Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Síða 4
4 Fréttir Helgarblað 15.–18. janúar 2016 Útsalan er hafin 30-50% afsláttur af öllum útsölufatnaði Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Sími: 571-5464 Stærðir 38-54 Meginorsakir örorku Geðrask an ir eru al geng asta ástæða ör orku hjá körl um og þá einkum hjá ung um karlmönn- um. Hlutfallslega fleiri konur eru öryrkjar hér á landi, eða 60 pró- sent. Velferðarráðuneytið greinir frá. Teknar voru saman upplýs- ingar um þróun örorku á Íslandi undanfarin ár, bæði fjölda þeirra sem hafa verið metnir til örorku, hvernig skipting milli aldurs og kynja lítur út og hvað það er sem helst veldur því að fólk er metið til örorku. Voru niðurstöðurnar kynntar á fundi ríkisstjórnar fyrir nokkru. Meðal annars kemur fram að frá nóv em ber 2010 til nóv em ber 2015 fjölgaði öryrkjum um 9 pró- sent. Frá árinu 2005 hefur mest fjölgun verið á aldursbilinu 65 til 66 ára en nær engin fjölgun hef- ur verið í aldurshópnum 40 til 49 ára. Í yngsta hópnum, 16 til 19 ára, voru 156 öryrkjar í nóvember 2015 en fækkun hefur þó orðið í þeim hópi. Þegar litið er á örorku hjá körlum þá hefur fjölgað mest í aldurs- hópnum 20 til 24 ára síðustu fimm ár, eða um 27 prósent. Hjá konum fjölgaði mest á aldursbil- inu 65 til 66 ára, eða um 57 pró- sent. Vildarvinir Arion lausir úr fjötrum Græddu 343 milljónir króna á bréfum í Símanum sem Arion banki seldi þeim í haust V alinn hópur vildarvið- skiptavina Arion banka getur við opnun markaða í dag, föstudag, hagnast um alls 343 milljónir króna á hlutabréfum í Símanum sem hann fékk á lægra verði en almennum fjárfestum bauðst. Gengi bréfanna hafði við lokun markaða í gær hækk- að um 23% miðað við verðið sem Arion banki úthlutaði vildarvinun- um í september síðastliðnum en þeir máttu ekki selja hlutina fyrr en í dag. Bréf almennra fjárfesta í fjar- skiptafyrirtækinu höfðu þá hækkað um 3,6%. Metin á 1,8 milljarða Vildarvinirnir fengu að kaupa alls 5% hlut í Símanum á genginu 2,8 krónur á hlut. Nokkrum vikum síðar eða þann 7. október lauk almennu hlutafjárútboði Arion banka á bréf- um í fjarskiptafyrirtækinu og varð niðurstaðan meðalútboðsgengi upp á 3,33 krónur á hlut. Eins og Frétta- blaðið rifjaði upp í gær þá var hlutur viðskiptavina bankans metinn á 1,49 milljarða króna. Í frétt blaðsins var miðað við gengi Símabréfanna við lokun markaða á miðvikudag, 3,57 krónur á hlut. Bréfin höfðu þá hækk- að um 27% í verði frá skráningu Sím- ans í Kauphöll þann 15. október í fyrra, en við opnun markaða í dag, þegar söluhömlunum sem vildar- vinirnir gengust undir var lyft, voru þau metin á 3,45 krónur á hlut. Það þýðir að verðmæti bréfanna nemur nú 1,8 milljörðum. Símabréfin lækkuðu um 3,4% í verði í gær þegar Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMX18) féll um 3,3%. Gengi allra skráðra félaga á Aðallista Kauphallarinnar lækkuðu þá og fylgdu sömu þróun og verð- bréfamarkaðir erlendis en verðfall- ið í gær var rekið til áframhaldandi ólgu á Asíumörkuðum og lækkandi olíuverðs. Bankinn lánaði Forsvarsmenn Arion banka svör- uðu fyrirspurn DV í lok september á þann veg að fyrirtækið teldi eðli- legt að vildarvinirnir hefðu feng- ið að kaupa bréfin á genginu 2,8. Ástæðan væri sú að kaup á hluta- bréfum með söluhömlum fælu í sér aukna áhættu. Rúmum þremur vik- um síðar sendi Arion banki, sem er að 13% hluta í eigu íslenska ríkis- ins, frá sér tilkynningu þar sem fyr- irtækið viðurkenndi að ekki hefði verið rétt að selja viðskiptavinun- um bréfin svo skömmu fyrir útboð- ið á „gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins“. Í til- kynningunni kom fram að bankinn fjármagnaði kaupin að hluta. Stjórn- endur hans höfðu þá verið harð- lega gagnrýndir og ekki síður vegna ákvörðunar um að selja hópi tengd- um Orra Haukssyni, forstjóra Sím- ans, 5,5% hlut í fjarskiptafyrirtækinu á genginu 2,5. Í frétt DV kom fram að vildarvinir Arion fengu að kaupa í Símanum fyr- ir að hámarki 25 milljónir króna. Því er ljóst að fjöldi þeirra hleypur á tug- um. Vefmiðillinn Kjarninn greindi síðar frá því að allir kaupendurnir væru viðskiptavinir í einkabanka- þjónustu og markaðsviðskiptum Arion banka og að fyrirtækið hefði horft til umsvifa viðskipta þeirra við val á hinum útvalda hópi. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Umdeild sala Arion banki viðurkenndi að sala á hlutabréfum í Símanum til vildarviðskiptavina bankans, skömmu fyrir hlutafjárútboð fjarskiptafyrirtækisins, hefði verið misráðin. Mynd SiGtryGGUr Ari Ætla ekki að kaupa húsið Bæjarráð vísar til hæstaréttardóms B æjarráð Garðabæjar hefur ákveðið að leggja til við bæj- arstjórn Garðabæjar að hafna boði um að kaupa Goðatún 34, hús í eigu eldri konu í bænum. Samkvæmt hæstaréttardómi sem kveðinn var upp í nóvember 2014 er bærinn ekki skaðabótaskyld- ur vegna skemmda sem eigandi hússins telur að séu tilkomnar vegna framkvæmda á vegum Garðabæj- ar við götuna Silfurtún, sem er rétt hjá Goðatúni. Aðili tengdur málinu skrifaði bænum og bauð húsið til sölu á 47 milljónir króna. Bæjarráð segir að með vísan til dómsins verði að hafna þessu boði. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarins frá 12. janúar. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að bærinn væri skaðabótaskyld- ur þar sem húsið hefði verið við- kvæmt fyrir öllum umhverfisáhrif- um og engin raunhæf leið til þess að aftra því að húsið myndi síga vegna framkvæmdanna. Konan býr nú í kjallaraíbúð fyrir aldraða og hefur málskostnaður reynst henni þung byrði. n Ónýtt Húsið er ónýtt vegna skemmda sem á því urðu við fram- kvæmdir í Silfurtúni. Mynd SiGtryGGUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.