Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 30.03.2017, Blaðsíða 84
Drýgja tekjurnar með sölu varnings Svo virðist sem að til að vera fullgildur meðlimur í íslenskum rappheimi þurfi að leggja nánast jafn mikla vinnu í fram- leiðslu á ýmiss konar varningi og lögð er í tónlistina. Ástæðan er mikill samdráttur í plötusölu m.a. vegna internetsins. Rapparinn GKR vakti athygli þegar hann gaf út sína fyrstu plötu en hann seldi hana á USB-lykli pökkuðum í lítinn morgunkornskassa, en það er vísun í hans vinsælasta lag, Morgunmatur. Einnig hefur hann verið að selja ansi vinsælar hettupeysur. Emmsjé Gauti hefur verið einna öflugastur við sölu á varningi. Hann heldur úti vefverslun þar sem er nánast hægt að sinna öllum innkaupum heimilisins. Hann hefur líka framleitt fatnað í samstarfi við 66°Norður, búið til tölvuleik til að kynna plötuútgáfu sína og selt aksjónkall með skírskotun í He-Man. Sturla Atlas og 101 boys hóp- urinn hafa verið mjög frumlegir í sinni nálgun og markaðssetningu. Strákarnir hafa markaðssett mikið af fatnaði, farið í samstarf við 66°Norður og fyrst og fremst notað frumlegar leiðir í að markaðssetja sig þar sem þeir hafa meðal annars gert sérstakan ilm og hannað konsept af Sturla Aqua vatni. Stelpurnar í Cyber hafa líkt og kollegar þeirra í Sturlu Atlas ávallt verið með öflugt „lúkk“ í kringum sig þar sem allt sem þær senda frá sér fellur inn í fagurfræðina. Henni má kannski lýsa sem „aldamóta-gothi með dassi af normcore“ en kannski ekki. Þær hafa sent frá sér boli sem skera sig svolítið úr stílhreinni hönnun hinna rapparanna. Síðan Napster var aðalmál­ið í kringum aldamótin hefur plötusala farið dvínandi og tónlistar­menn hafa þurft að finna sér aðrar leiðir til að afla sér tekna. Tónleikahald, tónlistar­ veitur og sala á hverslags varningi hefur því orðið sífellt stærri hluti af framleiðslu tónlistarmanna og halda sumir þeirra beinlínis úti fata­ búðum á netinu. Hér á landi hefur þetta verið sérstaklega áberandi í rappheiminum. Stefán þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is Morgunkorn og hettupeysur Með fatnað handa allri fjölskyldunni í vefversluninni Tónlist og hönnun í sömu sæng Aldamóta-goth „Hátíðin hefur stækkað svakalega síðustu ár – í raun og veru hefur hún stækkað svo mikið að hún hefur sprengt utan af sér Sjallann þannig að við ákváðum að hringja í gamlan vin okkar, hann Hauk á Græna hattinum. Hann var einmitt partur af hátíðinni lengi vel, þann­ ig að við ákváðum að kveikja upp í gömlu ástarsambandi við Græna hattinn. Þannig getum við líka boðið upp á fjölbreyttari dagskrá fyrir alla,“ segir Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti eins og hann er nú oftast kallaður, einn af aðstand­ endum hátíðarinnar AK Extreme. Hátíðin verður í ár eins og fyrr pökkuð af vetraríþróttum og tón­ list og aðalatriðið að sjálfsögðu á sínum stað en það er hið ótrúlega hræðandi gámastökk og herlegheit­ in verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „„Big jumpið“ verður á sínum stað á laugardeginum en ásamt því verður „downhill race“ í Hlíðarfjalli og á föstudeginum verður svokölluð jibbkeppni. Við erum alveg með 15 artista að spila hjá okkur í ár og við búumst við sömu geðveikinni og alltaf. Þeir sem hafa komið áður vita við hverju er að búast. Sjáumst fyrir norðan,“ segir Gauti en hann ásamt Aroni Can, Úlfur Úlfur, Alexander Jarli, Hildi, Cyber og mörgum fleiri munu halda uppi fjörinu 6.­9. apríl. Miðar fást á midi.is. Akureyri verður öfgakennd í apríl Það eru miklir ofurhugar sem þora að stökkva yfir þessa gáma þarna fyrir norðan. Mynd/EMAGnuSSon GAuti hefur meðAl AnnArs selt bArnA- föt oG póstkort. hAnn reynDi einniG Að seljA snekkjuferð einu sinni. Gkr er líkleGA eini íslenski rAppArinn sem hefur selt plötu í versluninni kjötborG. 3 0 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r56 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð 3 0 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 2 -A F 3 8 1 C 9 2 -A D F C 1 C 9 2 -A C C 0 1 C 9 2 -A B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 2 9 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.