Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 30
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 05 90 Úrval af mildum og ómótstæðilegum ostum á veisluborðið. Dala-Auður, Dala-Kastali og Dala-Camembert fullkomna veisluna. ÚR DÖLUNUM PÁSKAÞRENNAPá Pá Í Fréttablaðinu 2. mars síðast-liðinn birtist viðtal við Viðar Hreinsson (VH): „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda.“ Það birtist í tilefni þess að daginn áður var honum veitt viðurkenn- ing Hagþenkis fyrir bókina: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Hér verða gerðar nokkrar athuga- semdir. Þar segir VH: „Svo komst ég í rannsóknarverkefni upp úr 1990 sem Sverrir Tómasson stýrði á við- tökum Snorra Eddu og þá náði ég að sökkva mér aðeins betur ofan í kallinn.“ Ekki var þess getið að þeir Sverrir fengu hjá mér uppskriftir af tveim- ur ritum Jóns lærða, Samantektum um skilning á Eddu og Tíðfordrífi, sem bæði voru skrifuð fyrir Brynj- ólf biskup Sveinsson. Þeir treystu sér ekki til að skoða órannsökuð pappírshandrit Snorra Eddu frá 17. öld. Árið 1996 kom út bókin: Guða- mjöður og arnarleir undir ritstjórn Sverris Tómassonar, en þar skrifaði VH greinina: „Tvær heimsmyndir á 17. öld. Snorra Edda í túlkun Jóns Guðmundssonar lærða (1574- 1658).“ Í greininni er mikil áhersla lögð á að Jón lærði hafi verið óskóla- genginn og hugmyndir hans þar af leiðandi frábrugðnar hugmyndum lærðra manna. Gunnar Karlsson prófessor í heiðursriti Lofts Guttormssonar og Nanna Ólafsdóttir magister í tímaritinu 19. júní 1968 könnuðu stéttaruppruna stúdenta og var niðurstaða beggja að allt að 40 prósent íslenskra stúdenta hafi á seinni öldum verið úr bændastétt. Hérlendis gat ekki verið mikill stéttamunur milli skólagenginna og óskólagenginna. VH segir um Jón í greininni (s. 124): „Jón var nánast utangarðs- maður í félagslegum og fræðilegum skilningi.“ Þetta stenst ekki því að upp úr 1620 samdi hann Grænlands annál fyrir lærdómsmenn á Hólum og var um sama leyti í sambandi við fræðimenn í Skálholti. Í nýútkom- inni bók VH er bætt við „nýjum hugmyndum“ um að Jón lærði hafi unnið að fræðistörfum á Hólum og Skálholti. Jón lærði vann ásamt fleirum fyrir fræðamiðstöðvarnar í Skálholti og á Hólum og skrif- aði m.a. fyrir Brynjólf Sveinsson biskup fyrrnefnd rit og ævikvæðið Fjölmóð. Lýstu yfir mikillli undrun Árið 1998 kom frá minni hendi í tveimur bindum Eddurit Jóns Guð- mundssonar lærða, þar sem gefnar voru út: Samantektir um skilning á Eddu og skýringar Jóns á Bryn- hildarljóðum í Völsunga sögu. Bæði þau rit voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup vegna þess að hann ætlaði að skrifa rit um fornan norrænan átrúnað. Fremst í Eddu- ritunum er nokkuð um upphaf mikilvægrar fræðistarfsemi á 17. öld, yfirlit um ævi Jóns lærða og ritstörf. Þar sem ljóst er, að kenningaar VH standast ekki, var ekki getið rannsókna hans; Jón lærði var ekki einangraður frá lærðum mönnum og hann var ekki fræðilegur utan- garðsmaður. Þar sem ritið var doktorsritgerð var það metið af sérfróðum mönnum og andmælin prentuð í 11. bindi Griplu árið 2000. Mjög margir hafa komið að máli við mig og lýst yfir mikilli undrun yfir því að í umræðum um bók VH skuli bók mín: Eddurit Jóns Guð- mundssonar lærða ekki hafa heyrst nefnd. Sama er einnig um vandaða bók: Í spor Jóns lærða, sem kom 2013 undir ritstjórn Hjörleifs Guttormssonar. Eftir að ritdómur Sölva Sveins- sonar um bók VH birtist í Morg- unblaðinu 12. jan. „Hverju getur einn maður áorkað?