Fréttablaðið - 30.03.2017, Síða 50

Fréttablaðið - 30.03.2017, Síða 50
Ávaxtaræktendur víða um heim hafa þann leiða vana að hylja ávexti sína, sér í lagi epli, með vaxi, til að þau líti betur út. Bragðið verður þó síst betra við þetta fyrir utan hversu ólystugt það er að borða vax. Ýmsar leiðir eru til að losna við vaxið af eplum. 1. Fyllið fat með köldu vatni og bætið bolla af ediki út í. Látið ávextina ofan í vatnið og látið standa í um tíu mínútur. Við það á bæði skítur og vax að renna af ávöxtunum. 2. Fyllið spreybrúsa með vatni og ediki og spreyið á eplið. Látið standa í fimm mínútur og hreinsið síðan eplið vandlega með vatni. 3. Blandið matskeið af sítrónusafa og matskeið af matarsóda í fjóra lítra af vatni. Dífið hverju epli í vatnið og nuddið með græn- metisbursta. Hreinsið eplið að lokum í volgu vatni og þurrkið með eldhúsbréfi. 4. Enn ein leið er að dýfa epli ofan í sjóðandi vatn í nokkrar sekúnd- ur, þá á vaxið að leysast upp. Vaxið þrifið af eplum Mun girnilegra er að borða epli þegar búið er að ná vaxhúðinni af því. Útihúsgögn eru gerð til að standa úti árið um kring. Þó er ágæt regla að hafa þau undir þaki yfir helstu vetrarmánuði. Raðið húsgögnunum þannig upp að vatn renni auðveldlega af þeim ef rignir. Þegar vorar er gott að þvo hús- gögnin með volgu sápuvatni. Ef um tréhúsgögn er að ræða er gott að bera á þau olíu á vorin og haustin. Ekki bera olíu á húsgögnin í sól. Ef gömul málning hefur flagnað þarf að skafa allt slíkt í burtu. Síðan þarf að mála húsgögnin þegar þau eru alveg hrein og þurr. Vönduð plasthúsgögn þola að vera úti en samt er ágætt að breiða yfir þau yfir vetrartímann. Þvoið hús- gögnin að vori. Ef þau eru orðin mött má þrífa þau með bílabóni. Álhúsgögn þurfa ekki mikla umhirðu utan þrifa. Stundum þarf samt að fara með stálbursta yfir þau og mála svo þau verði eins og ný. Gamlir tréstólar sem eru farnir að láta á sjá geta fengið alveg nýtt líf með litríkri málningu, til dæmis gulri eða grænni. Síðan er hægt að setja stólana út í garð með blómapottum. Útihúsgögn þurfa umhirðu Gamlir stólar fá nýtt líf í garðinum. Stórir blómapottar og -kassar eru skemmtileg viðbót við beð í görðum eða til prýði á svölum. Úrvalið af pottum er slíkt að allir ættu að geta fundið einn slíkan að sínum smekk. Leirpottar eru þannig gerðir að jarðvegurinn getur „andað“ í þeim en að sama skapi gufar vökvi hraðar upp í þeim. Því þarf að vökva oftar verði þannig pottur fyrir valinu en hann hentar vel fyrir blóm sem þola að þorna af og til. Þess þarf að gæta að potturinn sé nógu stór fyrir það blóm eða plöntu sem á að setja í hann. Sé plantan há þarf potturinn að vera stór. Til að plönturnar dafni vel er lyk- ilatriði að nota góðan og næringar- ríkan jarðveg og muna að vökva reglulega. Ekki er æskilegt að blanda saman vor- og sumarblómum í sama pottinn. Betra er að byrja á að setja vorblóm í pottinn og skipta þeim svo út fyrir sumarblóm. Á haustin er síðan hægt að setja í hann haust- blóm, t.d. lyngplöntur (Erica). Þannig hefur potturinn notagildi stóran hluta ársins. Gróður í blómapottum Prýði er að blómum og öðrum gróðri á svölum. NORDICPHOTOS/GETTY Allt fyrir garðinn á einum stað hafðu samband Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin og keppumst við að svara öllum fyrirspurnum og pöntunum samdægurs. vönduð vinnubrögð Við viljum tryggja að allt sé eins og það á að vera og höfum því samband eftir að fagmenn okkar hafa lokið verki. þjónustan okkar Garðsláttur Trjáklipping Beðahreinsun Úðun Stubbatæting Þökulagning Áburðargjöf Trjáfelling Stéttahreinsun Hellulagning Bílastæðasópun ...o.fl... Frá því Garðlist ehf. var stofnað árið 1989, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík gardlist@gardlist.iswww.gardlist.is 554 1989 8 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -E 0 9 8 1 C 9 2 -D F 5 C 1 C 9 2 -D E 2 0 1 C 9 2 -D C E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.