Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 45
Hin síðari ár hefur orðið mikil framþróun í bjórgerð hér á landi og sífellt nýjar tegundir spretta fram. MYNDIR/GVA Bjórmenningin á Íslandi hefur breyst í áranna rás. Fjölbreytnin eykst og árs- tíðabundnir bjórar sækja sífellt í sig veðrið. Ölgerðin hefur framleitt Gull óslitið í 28 ár. „Þetta er okkar langstærsti bjór. Þetta er auðvitað stærsti bjórinn á Íslandi,“ segir Höskuldur Sæmundsson, vöru- merkjastjóri Ölgerðarinnar. „Egils Gull er týpískur lager- eða Hellesbjór sem á rætur að rekja til Þýskalands. Hann er léttur, ekki of beiskur og auð- drekkanlegur,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Hann segir Gull hafa notið mikilla vinsælda alla tíð og að hann sæki í sig veðrið frekar en hitt. Hin síðari ár hefur orðið mikil framþróun í bjórgerð hér á landi og sífellt nýjar tegundir spretta fram. „Það má rekja til þess þegar litlu brugghúsin fóru að skjóta upp kollinum fyrir um tíu árum en í kjölfarið má segja að orðið hafi ákveðin bylting á þessum markaði,“ segir Guðmundur. Ölgerðin fylgdi þróuninni eftir með Borg brugghúsi sem var opnað árið 2010. Þar á mikil þróunarvinna sér stað og hafa ýmsir framsæknir bjórar litið dagsins ljós síðan þá. Aðspurður segir Guðmundur Ölgerðina framleiða um tólf til þrettán bjórtegundir á hverjum tíma. Borg er að jafnaði með fjórar tegundir til viðbótar ásamt stökum tegundum sem eru aðeins fáanlegar í takmarkaðan tíma. „Má þar nefna Garún Garún sem er sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið hér á landi, eða 21 prósent,“ upplýsir Guðmundur. Ölgerðin hefur líka lagt sitt af mörkum til árstíðabundinna bjóra sem sífellt sækja í sig veðrið. Þá er aðallega átt við sérstaka jóla- og páskabjóra. Guðmundur segir landsmenn hafa tekið þeim afar vel og að alltaf ríki ákveðin eftirvænting og stemning í kringum komu þeirra í verslanir. Páskagullið, sem hefur verið einn alvinsælasti páskabjór landsins síðustu ár, hefur verið fáanlegt síðan á öskudag og verður fram yfir páska. Þetta er í þriðja skipti sem um er að ræða hveitibjór í þýskum hefeweizen- stíl. Guðmundur segir hann í grunninn eins og í fyrra. „Við erum þó aðeins búin að pússa hann til.“ Guðmundur hefur gegnt starfi bruggmeistara hjá Ölgerðinni í þrettán ár. Hann sér til þess að tækjabúnaður og aðföng séu í lagi og að framleiðslan gangi sinn vanagang, ásamt því að hafa umsjón með vöruþróun. „Við erum líka í góðu samstarfi við Borg brugghús og nýtum upp- skriftir þaðan.“ Guðmundur segir mikinn metnað lagðan í að koma sífellt fram með nýjungar. „Við erum líka að glíma við það skemmtilega vandamál að stækka ár frá ári. Við þurftum að bæta við okkur tönkum í fyrra og eigum von á fjórum til viðbótar nú í sumar. Túrisminn og fjölgun veit- ingastaða eiga sinn þátt í því.“ Elsta brugghús landsins Ölgerðin Egill Skallagrímsson er elsta brugghús landsins en þar hafa menn framleitt bjór frá því að bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989. Þann sama dag kom Gull á markað og er hann eini bjórinn á landinu sem hefur verið á markaði óslitið síðan. Bjórmenningin á Íslandi hefur breyst í áranna rás. Fjölbreytnin eykst og árstíðabundnir bjórar sækja sífellt í sig veðrið. Ölgerðin bætti við tönkum í fyrra og er von á fjórum til viðbótar í sumar.Guðmundur hefur gegnt starfi bruggmeistara hjá Ölgerðinni í 13 ár. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 3 0 . m a r S 2 0 1 7 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 2 -F 4 5 8 1 C 9 2 -F 3 1 C 1 C 9 2 -F 1 E 0 1 C 9 2 -F 0 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.