“ fannst mér brýn ástæða til að skrifa í Morgun- blaðið 17. febr.: „Fáeinar athuga- semdir um bók Viðars Hreins- sonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.“ Í sama blaði birtist 23. febr. svar eftir VH: „14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða.“ Hér verður aðeins getið dæma um vinnu- brögð VH. 4. liður er svohljóðandi: „„Ekki verður séð hvaða heimildir VH hafði er hann fullyrti að Jón lærði hafi [hér voru felld niður orðin „á Skarði“] komist í skrifaða grasa- bók Jóns biskups Halldórssonar,“ segir EGP. Í lok efnisgreinar um það atriði vísa ég í Tíðfordríf Jóns, 7v-8r. Þar er óljós klausa um grasabækur, skrifaðar og prent- aðar. Sumar sá hann á Skarði þó að ekki sé það óyggjandi að hann hafi séð þá skrifuðu þar. Það er þó aukaatriði.“ (Leturbreyting EGP) Hvað segir þetta lesendum? 5. liður VH. Um ferðir Jóns lærða til Hóla. Niðurlagsorð VH eru: „Þessi atriði samanlögð benda til þess að Jón hafi komið til Hóla um þetta leyti.“ Þá er spurningin um hvaða leyti, en ýmis ár koma til greina. Hvers vegna gat Jón lærði ekki um neina ferð til Hóla í Fjölmóði? 6. liður VH. „EGP segir að ótrú- lega víða séu undarlegar fullyrð- ingar og kveðst taka örfá dæmi af mörgum. Þetta er gamalt bragð, að segja að tekin dæmi séu aðeins lítill hluti af heild. Ég set oft fram tilgátur en tek um leið fram að þær þurfi að skoða betur.“ Hér er ein „undarleg fullyrðing“: Á s. 69 segir VH: „Jón virðist hafa talið að bezóar fyndist líka í höfði hrafnsins og kallar hann stundum lífstein.“ Á s. 549 segir VH: „Drepið hefur verið á ... lífsteininn bezóar úr hrafnshöfði“. Bezoar úr hrafns- höfði er uppáfinning VH. Þegar lesandi sér svona miklar villur þar sem hann þekkir til hlýtur hann að verða tortrygginn á annað og vantreysta bókinni: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Af því sem að ofan er rakið er ljóst að bók VH gæti komið miklu rugli á ról. Um greinina „Fjársjóður á mörkum tveggja heimsmynda“ Stærsta og umdeildasta verk-efni Íslandssögunnar er að nýr Landspítali geti risið sem fyrst á nýjum og betri stað. Mikilvægast er hins vegar að vandað sé vel til verka og ekki látið stjórnast af ábyrgðar- leysi, þótt mikið liggi við. Ríkisstjórn ásamt öðrum stjórn- málaöflum ber siðferðisleg skylda til að huga að þjóðarsátt um byggingu spítalans og staðsetningu hans áður en meiri skaði hlýst af. Ítrekað hefur verið bent á að núverandi staðarval sé óásættanlegt og verði alltof dýr og tímafrek framkvæmd sem verði aldrei kláruð. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju vegna breyttra for- sendna og hagkvæmnissjónarmiða þótt þrýstingur sé mikill, ekki síst af hagsmunaöflum sem svífast einskis til að nota ríkissjóð sem féþúfu, gagnvart staðarvali og hönnun spítalans. Ríkissjóður hefur takmarkaða burði til að ráðast í byggingu Land- spítalans, allra síst á uppgangs- tímum og ekki er búið að tryggja þjóðarsátt um staðarval. Uppbygg- ing við Hringbraut þarf að endur- meta ásamt áreiðanleikakönnun af óhlutdrægum aðilum sem stjórnast ekki af sérhagsmunagæslu og láta sig engu varða hvað komi samfélag- inu best. Enginn Íslendingur gerir lítið úr því að það þurfi að reisa nýjan spít- ala sem fyrst. Skilvirkasta