttir og Vilhjálmur bjarnason. Það sem ég hef sagt, og verið hæddur og smáður fyrir, reyndist satt og rétt. 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -A F 3 8 1 C 9 2 -A D F C 1 C 9 2 -A C C 0 1 C 9 2 -A B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.