Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 30.03.2017, Qupperneq 60
3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r32 s p o r T ∙ F r É T T a B L a ð I ð sport Deildarmeistaratitillinn innan seilingar hjá FH-ingum Sóttu dýrmætan sigur til nágrannanna á Ásvöllum FH-ingum nægir jafntefli í lokaumferðinni til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla eftir tveggja marka sigur á Haukum í Hafnarfjarðarslagnum á Ásvöllum í gær. Hér fagna FH-ingar sigrinum í leikslok. Fréttablaðið/ernir FóTBoLTI Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leik- mannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttu- leikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnús- dóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema Bíður eftir öllum lykilmönnum Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópu- mótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðsla- vandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjars- dóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu. Harpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppn- inni með tíu mörk og algjör lykil- maður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að fram- herji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leik- mönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barns- burðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir lands- liðið,“ sagði Freyr. bíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir loka- hópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðsl- anna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karla- landsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltr- andi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbún- ingi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“ tomas@365.is Ég er sáttur við undirbúninginn fyrir utan þessi meiðsli. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki, Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur. Nánari upplýsingar fást á www.wh.is. Keflavík - Skallagrím. 68-70 Stigahæstar: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 19, Thelma Dís Ágústsdóttir 13, Birna Val- gerður Benónýsdóttir 11, Ariana Moorer 8/6 frák./9 stoðs., Erna Hákonardóttir 6 - Tavelyn Tillman 33, Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir 12/11 frák., Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 8/10 frák. 1-0 fyrir Skallagrími. næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudaginn. Domino’s-deild kvenna Undanúrslit leikur 1 Nýjast SArA BJörK SiTur Enn EiTT árið EFTir MEð SárT Ennið Í fimmta sinn á sex árum varð Sara Björk Gunnarsdóttir að sætta sig við að detta út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar, nú með félögum sínum í þýska liðinu Wolfsburg. Wolfsburg vann 1-0 sigur á Evrópumeisturum Lyon í Frakklandi í gær en það dugði ekki því franska liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Þýskalandi. Wolfsburg hafði komist í undan- úrslitin fjögur ár í röð en Sara Björk komst aldrei í undan- úrslitin með sænska liðinu rosen- gård. Haukar - FH 28-30 Markahæstir: Ivan Ivokovic 10, Hákon Daði Styrmisson 4, Daníel Þór Ingason 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 2/1 - Ásbjörn Friðriksson 9/1, Ágúst Birgisson 6, Einar Rafn Eiðsson 6/2. ÍbV - akureyri 22-22 Markahæstir: Theodór Sigurbjörnsson 7/2, Sigurbergur Sveinsson 5, Róbert Aron Hos- tert 4 - Andri Snær Stefánsson 6/2, Kristján Orri Jóhannsson 4, Mindaugas Dumcius 4, Brynjar Hólm Grétarsson 4. Fram - afturelding 32-32 Markahæstir: Arnar Birkir Hálfdánsson 11, Þorgeir Bjarki Davíðsson 9, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6 - Ernir Hrafn Arnarson 8, Þrándur Gíslason 6, Elvar Ásgeirsson 4, Guðni Már Kristinsson 4. Selfoss - Valur 29-28 Markahæstir: Teitur Örn Einarsson 8, Her- geir Grímsson 8, Elvar Örn Jónsson 6, Guðni Ingvarsson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 7, Atli Karl Bachmann 7, Alexander Örn Júlíuss. 5. Grótta - Stjarnan 31-31 Markahæstir: Þráinn Orri Jónsson 8, Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 5, Júlí- us Þórir Stefánsson 5 - Ólafur Gústafsson 6, Starri Friðriksson 5, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Garðar Benedikt Sigurjónsson 5. efri FH 35 ÍBV 34 Haukar 33 Afturelding 30 Selfoss 24 neðri Valur 23 Grótta 22 Fram 21 Stjarnan 20 Akureyri 18 Nýjast Olís-deild karla 16.00 ana inspiration Golfstöðin 17.50 Valur - Ía Sport 2 19.00 Kr - Keflavík Sport 20.00 Shell Houston Open Golfst. 01.00 ana inspiration Golfstöðin 19.15 Kr - Keflavík DHL-höllin 19.30 Valur - Hamar Valshöllin Í dag 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -A A 4 8 1 C 9 2 -A 9 0 C 1 C 9 2 -A 7 D 0 1 C 9 2 -A 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.