og besta leiðin er að endurmeta staðarval, breyttar forsendur og hraða verkinu ásamt áætlunargerð af mönnum sem eru til þess bærir. Eðlilegast er að bjóða verkið út í heild sinni ásamt skipulags- og undirbúnings- vinnu á nýjum stað, t.d. við Vífils- staði eða í austurhluta borgarinnar, þar sem Hring- og Miklabraut munu ekki anna meiri umferð til lengri tíma litið. Tugmilljarða kostnaðarauki Byggingarsvæðið er þröngt og stað- setning erfið ásamt því að standa á klöpp sem mun stórauka kostnað og valda ómældum erfiðleikum og töfum. Jarðvegsframkvæmdir og aðliggjandi aðgengi stofnbrauta, sem þarf að púsla saman á núver- andi stað, munu velta á tugmilljarða kostnaðarauka en ef önnur og betri staðsetning yrði fyrir valinu þegar raunverulegt uppgjör kemur í ljós. Tímafrekar og kostnaðarsamar jarðvegsframkvæmdir þurfa að eiga sér stað með flutningum og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þarf að stórauka. Milljónir rúmmetra efnisflutninga þurfa að eiga sér stað við þröngar og erfiðar aðstæður. Óbreytt staðarval Landspítalans mun smám saman seinka uppbyggingu og verða breyt- ingum háð með tilheyrandi hávaða, ráðaleysi og skömm þar sem enginn mun axla ábyrgð. Framkvæmdin á eftir að reyna mikið á þolrif sjúkl- inga og starfsfólks ásamt nágranna- byggð. Það á ekki að þurfa að eyða milljörðum í atvinnubótavinnu arkitektum og verkfræðistofum til handa og öðrum fræðingum til að finna upp hjólið við að yfirfæra (kópera) hönnun sjúkrahúsbygg- inga nágrannalanda með ótæpi- legum kostnaði. Íslenskir hönnuðir hafa enga kunnáttu til að útfæra hátæknisjúkrahús. Fljótlegasta og hagkvæmasta leiðin er að bjóða út byggingu spítalans í heild með verulegum kvöðum til að stytta byggingartímann. Íslendingar eru óhæfir til að vinna verk af þessari stærðargráðu á vitrænu verði og sýna fyrirhyggju á uppgangstímum. Við huglægt mat bendir margt til þess að fjármunum sé mokað eftirlitslítið í hönnunar- og verk- fræðikostnað ásamt ómarkvissu verklagi. Eðlilegast væri að skoða hvað standi að baki fjármunum sem búið er að setja í verkið og íhugað sé hver líklegur hönnunar- og heildar- kostnaður verði en ekki styðjast við óábyrgar og hlutdrægar getgátur. Þótt búið sé að setja töluverða fjármuni í hönnunar- og annan undirbúningskostnað er ekki komin nein heildræn eða skilvirk áætlun um framhald byggingarinnar. Taka þarf meiri hagsmuni fram yfir minni þó svo að nokkrir milljarðar liggi undir. Stjórnvöld hafa áratugum saman vaðið áfram af fyrirhyggju- og skeytingarleysi gagnvart kostn- aðaráætlunum. Óafturkræf mistök munu verða þjóðinni dýr og valda miklum skaða verði haldið áfram að klastra upp skúrbyggingapúsli Landspítalans við Hringbraut. Verk- inu mun aldrei ljúka og allir munu sverja af sér ábyrgð. Þjóðarglæpur að nota ríkissjóð sem féþúfu Einar G. Pétursson dr. phil., rann- sóknarprófessor emeritus Vilhelm Jónsson fjárfestir Ekki var þess getið að þeir Sverrir fengu hjá mér upp- skriftir af tveimur ritum Jóns lærða, Samantektum um skilning á Eddu og Tíðfor- drífi, sem bæði voru skrifuð fyrir Brynjólf biskup Sveins- son. Þeir treystu sér ekki til að skoða órannsökuð papp- írshandrit Snorra Eddu frá 17. öld. 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -A 5 5 8 1 C 9 2 -A 4 1 C 1 C 9 2 -A 2 E 0 1 C 9 2 -A 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.