Fréttablaðið - 30.03.2017, Síða 44

Fréttablaðið - 30.03.2017, Síða 44
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 Baldur brugg- meistari, Hilmar og Hreiðar lyfta glösum fyrir framan brugg tanka í Ægisgarði. Þangað geta gestir komið og kynnt sér fram- leiðsluna. MYND/GVA Ölið kemur freyðandi úr krananum. Upphaflega hugsunin var að búa til hálfgert félagsheimili fyrir Víking brugghús í Reykjavík. „Bruggverk­ smiðjan okkar er á Akureyri en okkur vantaði stað hér í borginni til að taka á móti fólki. Hlutirnir eru fljótir að breytast og allt í einu var félagsheimilið orðið að brugghúsi. Í Ægisgarði verðum við með nokkurs konar tilraunaeldhús fyrir Víking. Við getum bruggað minni upplög af sér­ bjórum, sem væru jafnvel í boði í stuttan tíma. Baldur Kárason, bruggmeistarinn okkar, fær að leika sér hér með nýja bjóra. Auk þess verða Víking Craft Selection bjórarnir okkar bruggaðir í Ægisgarði,“ útskýrir Hilmar. Þess má geta að hönnunin á Craft Select­ ion bjórunum fékk verðlaun á uppskeru­ hátíð Félags íslenskra teiknara fyrir bestu umbúðir og sömuleiðis á ÍMARK­hátíð­ inni. Umbúðirnar hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Eins og flestir vita var sala og fram­ leiðsla á sterkum bjór leyfð á Íslandi 1. mars 1989. Víking brugghús hefur undir forystu Baldurs bruggmeistara, framleitt verðlaunabjóra og átt söluhæsta bjórinn í Vínbúðunum. Víking Gylltur hefur verið margverðlaunaður í gegnum tíðina. Í dag eru framleiddar átján gerðir af Víking. „Víking á sér langa sögu á Íslandi, eigin­ lega allt aftur til ársins 1939 og hefur ávallt verið frumkvöðull á markaðnum,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri CCEP. „Við höfum fetað ótroðnar slóðir í gegnum tíðina og gerum það enn. Það sýnir nýja Craft línan okkar. Allir bjórarnir í Craft línunni eru að einhverju leyti frumkvöðlar, til dæmis fyrsti íslenski stoutinn, fyrsti lífræni bjórinn og fyrsti rauði IPA bjórinn. „Við erum til dæmis eina brugghúsið sem er með lífræna vottun og allir bjórarnir frá Víking eru vegan. Við viljum halda áfram að þróa þetta brautryðjendastarf okkar og fáum gott tækifæri til þess hér,“ segir Hreiðar. „Baldur hefur verið að þróa bjór með íslenskum jurtum sem hafa vakið athygli. Hann hefur prófað sig áfram með reykt bygg, einiber, hvannarót, greninálar og fleira úr íslenskri náttúru. Það gerir bjórinn séríslenskan. Síðan er auðvitað íslenskt vatn meginuppistaðan í bjórnum,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri Víking brugghúss. Gestir eru velkomnir í Ægisgarð. Þar er hægt að skoða bruggverksmiðjuna og bragða á freyðandi bjórnum. Tekið er á móti hópum og þeir fá fræðslu um starf­ semina, að sögn Hilmars „Rúmt ár er síðan við opnuðum Ægis­ garð og höfum tekið á móti mörgum hópum, til dæmis í bjórfræðslu. Einnig erum við með svokallaða Víking­leika en það er uppákoma fyrir alla sanna bjór­ áhugamenn sem vilja fá aukna þekkingu á bjór, sögu hans og hefð,“ segir Hilmar. „Við setjum síðan upp skemmtilegan leik sem tengist fróðleiknum um bjórinn,“ útskýrir Hilmar. „Hægt er að bóka Víking­leik með mat, til dæmis fyrir þá sem eru í óvissuferð eða hópefli. Við getum sett upp kvöld­ skemmtun fyrir mismunandi hópa.“ Hilmar segir að daglega fái Víking brugghús fyrirspurnir frá ferðamönnum eða ferðaskrifstofum þar sem óskað sé eftir því að fá að koma í brugghúsheimsóknir. Fljótlega verður boðið upp á hefðbundnari brugghúsheimsóknir sem eru miðaðar við erlenda ferðamenn til að verða við þessari eftirspurn. „Fólk fær þá að skoða brugghúsið og smakka bjórinn. Vitaskuld verður þetta í boði fyrir Íslendinga líka. Það þarf ekki hópa í bruggheimsóknina,“ segir Hilmar. Hægt er að fræðast um Ægisgarð og panta hópferð á heimasíðunni www.aegisgardur.is Staðurinn getur tekur allt upp í 200 manns. Tilraunabrugghús Víking Ægisgarður nefnist nýtt brugghús Víkings sem opnað hefur verið við Eyjaslóð 5. Áður hafði allur bjór verið bruggaður á Akureyri. Í Ægisgarði verða Víking Craft Selection bjórarnir bruggaðir. Hönnunin á Craft Selection bjórunum fékk verðlaun á uppskeruhátíð Félags íslenskra teiknara fyrir bestu um- búðir og sömuleiðis á IMARK hátíðinni. 2 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m A r S 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -F 4 5 8 1 C 9 2 -F 3 1 C 1 C 9 2 -F 1 E 0 1 C 9 2 -F 0 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.