Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 40
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Frost er víðast
farið úr jörðu og
illgresi farið að
bæra á sér. Það
sparar mikla
vinnu að hreinsa
og reyta upp
illgresi meðan
rótarfesta er lítil.
Þegar við fáum jörðina svona þíða undan vetri er ýmislegt hægt að gera,“ segir Kristinn
H. Þorsteinsson, garðyrkjufræð-
ingur frá Garðyrkjufélagi Íslands.
Ráðast á illgresið
„Á flestum stöðum á landinu er
snjór farinn eða rétt að fara og lítið
frost í jörðu. Fjölærar illgresisteg-
undir eins og húsapuntur, snarrót
og skriðsóley eru lausar í jarðveg-
inum núna og hægt að rífa auð-
veldlega upp. Fífla í grasflötinni er
einnig gott að rífa upp núna með
fíflajárni. Þá er einnig góður tími til
að rífa mosann upp úr grasflötinni
og gera það með hrífu eða leigja
sér mosatætara. Mosann er best að
rífa upp á þurrum dögum og um að
gera að setja hann í safnkassann.
Illgresið er einnig óhætt að setja í
safnkassann þar sem það er ekki
fræberandi á þessum tíma árs,“
útskýrir Kristinn.
Sá í flötina og klippa
„Grasflötin gisnar með árunum.
Þegar búið er að rífa mosann upp
opnast svörðurinn og þá er gott
að sá í hann grasfræi. Í maí, þegar
grasfræið hefur spírað, er borinn
áburður á og mikilvægt er að lesa
vel leiðbeiningarnar utan á pok-
unum varðandi magn. Þá er apríl-
mánuður góður tími til að klippa
bæði tré og runna og má klippa
alveg þar til laufgun á sér stað.
Færa til runna og tré
„Af því að frost er komið úr jörðu
má byrja að skipta fjölærum
plöntum, taka þær upp og færa til.
Fljótlega má einnig fara að færa til
tré og runna í garðinum. Núna er
einnig ágætis tími til gróðursetn-
ingar á trjáplöntum og mögulega
hægt að nálgast plöntur í garð-
yrkjuverslunum fljótlega.“
Vorlaukana niður
„Nú hefur forræktun á vorlaukum
staðið yfir, úti í glugga eða í
gróðurhúsi og tími til kominn að
setja þá niður, begóníur, anemón-
ur, dalíur og liljur. Svo blómstra
laukarnir frá miðju sumri og
fram undir haust. Sáningartími
sumarblóma í gróðurhúsum og
vermireitum er núna en margar
tegundir þurfa fjórar til átta vikur
eins og morgunfrú og flauelsblóm.
Á öllum fræpökkum eru góðar
upplýsingar til að styðjast við sem
ætti að fylgja.
Bylta matjurtagarðinum
„Nú er góður tím til þess að undir-
búa kartöflugarðinn í rólegheitum,
bylta jarðveginum svo lofti aðeins
um hann. Á næstu dögum fer
kartöfluútsæðið að koma og þegar
fer að líða að páskum má fara að
undirbúa spírun. Kartöflurnar geta
svo farið niður í maí þegar aðeins
hefur þornað í garðinum.“
Vorverkin hefjast í garðinum
Frostlaust er nánast í jörðu og óþreyjufullt garðáhugafólk á því spenn-
andi tíma fram undan. Kristinn H. Þorsteinsson fer yfir vorverkin í apríl.
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Gabrelía Sif og Andrea Lind tilbúnar í Vorverkin með afa sínum. MYNDIR/KRISTINN H. ÞORSTEINSSON
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . M A R S 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
3
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
2
-E
5
8
8
1
C
9
2
-E
4
4
C
1
C
9
2
-E
3
1
0
1
C
9
2
-E
1
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
2
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K