Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2016, Síða 12
12 Fréttir Helgarblað 15.–18. janúar 2016 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. Skaðabótum Primera seinkaði um mánuð Flugfélagið greiddi farþegum bætur sama dag og DV óskaði skýringa P rimera Air greiddi farþegum skaðabætur síðasta mið­ vikudag vegna sólarhrings seinkunar á heimferð þeirra frá Spáni í október í fyrra. Farþegunum var lofað að bæturn­ ar yrðu greiddar í síðasta lagi í byrj­ un desember en af því varð ekki fyrr en rúmum mánuði síðar eða sama dag og DV krafði forstjóra flugfélags­ ins skýringa. Fengu þeir greiddar 400 evrur hver, um 57 þúsund krón­ ur, eða sömu upphæð og aðrir við­ skiptavinir fyrirtækisins sem fengu skaðabætur í desember vegna seink­ unar á öðru flugi Primera. Baðst afsökunar Flugferðin sem um ræðir var farin þann 18. október þegar farþegarnir áttu bókað flug frá spænsku borginni Jerez til Keflavíkur. Ófyrirséð vélar­ bilun varð til þess að brottförinni frá Spáni seinkaði um rétt tæpan sól­ arhring. DV hefur undir höndum tölvupóstsamskipti tveggja farþega, sem óskuðu eftir skaðabótum en vilja ekki láta nafns síns getið, við þjónustufulltrúa Primera. Þar vísar annar þeirra í reglugerð um skaða­ bætur og aðstoð til handa farþegum í flugi. Í svari starfsmanns flug­ félagsins, sem dagsett er 29. október, eru farþegarnir beðnir afsökunar á seinkuninni og þeim sagt að fyrir­ tækið ætli að greiða hvorum þeirra 400 evrur í bætur innan fimm vikna. Þann 22. desember svöruðu far­ þegarnir pósti flugfélagsins og bentu á að bæturnar hefðu þá ekki verið greiddar út. Hótuðu þeir að leita til lögfræðings ef fyrirtækið stæði ekki við fyrri loforð fyrir 10. janúar. Primera lagði bæturnar inn á bankareikninga þeirra rúmum þremur vikum síðar eða sama dag og blaðamaður DV sendi Hrafni Þorgeirssyni, forstjóra flugfélagsins, fyrirspurn þar sem óskað var skýringa á því hvers vegna greiðslurnar höfðu ekki borist. „Það er búið að greiða flestum far­ þegum bætur á undanförnum vikum vegna þessa flugs en það eru þó ein­ hver dæmi þess að það vanti réttar bankaupplýsingar og verið að vinna í því máli sem stendur,“ segir í svari Hrafns sem barst um svipað leyti og farþegarnir sem DV ræddi við fengu greitt. Þeir voru ekki beðnir um aðrar bankaupplýsingar en þær sem þeir sendu flugfélaginu í lok október í fyrra. Fengu einnig bætur Samgöngustofa úrskurðaði í síðasta mánuði að Primera bæri að greiða tveimur farþegum frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur í ágúst 400 evr­ ur vegna seinkunar. Ferðin sem þar um ræðir var farin 26. ágúst 2015 og tók heimferðin í því tilviki einnig um sólarhring. Vél flugfélagsins millilenti þá á Shannon­ flugvelli á Írlandi þar sem farþegarnir 150 neyddust til að dvelja um nóttina. Primera taldi sig ekki þurfa að greiða bæturnar og vísaði til þess að seinkunin hefði orðið vegna ófyr­ irséðra veðurskilyrða. Það féllst Samgöngustofa ekki á og sagði seinkunina ekki geta fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem flugfélagið hefði ekki viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík á réttum tíma. Primera hefur kost á að kæra ákvörðunina til innanríkisráðu­ neytisins. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Forstjóri Primera Hrafn Þorgeirsson. Primera Air Fresta þurfti tveimur ferðum flugfélagsins frá Jerez á Spáni til Keflavíkur sunnudaginn 18. október síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.