Fréttablaðið - 30.03.2017, Page 45
Hin síðari ár hefur orðið mikil framþróun í bjórgerð hér á landi og sífellt nýjar tegundir spretta fram. MYNDIR/GVA
Bjórmenningin á Íslandi hefur breyst í áranna rás. Fjölbreytnin eykst og árs-
tíðabundnir bjórar sækja sífellt í
sig veðrið.
Ölgerðin hefur framleitt Gull
óslitið í 28 ár. „Þetta er okkar
langstærsti bjór. Þetta er auðvitað
stærsti bjórinn á Íslandi,“ segir
Höskuldur Sæmundsson, vöru-
merkjastjóri Ölgerðarinnar.
„Egils Gull er týpískur lager-
eða Hellesbjór sem á rætur að
rekja til Þýskalands. Hann er
léttur, ekki of beiskur og auð-
drekkanlegur,“ segir Guðmundur
Mar Magnússon, bruggmeistari
Ölgerðarinnar. Hann segir Gull
hafa notið mikilla vinsælda alla
tíð og að hann sæki í sig veðrið
frekar en hitt.
Hin síðari ár hefur orðið mikil
framþróun í bjórgerð hér á landi
og sífellt nýjar tegundir spretta
fram. „Það má rekja til þess þegar
litlu brugghúsin fóru að skjóta
upp kollinum fyrir um tíu árum
en í kjölfarið má segja að orðið
hafi ákveðin bylting á þessum
markaði,“ segir Guðmundur.
Ölgerðin fylgdi þróuninni eftir
með Borg brugghúsi sem var
opnað árið 2010. Þar á mikil
þróunarvinna sér stað og hafa
ýmsir framsæknir bjórar litið
dagsins ljós síðan þá.
Aðspurður segir Guðmundur
Ölgerðina framleiða um tólf til
þrettán bjórtegundir á hverjum
tíma. Borg er að jafnaði með
fjórar tegundir til viðbótar ásamt
stökum tegundum sem eru aðeins
fáanlegar í takmarkaðan tíma.
„Má þar nefna Garún Garún sem
er sterkasti bjór sem framleiddur
hefur verið hér á landi, eða 21
prósent,“ upplýsir Guðmundur.
Ölgerðin hefur líka lagt sitt
af mörkum til árstíðabundinna
bjóra sem sífellt sækja í sig veðrið.
Þá er aðallega átt við sérstaka
jóla- og páskabjóra. Guðmundur
segir landsmenn hafa tekið þeim
afar vel og að alltaf ríki ákveðin
eftirvænting og stemning í
kringum komu þeirra í verslanir.
Páskagullið, sem hefur verið
einn alvinsælasti páskabjór
landsins síðustu ár, hefur verið
fáanlegt síðan á öskudag og
verður fram yfir páska. Þetta er í
þriðja skipti sem um er að ræða
hveitibjór í þýskum hefeweizen-
stíl. Guðmundur segir hann í
grunninn eins og í fyrra. „Við
erum þó aðeins búin að pússa
hann til.“
Guðmundur hefur gegnt starfi
bruggmeistara hjá Ölgerðinni í
þrettán ár. Hann sér til þess að
tækjabúnaður og aðföng séu í
lagi og að framleiðslan gangi
sinn vanagang, ásamt því að hafa
umsjón með vöruþróun. „Við
erum líka í góðu samstarfi við
Borg brugghús og nýtum upp-
skriftir þaðan.“ Guðmundur
segir mikinn metnað lagðan í að
koma sífellt fram með nýjungar.
„Við erum líka að glíma við það
skemmtilega vandamál að stækka
ár frá ári. Við þurftum að bæta við
okkur tönkum í fyrra og eigum
von á fjórum til viðbótar nú í
sumar. Túrisminn og fjölgun veit-
ingastaða eiga sinn þátt í því.“
Elsta brugghús landsins
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er elsta brugghús landsins en þar hafa menn framleitt bjór frá
því að bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989. Þann sama dag kom Gull á markað og er hann
eini bjórinn á landinu sem hefur verið á markaði óslitið síðan. Bjórmenningin á Íslandi hefur
breyst í áranna rás. Fjölbreytnin eykst og árstíðabundnir bjórar sækja sífellt í sig veðrið.
Ölgerðin bætti við tönkum í fyrra og er von á fjórum til viðbótar í sumar.Guðmundur hefur gegnt starfi bruggmeistara hjá Ölgerðinni í 13 ár.
KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 3 0 . m a r S 2 0 1 7
3
0
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
2
-F
4
5
8
1
C
9
2
-F
3
1
C
1
C
9
2
-F
1
E
0
1
C
9
2
-F
0
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
8
s
_
2
9
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K